Flestir sem þekkja mig að einhverju leyti ættu að vita að ég dæmi ekki karlmenn eftir bílum. Gæti varla verið meira sama um hvernig bíl einhver gaur á, eða hvort hann á bíl yfirleitt, enda á ég minn eiginn súper-kúl bíl (og ég á hann ALVEG skuldlausan).
Njet, pottþétt ekki bíla-hag, eða hvaþþær nú kallast.
Eeeeeeeeeeeeeeeeen
það er samt eitt við bíla sem ég nota samt til að dæma menn voða harkalega
sérstaklega þessa dagana
hvernig þeir eru skafnir
veit þetta hljómar eins og meyjustælar dauðans, en:
það er einfaldlega hættulegt að sópa ekki af þakinu!
af hverju?
við sem lendum í því að keyra á eftir þessum letihrúgum gætum fengið snjóköggul í framrúðuna.
og ef ekki er sópað af húddinu, þá getur ökumaðurinn sjálfur blindast og lagt sjálfan sig og aðra í hættu.
svo: lið sem bara klórar gægjugat og keyrir af stað er þar með að merkja sig sem lata, óskynsama, eigingjarna etc.
að maður tali nú ekki um hvað karlmenn sem aumingjast í kulda eru innilega ósexý
og hananú
:Dagbjört sköfudís
31 desember 2004
Cars and boys
22 desember 2004
Jólahugvekjan
Ég hef nokkrum sinnum verið spurð að því hvort ég haldi nokkuð jól, fyrst ég trúi ekki á guð. Þess vegna langar mig til að útskýra örlítið, um hvað jólin snúast:
Jólin snúast ekki um fæðingu frelsarans. Við vitum öll að Jesús Kristur (sem mér þykir reyndar voða vænt um) fæddist alls ekki 25. des. Það var Konstantín eða hvaðannúhét Rómarkeisari sem bjó til hina kaþólsku kirkju einhvern tíman um 300 eftir Krist, sem þurfti að sætta heiðingjana við nýja siði. Þeir dýrkuðu sólina og hvíldust því á sunnudögum, og héldu sína helstu hátíð þegar sól fór aftur að hækka á lofti. Svo Konstantíneðahvaðannúhét sagði "ok, við verðum kristin og trúum á einn guð föður almáttugan, og þið megið halda hvíldardaginn á sunnudögum og hafa aðalhátíð um vetrarsólstöður". Svo einfalt var það. Alveg eins og þegar Þorgeir ljósvetningagoði kom undan feldinum og sagði "ok, við verðum kristin en megum blóta í laumi og éta hesta". ( Og ekki gleyma að víkingarnir okkar héldu að sjálfsögðu líka jól, eða jólablót.)
Þetta skiptir auðvitað engu máli í dag. Kristnir mega alveg endilega halda uppá fæðingu Jesú á þessum degi. Þetta er bara til að sýna fram á að þeir eiga alls ekki einir þessa hátíð.
Jólin eru hátíð ljóssins. Þau koma okkur í gegnum þetta hræðilega svarta skammdegi sem hefði annars fyrir löngu gert út af við íslensku þjóðina. Við lýsum um skammdegið og fögnum því þegar lengsta nóttin er liðin að daginn fer aftur að lengja.
Jólin eru hátíð fjölskyldunnar. Þau snúast um að hlúa að þeim sem okkur þykir vænt um, minna þau á að þau eiga okkur að. Þau snúast um félagsskapinn og kærleikann. Ef við viljum ausa gjöfum yfir þá sem okkur þykir vænt um, þá megum við það líka, en það er samt nærveran sem skiptir mestu máli. Enginn ætti nokkurn tímann að fá að vera einn á jólunum.
Bróðir minn stríddi mér aldrei á jólunum. Það er jólaandinn. Andi friðar, umburðarlyndis og kærleika. Allir sem hafa fundið hann vita um hvað ég er að tala, og þeir vita líka að hann á alltaf við, hvort sem fólk trúir á Jesú, bara guð, Frey, einhvern annan eða alls engan.
Eitt enn: það er ekki mjög kristilegt að vera eigingjarn á jólin og ætla að banna trúlausum að halda jól. Jesús kenndi umburðarlyndi, fyrirgefningu og frið. Við skulum öll sömul halda áfram að breiða út þann boðskap með því að breyta eftir honum sjálf.
Gleðileg jól öll sömul! Knús og kossar til ykkar allra!
