26 október 2005

norrænir karlmenn, femínismi og fleira1. hluti: norrænir karlmenn og störf...
af gefnu tilefni langar mig að bæta örlitlu við gamalt blogg um íslenska karlmenn
mig langar að bæta því við að aðrir norrænir karlmenn eru að öllum líkindum alveg jafn yndislegir og þeir íslensku og á vissan hátt hafa þeir það betra skinnin, því í þeirra samfélagi er ekki ætlast til þess að þeir verði LLVV (læknar, lögfræðingar, verkfræðingar eða viðskiptafræðingar). þeir mega vinna á leikskólum og öldrunarheimilum og bara þar sem þeir vilja, og þeir gera það, hugsanlega líka vegna þess að þessi störf eru, að mér skilst, betur borguð og meira metin þar en hér (amk í DK).

einn í vinnunni minni var að benda á að börn gætu alist upp í dag án þess að eiga nein samskipti við fullorðna karlmenn. enginn pabbi á heimilinu. enginn karlkyns leikskólakennari. enginn karlkyns grunnskólakennari.
hljómar skelfilega í mínum huga!
haldiði ekki að íslenskir strákar myndu frekar vinna þessi störf ef þau væru betur borguð?

en hvað er til ráða?
í hvert skipti sem einhverjum dettur í hug að laga þetta og hækkar t.d. laun leikskólakennara, þá verður allt vitaust í næstu kjarasamningum því þá heimta allir samsvarandi launahækkun. þjóðfélagið er bara komið með það á fast að þetta sé láglaunastarf og aðrar stéttir taka ekki til greina að vera með lægri laun...

að þessu leyti get ég því verið sammála femínistanum sem heimtaði byltingu á mánudaginn. það þarf byltingu í því hvernig við mælum laun starfsstéttanna. nýjan mælikvarða. ekki bara fyrir konur, því karlmenn eiga jú líka að eiga þessi efnahagslegan kost á því að vinna við þau störf sem þeir vilja.

ekki að ég sé alveg kommi, en hér er ein skemmtileg pæling: ef öll störf væru jafn vel launuð, við hvað myndir þú vilja vinna?

2. hluti: er ég femínisti?
Andrés þykist hafa komist að því að ég sé í eldrauðum sokkum. líklega vegna þess að ég á það til að tala um sumt af þónokkri ákefð. kannski er ég að töluverðu leyti einhvers konar nýfemínisti, en ég er þó ekki til í að skrá mig í femínistafélagið. eins og ég hef margoft sagt þá er ég bara alls ekki sammála öllu sem þau gera þar. er ekki mikið fyrir öfgar og vanhugsaðar upphrópanir í fjölmiðlum. ég trúi því samt statt og stöðugt að þó það séu alltaf nokkrar sem skemmi fyrir hópnum, þá hati fæstir femínistar karlmenn.
ég er allavega alls ekki þannig femínisti, en hver getur líka hatað karlmenn sem þekkir annan hvern mann á þessum lista ;)

það sem ber samt líklega mest í milli, er hvað ég er ósammála þeim femínistum/jafnaðarmönnum sem virðast hafa misskilið orðið jafn og halda að það þýði eins. í mínum huga eru þetta tvö gerólík orð. mér finnst allt í lagi að viðurkenna að fólk sé ólíkt. að kynin hafi einhverja náttúrulega ólíka eiginleika. (t.d. er bara alls ekki hægt að neita því að karlmenn séu yfirleitt líkamlega sterkari). fólk er líka ólíkt. en engu að síður trúi ég því að það eigi að meta þessa ólíku eiginleika að jöfnu. einn er góður í stærðfræði, annar í mannlegum samskiptum. er annar mikilvægari eða merkilegri en hinn?
við þurfum ekki að vera eins til að vera jöfn. þess háttar misskilningur varð til þess að skapa misheppnaða meðaljóna skólakerfið sem ég ólst upp við og varð til þess að börn sem voru á eftir eða á undan voru einfaldlega utanveltu í skóla. þið munið líklega öll eftir þessu.
það má samt meta ólíka verðleika okkar að jöfnu. já takk :)

og ef ég er eitthvað, þá er ég jafnvægissinni
ég vil jafnvægi á milli þess kvenlæga og þess karllæga
þess náttúrulega og þess tæknilega
þess mannlega og þess hagfræðilega
þess listræna og þess vísindalega
en nú er notkun mín á "þess" komin verulega úr jafnvægi...