Dagbjört jóladís
17 desember 2004
Mín í 7 laga úrslit í jólalagakeppni rásar 2
Elsku besta yndislega rás2!
vagga íslenskrar tónlistarmenningar!
valdi
Fjólublágrámann
í 7 laga úrslit
jólalagakeppni
sinnar
það er hægt að kjósa um lögin hér
Fjólublágráminn er að sjálfsögðu nýji jóladúettinn með hljómsveitinni "Mín" sem ég og Erna Mín sömdum og sungum og útsettum og allt.
knús og kossar
:Dagbjört tónskáld
08 desember 2004
tónlistarfólk í desember
það er auðvitað bara klikkun
ég er ekki nema lítill ómerkilegur söngnemi, en engu að síður er söngdagskráin mín svona næstu rúmu vikuna:
- Föstudagur 10. des, kl. 20:00
Frumsýning nemendaóperunnar á Prakkaranum eftir Ravel þar sem ég syng hlutverk íkornans með fögru augun - Föstudagur 10. des, eftir kl. 23
gestasöngvari hjá hljómsveitinni Hrauni, sem treður upp á Café Rósenberg, með fjöruga jóladagskrá. - Laugardagur 11. des
frí (og laufabrauð) - Sunnudagur 12. des kl. 20:00
2. sýning á Prakkaranum - íkorninn verður á sínum stað - Mánudagur 13. des
Prakkarinn fer á flakk um grunnskóla borgarinnar - 2 sýningar (minnir mig) - Þriðjudagur 14. des
Tvær skólasýningar í viðbót á Prakkaranum - Miðvikudagur 15. des
Enn ein skólasýningin - Fimmtudagur 16. des
Jólatónleikar Söngskólans. Þar flytur hjómsveitin Mín nýtt íslenskt jólalag eftir okkur sjálfar. Svo er ég líka í nýjum oktett sem ætlar að syngja 2 hress jólalög þetta kvöld. - Föstudagur 17. des
Oktetinn, eða að minnsta kosti helmingur hans, treður upp í jólaveislu sviðstjóra Landspítalans - Laugardagur 18. des (kl. 15 eða 16 eða 17)
Óperukórinn heldur jólatónleika sína - Dagamun í desember
og þá
loksins þá
get ég farið að týna upp brotin af mínu none-existant lífi
ef það verður hægt
hæ hó!
vinir mínir!
eruð þið þarna einhvers staðar?
muniði eftir mér?
partý hjá mér á gamlárs, allavega, og þið megið öll koma með ykkar hyski og jólasveina!
07 desember 2004
Biblían
fékk að krota í biblíuna hjá m&p í gærkvöldi.
þar er óvenju mikið af titlum sem virðast höfða til mín, þó mér finnist algjör óþarfi að auglýsa gamlar bækur þar líka (bara af því að þær eru gefnar út í kilju núna, s.s. LoveStar)
á óskalistanum eru sumsé eftirfarandi:
Gerður Kristný (langar mest í hana)
Birna Anna (uppá fjörið)
Auður Jónsdóttir (akkuru ekki bara að skella sér á súperbókmenntirnar?)
hætti við Einar Má, því m tjáði mér að hún fengi "arfaslæma dóma"
langar samt pínu til að lesa um únglíngsár Óla sem stal matchboxbíl og ruglaði öllum skónum... (eða var það Emil?)
annars
*snökt*
verð ég á Íslandi um áramótin
*snöktsnökt*
og millijólaognýárs
*snöktsnöktsnökt*
svo ég kem til með að koma í veg fyrir ótímabært andlát úr leiðindum og söknuði (til storesös og pjakkanna) með því að mæta í vinnuna mína alla daga...
29 nóvember 2004
svefnvana
sko
veit ég á
eitthvað það besta líf sem hugsast getur
en ég á líka
eina fíkn
sem getur gert það að verkum
að ég hætti að sinna lífinu mínu
legg það á hilluna
og hætti að vera til
hætti líka að blogga
að sjálfsögðu
jamm,
ég féll um daginn
bara varð að hafa eitthvað að lesa í fluginu til New York
byrjaði voða saklaust
ein lítil 300 bls bók (hp 1)
svo önnur aðeins lengri (hp 2)
og önnur aðeins lengri (hp 3)
og allt í einu var ég dottin í 800 blaðsíðna doðranta! (hp 4 & 5)
gat ekki með nokkru móti fengið mig til að fara að sofa á kvöldin
gat ekki unnið meira en svo að fólk héldi ekki að ég væri dauð
var ekki mikið að hafa fyrir því að gefa sjálfri mér að borða
hvað þá hreyfa mig
vildi helst ekki hitta fólk heldur, en hjá því var reyndar ekki komist að þessu sinni
sem betur fer
og nú er ég búin með síðasta doðrantinn
sem betur fer
ÞVÍ ÞAÐ ER:
frumsýning hjá nemendaóperunni 10. des, á hinni frábæru óperu Prakkaranum eftir Ravel. sýningar í Ými, Skógarhlíð. Mjög skemmtileg uppfærsla, mikið dansað og alls konar fjör.
flutningur á Mozart Requiem næsta laugardagskvöld/sunnudagsmorgun, um miðnætti, í Langholtskirkju. Óperukórinn og félagar úr Sinfó. Flottasta klassíska verk sem samið hefur verið. verkið sem ég ætla að deyja við.
jamm, það er allt á skrilljón
mun ekki leyfa mér að lesa aftur fyrr en eftir 25 daga, nánar tiltekið að kvöldi hins 24. des, þegar ég skríð uppí rúm með glænýja jólabók.
en hvort á ég að panta Gerði Kristnýju eða Birnu Önnu eða Einar Má?
26 nóvember 2004
"já en svo vilja þær bara einhverja aumingja"
sko
kæru vinir
þetta er pínu misskilningur
en samt bara pínu
það er ekki rétt að allar konur vilji stráka sem koma ílla fram við þær.
hins vegar
(ath. það sem er hér að neðan byggist á minni reynslu af þeim fjölmörgu ungu konum sem ég þekki)
eiga mjög margar ungar konur það til
að taka út svona tímabil
þar sem þær vilja bara það sem þær kalla "vonda stráka" og á að vera eitthvað voða frelsandi eða kúl eða eitthvað
en ef þeir meiða þær
og kannski trekk í trekk
nokkrir
fá þær á endanum nóg
fullorðnast
og fatta að "góðu strákarnir" (vá hvílík einföldun, því þeir eru auðvitað margbrotnir, þessi yndi) tóku sig til og breyttust í alvöru karlmenn, á meðan hinir (þeir "vondu") eru ennþá fastir í einhverri 17 ára lúppu og eru bara frekar sorrý
og eins og allir vita þá er ég ennþá einhleyp vegna þess að ég miða karlmenn við mesta góða strák allra tíma, sjálfan Jónatan Ljónshjarta.
(jájá, ég veit, ég veit. hann er ekki til. yrði líka bara alveg himinlifandi með einhvern á við pabba)
22 nóvember 2004
Hurðaskellir - húrra!
í áframhaldi af umræðu okkar frænkanna um Kertasnigil, rifjaði ég upp hver var uppáhalds jólasveinninn minn í æsku
Stúfur var jú alltaf voða sætur
Gluggagægir beinlínis scary
flestir hinna vildu bara ræna sér einhverjum mat...
en Hurðaskellir! hann var annað og meira en aðrir jólasveinar
í mínum augum var hann táknrænn - lífsgleðin og kætin holdi klædd
hann nefnilega skellti hurðum, og það var sko bannað á mínu heimili!
ég skildi aldrei af hverju, því ég skellti aldrei hurðum í viljandi óþekkt eða reiði.
var bara að sprella og leika mér í einhverjum loftköstum og hurðirnar áttu það til að þurfa að lokast með miklum hraða.
það að banna hurðaskelli er eins og að banna börnum að hafa hátt sem er eins og að banna börnum að leika sér sem er eins og að banna börnum að vera börn sem er auðvitað ekkert annað en glæpur gegn mannkyninu með það eina markmið að útrýma gleði og kátínu æskunnar.
en Hurðaskellir! hann lét sko ekki bæla úr sér kætina, þrátt fyrir að vera reglulega flengdur með vendi!
hann kunni að lifa lífinu lifandi!
hann skellti hurðum!
húrra fyrir Hurðaskelli!
19 nóvember 2004
Kertasnigill og tannfræðingar
Bróðurdóttir mín er mikil gersemi.
Í gær hringdi hún til að tilkynna að hún hefði misst tönn, og ræddum við í kjölfarið um alla heima og geima.
meðal annars tjáði hún mér að uppáhaldsjólasveinninn sinn væri Kertasnigill. blessað barnið hafði ekki hugmynd um tilvist sagnarinnar "að sníkja", svo hvernig í ósköpunum átti hún að heyra þetta skemmtilega jólasveinanafn?
hún tilkynnti mér líka hvað hún ætlar að verða þegar hún er orðin stór:
"Listakona og tannfræðingur!"