jæja, nóg af blaðri.
kannski ég geti sett saman texta fyrir eitt stykki lag í kvöld - fyrir skólann

góða nótt fólk

:Dísulísuskvísan

25 október 2005

nýr Tunglsgeisli

ég breytti stóru synkópunni í Tunglsgeislanum, og telst það núna "upprunalega" útgáfan, þar sem lagið verður frumflutt þannig, vonandi þann 6. des :)
ég vil biðja þá sem hafa prentað út gamla útgáfu af laginu að fá sér nýja. Hér er a moll og hér er f moll, en öll tilbúnu lögin mín má finna hér á síðunni.

málið var að þessi synkópa var bara aldrei rétt. núna er fyrri nótan 3 hálfnótur og hin 2 hálfnótur. ef einhver var búinn að hafa mikið fyrir að reyna að læra þetta hinsegin, ja þá skilur viðkomandi líklega af hverju breytingin var gerð og fyrirgefur mér, enda ekki búið að flytja lagið ennþá :þ

vonandi kemst ég svo til að redda píanói í þessari viku eða um helgina, því ég er alveg að deyja úr píanóþörf fyrir lagið hennar Rannveigar ;)

*knús og kossar*

:Dagbjört

23 október 2005

kærustuskyldur

ég var eitthvað að minnast á raunveruleikastilli
raunveruleikastillir er það sem gerir konu kleift að aðlagast að breyttum aðstæðum
t.d. að flytja á milli landa

minn hefur yfirleitt staðið sig mjög vel
jafnvel stundum of vel, þannig að ég á það til að minna á skógarnornirnar í Ronju:
"sést ekki, er ekki"
þegar ég kemst í frí þá gleymi ég vinnunni
þegar ég skipti um land þá hætti ég að velta mér uppúr því sem er heima
osfrv.

undanfarið hefur mesta aðlögunin verið (fyrir utan nýja íbúð, nýja vinnu og nýjan skóla) að flakka á milli yndislegu Köben, þar sem ég á alvörukærasta, og Íslands, þar sem ég á netkærasta
stundum pínu ringlandi, og það þarf ekki snilling til að fatta hvort er betra ástand ;)

svo allt í einu átti ég alvörukærasta á Íslandi í heila 10 daga
vá!
fyrsta daginn kom hann og sótti mig í vinnuna og við keyptum saman í matinn fyrir sumarbústaðarferð helgarinnar
það hefur aldrei verið jafn gaman í Bónus :)
svo fórum við í sumarbústaðinn og hjúfruðum okkur hvort upp að öðru á meðan eitt stykki íslenskur stormur lét öllum illum látum fyrir utan
kíktum í sund, þegar storminum linnti
elduðum rómó, spiluðum scrabble og fundum upp nýyrði :þ
allt voða kósí og á sunnudeginum löbbuðum við uppá Miðfell áður en við brunuðum í bæinn til að mæta í mat til mömmu...

svo kom mánudagur og þriðjudagur með minni vinnu og mínum skóla og mínum hversdagsleika, en þá var allt í einu karlmaður í hversleikanum mínum, sem keyrði mig og sótti í skólann og spurði "hvað eigum við að hafa í matinn?"
þá fór raunveruleikastillirinn minn að hökta svolítið
ég að pæla í kvöldmat 2 daga í röð???
ekki að ég þyrfti að elda samt, því hann er svaka klár í eldhúsinu og finnst það líka meiriháttar gaman
ég fékk bara nett svona "vá þessi pakki!" tilfinningu
litla sjálfstæðislega ofdekraða ég

en stillirinn hökti svo aftur í gírinn og á miðvikudagskvöldið fórum við að hitta vini hans Andrésar á kaffihúsi. Ég plataði þá á Rósenberg þar sem Svabbi var að trúbast af svo mikilli snilld og innlifun og þvílíkri raddfærni að ég held að vinirnir haldi að það sé frekar lítið á milli eyrnanna á mér.
ég bara gat ekki haldið mig inní samræðunum, því ég þurfti svo mikið að hlusta á Svabba. vá hvað hann var góður! Andrési fannst það líka :)
vona samt að ég hafi ekki staðið mig of illa í þessum kærustuskyldum ;)

á föstudaginn var ég í fríi og við sváfum svo til allan daginn
fyrir utan eitt stykki sundferð, nema hvað!