(eins og Lísa, fjölskyldutannfræðingurinn okkar, sem skoðar reglulega í henni tennurnar, og er greinilega frábær við krakkana)
frænkan svaraði þá:
"þegar ég var 5, þá ætlaði ég að verða söngkona"
þetta var vinsælt svar:
"Þú ERT söngkona!"
...reyndar enn að læra það, en... alltaf gott að heyra að svona 5ára draumar geti ræst.
lýst heldur ekki ílla á samsetninguna.
eitt skapandi og eitt praktískt.
eins og hjá frænkunni ;)
:D
13 nóvember 2004
Reykjavíkurlistinn - Im Memoriam
fallegi draumurinn sem ég hjálpaði til við að gera að veruleika fyrir 10 árum er núna um það bil að deyja.
og ég -skæl- fékk aldrei að kjósa hann
fyrir 10 árum var ég ekki orðin 18
fyrir 6 árum voru m&p búin að flytja mig í höllina í Kóp
fyrir 2 árum bjó ég í Quebec
og núna
þegar ég er loksins loksins loksins flutt aftur í mína ástkæru heimaborg
þá er þetta allt saman búið
kannski pínu sjálfselska að ætlast til að þau biðu eftir mér.
snökt
vil samt taka það fram að ég hef ekkert sérstakt á móti tilvonandi borgarstýru.
hef bara aldrei tekið neitt sérstaklega eftir henni á jákvæðan né neikvæðan hátt. og það er einmitt vandamálið. sé ekki að hún hafi nógu mikil pólitískan sjarma til að leiða listann til sigurs eftir 2 ár.
og svo er aftur spurning hvort að það sé nokkrum lista hollt að sitja of lengi við völd.
nokkurs staðar.
væri t.d. alveg til í að grafa Miklubrautina. getur varla verið mikið dýrara en öll þessi jarðgöng úti á landi, en myndi þjóna miklu fleirum.
finnst líka allt í lagi að rífa nokkur ljót fúnkishús frá 1960ogeitthvað til að gera almennileg gatnamót.
einhver var að hvísla því að mér að frú tilvonandi sé með forneskjulegar hugmyndir um samgöngumál. vona að það sé bara slúður.
hmmmm
spurning hvort að Sjálfstæðisflokksmeirihluti í myndi loka Söngskólanum...
ííííííííííííík
en með Villa Þvill og Steinu Val að berjast um stólinn næst...
er þá ekki bara spurning um eitthvað nýtt og ferskt framboð með sterkan leiðtoga og framsæknar hugmyndir?
samt...
muniði hvernig þetta var B.S. (Before Solla)?
engir leikskólar, nema fyrir einstæðar mæður, og þá bara hálfan daginn
brrrrrrrrrrr
skólinn var hálfan daginn, þ.a.l. stundum eftir hádegi - oj
allir peningarnir fóru í að reisa fokdýr minnismerki um Dabba - minnir mig...
man bara hvað borgin var eitthvað litlaus og óspennandi þá
og núna er þetta einhver flottasta borg í heimi, þrátt fyrir smæðina. og enn á uppleið þrátt fyrir umferðarhnúta.
lengi lifi mín ástkæra Reykjavík
09 nóvember 2004
New York
...var ÆÐI!
Óperukórinn
er stórkostlegurCarnegie Hall
magnaður salurGarðar
frábær stjórnandiog New York New York New York!
hefði getað verið þar viku í viðbót, og samt ekki náð að gera allt sem mér fannst algjört möst. finnst hálf asnó að vera bara komin heim...
og
ég
er lúin
svo
meira seinna
*knús og kossar*
01 nóvember 2004
29 október 2004
þögn
var ekki ætlunin
að vera svona þögul
þessa dagana
er reyndar að rifna úr spenningi
4 dagar í New York
Metropolitan
La Traviata
Carnegie Hall
osfrv.
það er bara
allt á fullu
þessa síðustu daga
allt þarf að vera klárt
allt utanað
öll föt hrein
(þrátt fyrir bilaða þvottavél í 3 skiptið á árinu...)
hárið nýklippt
öllu skilað af mér í vinnunni
kem heim á kvöldin
dauð
uppgefin
eins og núna
*geisp*
og svo er ég að reyna að losna við skrímsli...
25 október 2004
eilíf fortíð
hafiði lesið fyrstu Narníubókina, Ljónið, nornin og skápurinn, eftir C.S. Lewis, þar sem nornin réði og eilífur vetur ríkti í Narníu?
Ég held að eitthvað skyldfólk hennar hljóti að hafa náð völdum á Íslandi :(
Þetta skyldfólk vill hneppa Ísland í eilífa fortíð.
ekki nóg með að það vilji virkja Skagafjörð, einhvern fegursta stað á jarðríki, nú er líka farið að tala um álver í Eyjafirði!!! Á nú að stinga augun úr fjallkonunni OG skera af henni nefið?
mér líður eins og ég sé föst í einhverju hræðilegu ævintýri, þar sem verið er að leggja hræðileg álög á ökkur öll, og allt landið.
það versta er, að þar sem ævintýrið er að hefjast, þá á landið ábyggilega eftir að vera í álögum í a.m.k. 100 ár áður en góðu vættirnar mæta á svæðið og frelsa það sem þá verða afkomendur okkar. hvort sem það verður ljón eða lítil stúlka (eða geimvera)
en við og börnin okkar og börnin þeirra munum héðan í frá og alla okkar ævi vera hneppt í þessi álög, dæmd til að búa í landi eilífrar fortíðar.
Ísland, ég græt örlög þín!
hungur í glugga
svo virðist sem ég sé farin að finna fyrir alveg nýrri tegund af hungri.
hungri eftir upplýsingum, fróðleik og innsýn inní heiminn og fólkið alls staðar og á öllum tíma fyrir utan... og þar er stóri punkturinn:
fyrir utan það sem er ýtt að mér
gæti ekki verið meira sama um hjónaband Britneyjar
vil ekki vita um nýjustu viðskiptahugmynd Madonnu
osfrv.
allt í einu vil ég vita það sem mér er ekki sagt í 4 miðlum á dag, það sem ég þarf að hafa fyrir því að komast að
allt í einu vil ég horfa á sjónvarpsþætti sem eru ekki framleiddir í BNA (nema þá framsýnt fólk eins og Joss Whedon hafi framleitt þá)
ég vil heyra fréttirnar sem okkur eru ekki sagðar
nema í speglinum, sem er besti útvarpsþáttur á Íslandi, sendur út á Gufunni, rás 1, FM 93,5 alla virka daga eftir 6 fréttir (ca. 18:30)
það er ástæða fyrir því að okkur eru ekki sagðir allir hlutir
það eru aðrir sem ákveða hvaða tónlist við hlustum á, hvaða sjónvarpþætti við horfum á og hvaða fréttir við heyrum.
þetta hefur ekki alltaf verið svona, en virðist vera að aukast. áhrif að vestan?
til að halda upplýsingunni, þarf kona því, þessa dagana, að hafa fyrir því að leita uppi sannleikann sem varla er sagður nema í undirmálsgrein ef þá það. en hönnuðunum sé lof fyrir internetið, sem ber í sér að geta losað okkur undan oki fjölmiðlarisanna, hvort sem er í tengslum við upplýsingu eða afþreyingu.
og rúv sé lof fyrir spegilinn sem opnar konu sífellt nýja glugga að framandi samfélögum og furðulegum hugsunarhætti okkar sjálfra
hitt er annað mál að það er engann veginn hægt að segja til um hversu langan tíma mun taka að seðja þetta nýja hungur
19 október 2004
p.s.
þetta væri auðvitað bara einn af mörgum hlutum sem ég myndi breyta ef ég væri almáttug í einn dag :D
ef ég væri almáttug í einn dag
þá myndi ég veifa töfrasprotanum mínum svo allir í heiminum litu út nákvæmlega eins og þeir vilja líta út.
væri það ekki æðisleg?
þá gætum við bara hætt öllu þessu bölvaða útlitskjaftæði og fordómum og snúið okkur að því sem býr innra með fólki.
eða kannski að allir í heiminum litu eins vel út og þeir mögulega geta miðað við eigin gen, þ.e. væru í optimal formi og alles... kannski ekki alveg sanngjarnt samt, og myndi ekki virka í heiminum eins og hann er í dag, því miður, því það væri auðvitað miklu eðlilegra...
en ef allir mættu líta út nákvæmlega eins og þeir vilja, hverju myndir þú breyta?
persónulega myndi ég breyta... vá hvað ég vildi óska að ég væri nógu töff til að geta sagt engu, but hey! I'm a woman after all!
væri nebblilega til í að vera með kroppinn minn frá því í maí '98, þegar ég gat sett ennið oní hné án þess að finna fyrir því...
en sko, það er ekki málið, heldur:
hvernig ætli heimurinn væri, ef útlit væri bara ekkert issue?