á laugardaginn hins vegar, var kominn tími á að bæta upp fyrir alla vikuna, og dagurinn var súperskipulagður í að hitta fólk.
svo mín fór í kærustugírinn og sinnti sínum skyldum, sem reyndar voru alls ekki slæmar, enda fólkið hans Andrésar allt frekar létt og hresst :)

enduðum kvöldið hjá koninu mínu sem, eftir ísát og spjall, gaf góðfúslegt samþykki fyrir áframhaldandi sambandi mínu við myndarlega Danann (það var líka hún sem byrjaði á þessari Danadýrkun sem virðist vera að smitast í hálfa íslensku kvenþjóðina ;)

samantekt yfir þessa 9 daga:
við fórum 3svar í sund
1 sinni í stutta fjallgöngu
3svar til mömmu hans
2svar til mömmu minnar
borðuðum 6 sinnum lambakjöt
og 7 sinnum ís
elduðum saman 5 sinnum
hittum fullt af fólki
horfðum á 2 myndir
og kúrðum mest

og núna þarf blessaði raunveruleikastillirinn minn að byrja á því á morgun að venja mig við að koma heim í tóma íbúð glorhungraða, með engan sem hlakkar til að elda með mér

og einu kærustuskyldurnar sem ég þarf að sinna er að passa mig að muna hvernig allir líta út, ef ég skyldi nú rekast á einhvern í Bónus :þ

bloggfrí

jamm

stóð nú svosem ekki til að fara í svona bloggfrí án þess að láta vita
þegar ég blogga ekki í lengri tíma er það annað hvort vegna þess að ég hef svo svakalega mikið að gera, eða að allt gangi á afturfótunum og ég bara meiki ekki að vera eitthvað að kvarta :þ

í þetta skiptið var það kærastinn sem kom í heimsókn til mín í heila 10 daga
og dagana þar rétt á undan var ég á fullu að gera allt sem varð að klára áður en hann kom ;)
meira um heimsóknina seinna

ég er allavega á lífi og líður að mestu leiti voða vel, nema hvað raunveruleikaskiptirinn minn er undir alveg gríðarlegu álagi
eftir að hafa allt í einu þurft að aðlaga sig að því að eiga mann sem beið heima á hverjum degi eftir vinnu og skóla, þá þarf núna að aðlagast því að hann sé farinn :s

jæja, best að fóðra aðeins líkama og sál

meira seinna

:D

07 október 2005

Strengir

mig langar svo á fantasíumyndina Strengi á laugardagskvöldið klukkan 20

Strengir er óvenjuleg, dramatísk og spennandi fantasíumynd fyrir börn og fullorðna. Við fyrstu sýn virðist Strengir vera hefðbundin ævintýramynd, en er frábrugðin að því leyti að allar sögupersón-urnar eru strengjabrúður. Allir strengir eru sýnilegir og gegna mikilvægu hlutverki í sögunni, t.d. er strengjabrúða drepin með því að klippa á “höfuð” strenginn. Þetta er fyrsta myndin í fullri lengd sem er gerð um strengjabrúður, og var fjögur ár í vinnslu. Myndin er um konungssoninn Hal Tara sem leggur upp í ferðalag til að hefna dauða föður síns. Á leið sinni lærir hann margt um fólkið sitt og finnur ástina þar sem hann á síst von á henni. Sagan segir frá ótrúlegu ævintýri Hal Tara, hugrekkinu, hættunum sem bíða hans, ástinni, hatrinu, og örlögum hans. Strengir hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna og hlaut meðal annars verðlaun sem besta evrópska fantasíumyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni á Spáni, 2004


sumsé greinilega mynd sem ég verð að sjá