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
15 október 2004
ekki minn svanur
undarlegi fugl
ég veit
ekki hvað þú heitir
samt þekki ég þig
í sjón
þú varst
einu sinni
í búrinu mínu
varst
búrið mitt
ég þitt
hvað segirðu?
ég skil ekki sönginn
þinn
lengur
14 október 2004
tónlistin til að deyja við
eitthvert það fallegast og best samda verk sem nokkurn tímann hefur verið samið
það er Requiem Mozarts
það síðasta sem hann samdi
svo dó hann
set það alltaf á þegar ég fer í bað
og þegar mér líður... þannig
hef margoft lýst því yfir, að ef ég megi velja hvaða tónlist ég hlusti á þegar ég dey, þá verði það Mozart Requiem
og nú, nú nú nú nú nú! er ég sjálf að fara að syngja í Mozart Requiem, með kórnum.
Húrra!
þetta verk! vá! vá! svo fallegt! svo áhrifamikið!
(þeir sem ekki þekkja það, hluti úr því var notaður undir árás Nightcrawler á forsetann í X-men 2)
mæli tvímælalaust með þessum tónleikum, en þeir verða 4. des. (nánar síðar)
jamms, og svo fyrst að ég verð búin að læra Mozart Requiem, þá get ég, þegar ég dey (vonandi í hárri elli), ef það verða ekki neinar græjur tiltækar, sungið það sjálf fyrir sjálfa mig. og ef ég hef enga rödd, þá syng ég það bara í hausnum á mér.
Requiem aeternam dona eis, Domine: et lux erpetua luceat eis.
Kommúnismi 21. aldarinnar?
eins og kom fram hér neðan var ég á laugardagskvöldið stödd í partýi sem var að mestu leyti undirlagt frjálshyggjufélaginu, eða "félaginu" eins og viðstaddir kölluðu það. Þar sem ég myndi líklegast flokkast sem einhverskonar markaðssinnuð félagshyggjukona, þá gerði ég að sjálfsögðu ráð fyrir að þurfa að standa í einhvers konar stappi, en hafði, sem betur fer, rangt fyrir mér.
flestir voru guttarnir hinir allra prúðustu, enda þeir alræmdustu vanir að vera lagðir í einelti hvar sem þeir láta sjá sig, og ekki á því að skemma djamm með svoleiðis stappi. því var þetta í alla staði hið fínasta partý, enda gestgjafinn duglegur við að gæta að því að ekkert glas væri nokkurn tímann tómt ;)
get þó ekki sagt annað en að það hafi verið áhugavert að "skoða" þessa ungu menn (já og konur!). sérstaklega þessa yngri.
heitir ungir menn í flauelsjökkum með pólitísk barmmerki, óklippt hár, með brennandi trú á háleitri hugsjón, sem þeir sinna af ákafa.
hljómar eins og mennirnir sem ég slefa stundum yfir í bíómyndunum sem eiga að gerast fyrir 100 árunum...
þá var hugsjónin bræðralag manna og að brjótast úr fjötrum stéttaskiptingar sem hafði bundið menn í aldir
nú er hugsjónin frelsi frá þessu sama bræðralagi sem gerði alla jafn... fátæka segja sumir, ríka segja aðrir
hugsjónin þá var ótrúlega falleg, en hún gekk ekki upp...
hugsjónin núna...
dæmi hver fyrir sig
:D
p.s. lenti reyndar í einu pólitísku samtali í partýinu, en það var við unga konu sem var komin langleiðina með að sannfæra mig um að kjósa VG ;)
11 október 2004
jöklar
þegar jöklar bráðna
flæða árnar yfir bakka sína
stjórnlausar
trylltar
og eyða öllu sem fyrir þeim verður
gróður
girðingar
hús
brýr
hrynja
stundum er
flóðið ekki svo mikið
jökullin bara örsmár
eða kannski bara sandur og eyðimörk umhverfis þá
en tjónið getur líka verið
óbætanlegt
að eilífu
svo það er alveg ljóst að sumir jöklar eru betur látnir
óþýðir
vera
texti vikunnar
er alveg yfir mig heilluð af lagi og texta með henni Silje Nergaard. Lagið heitir "Lullaby for Erle" og textinn er SVO yndislegur:
Lullaby to Erle
Mothers have woven a black velvet ocean
and spread it between the night and day shores
so that children might sleep, gently rocked by the motion
of waves beneath boats built by fathers like yours
With you safe aboard by the shore we will linger
and watch as your breathing it fills up the sail
you loosen the moorings....your grip on our finger
and leave on the velvet a silvery trail
Alone on the shore with our hearts close to breaking
we stand in the wake as you glide from our reach
calmed by the thought that the voyage you're taking
will bring you at dawning back safe to this beach
We cannot sail with you, be there to guide you
or pilot your boat through the dark of the night
but no ocean cap keep you, no darkness can hide you
away from our love and its undying light.
© Mike McGurk
haldiði að það sé yndislegt!
09 október 2004
undirbúningur undir "ze party of political horrors"
er að fara í partý í kvöld til eins stofnenda Frjálshyggjufélagsins
þar verða að öllum líkindum öfga frjálshyggjumenn í gríðarlegum meirihluta, eða Libertarianists eins og þeir kallast.
Libertarinismi, er, þrátt fyrir nafnið, ekki stjórnmálaskoðun, heldur trúarbrögð, og beita þeir oft brögðum sem við þekkjum frá sértrúarsöfnuðum til að fá fólk í lið með sér.
sumsé, í kvöld verð ég í partýi með 10 - 20 plebbastrákum sem hafa aldrei tekist á við neitt í lífinu sem myndi kallast erfitt, því "svoleiðis" er auðvitað bara fyrir aumingja. merkilegt... veit um suma sem myndu kalla "svoleiðis" að lifa, en það eru auðvitað bara fordómar.
og þeir munu eflaust margir reyna að heilaþvo mig til að sjá ljósið.
er ekki alveg búin að gera upp við mig hvaða taktík ég ætla að beita.
freistandi er að vera überkúl og kinka bara brosandi kolli með ég-veit-reyndar-sannleikann-sem-þið-skiljið-ekki svip, án þess að segja neitt mikið meira en kannski. "Já! áhugavert að þú skulir skilja þetta svona!"
eða vera ennþá meira óþolandi og svara öllu sem þeir segja með furðulegum spurningum:
- "heldurðu að það geti verið að 7 sé lausnin á öllum stærðfræðigátum heimsins?"
(það að 7 sé svarið er reyndar alveg jafn líklegt og að hugmyndafræði Libertarianista gangi upp) - "þykir þér vænt um einhvern?"
- "af hverju heldurðu að það séu engar konur sem aðhyllast þessi trúarbrögð?"
en sko
ég þekki mig
og ég veit að ég á erfitt með að missa mig ekki út í spennandi rökræður.
þess vegna hef ég verið að skoða grein (eftir Mike Huben) sem heitir "A Non-Libertarian FAQ", og fellir öll helstu Libertarianista rökin. mæli með henni og líka "Libertarianism Makes You Stupid" (eftir Seth nokkurn Finkelstein).
en hvað er ég yfirleitt að spá að fara í þetta partý? gæti ég ekki bara sagst vera lasin? upptekin?
forvitni, vinir mínir, forvitni
er ég ekki líka yfirlýstur ævintýrafíkill?
jííííha!
08 október 2004
klikkun?
velti því fyrir mér í vikunni (nánar tiltekið á miðvikudaginn) hvort ég væri ekki bara klikkuð.
ég meina, hversu rugluð þarf kona að vera til að halda að kona geti orðið tónskáld!
það geta allið samið lög!
come on!
en sko, þá þurfa einfaldlega allir listamenn að vera klikkaðir til að ná árangri.
hafa einhverja hálf sturlaða og óþolandi trú á sjálfum sér, að halda að þeir geti náð einhverjum frama í listgreininni.
er það ekki líka þess vegna sem öðrum finnst þeir svo óþolandi
"díses, það er aldeilis að hún er með dívustæla þessi! heldur að hún sé svo miklu æðislegri söngkona en við hinar!" - ekki óalgeng ummæli í mínum skóla
sannleikurinn er bara sá að ef kona á ekki að setjast niður og hágrenja hvern einasta dag í þessu blessaða námi, þá er eins gott að kona sé pínu raunveruleikafirrt að þessu leyti. og til að meika það að standa á fætur fyrir framan fullum sal af fólki og gera eitthvað sem er þess virði að fólk eyði tíma í að hlusta á það...
vá, þá verður kona bara að geta blekkt sjálfa sig og sagt:
"ég er ÆÐI!"
standa svo upp og heilla alla uppúr skónum!
nokkuð sem ég bara verð að læra að gera í vetur...
en sko, það er eitt að halda að kona geti orðið söngkona, en tónskáld!
yeah right!
hver á nokkurn tímann eftir að fíla lög eftir mig
jamms, svo mætti ég í skólann og allir búnir að frétta að ég hefði flutt lag eftir sjálfa mig í deildinni daginn áður. Violetta heimtaði að sjá það og svo þegar hún hafði fengið að skoða fór hún að skamma mig... fyrir að vera ekki að læra tónsmíðar!
hmmmm... það kemur kannski að því einhvern daginn - en það er engu að síður alger klikkun
og hananú!
p.s. til hamingju með afmælið á miðvikudaginn elsku bestu yndislegu Toddi og Fritz. *músjímúsj*
07 október 2004
klikkun
er orðin svaka dugleg að aka á milli 3ggja staða, á öllum tímum dags. mínar leiðir eru oftast:
vesturbær - hlíðar
hlíðar - vesturbær
vesturbær - snorrabraut
snorrabraut - vesturbær
það kemur svo sem ekkert á óvart að Miklabraut/Hringbraut sé umferðarmartröð. það sem ég bjóst hins vegar ekki við, var hversu mikil umferð er á henni ALLTAF ALLAN DAGINN!
það er helst að það sé aðeins minni umferð á milli 10 og 11 á morgnanna, en frá 11 og fram yfir kvöldmat er hrein geggjun að ætla sér að aka hana. Að ég tali nú ekki um að vera svo bjartsýn að ætla að taka vinstri beygju af Hringbraut inná Snorrabraut.
þarf varla að taka fram sturlunina sem er á þessari leið á milli 7:30 og 10:00 á morgnanna.
er komin með einfalda lífsreglu í þessum málum:
Sæbraut, Sæbraut, Sæbraut!
Hvað er ég annars að gera á einkabíl?
já, sko, vildi óska að kona gæti hjólað. kona er bara alltaf með svo feikilega mikið af farangri meðferðis. t.d. 30 kg skólatösku OG aðra tösku með leikfimi og/eða sunddóti. auk þess er vandi að hjóla þegar það er ekki til sturta á áfangastaðnum...
úffidípúff!
05 október 2004
p.s.
Ástkæri herra Davíð ástarskáld!
það var yndislegt að drekka af brunninum þínum, vonandi fyrirgefurðu mér ef ég leyfi mér að gera það einhvern tímann aftur
krunk, krunk, krá
virðingarfyllst,
Dagbjört dís
frumflutt
eða þannig!
söng sumsé Krumma, lag eftir sjálfa mig við ljóð Davíðs ástarskálds, í Ljóða og Aríudeild niðrí skóla í dag. það tókst nú ekki betur en svo að ég klikkaði á tveimur innkomum, ef ekki þremur, enda skrambi erfitt verk, sem ég hef sumsé lagt miklu meiri vinnu í að semja heldur en að læra, undanfarna viku. Ein innkoman klikkaði reyndar bara af því að ég gleymdi mér yfir því hvað Ólafur Vignir spilaði millikaflann fyrir píanóið vel. húrra!
en úff, næst þegar ég syng verk eftir sjálfa mig, þá þarf ég meiri fyrirvara til að æfa að syngja það.
góðu fréttirnar eru auðvitað þær að verkið sjálft vekur mikla hrifningu þeirra sem á hlýða, þó að söngurinn í dag hafi ekki verið uppá marga fiska. veit að ég get sungið þetta betur, og eins gott, því ég ætla að syngja þetta á tónleikunum í vetur og svo aftur í vor. kroppurinn minn er búinn að vera soddan drusla mestallt haustið, og mér tókst að láta rigna mig rækilega niður þegar ég gekk til góðs í tæpar 4 klst á laugardaginn...
vill einhver skipta við mig um kropp?
en þá er það bara næsta lag á dagskrá: jólalag fyrir mig og Ernuna mína, og nokkrar góðar hugmyndir nú þegar komnar á blað...
03 október 2004
vantar vs. langar
jæja, þá hefur sultarólin formlega verið hert!
hér með skiptist allt í tvo flokka:
"vantar" flokkinn og "langar" flokkinn
það má eingöngu kaupa hluti úr vantar flokknum, t.d.
- mat (en eingöngu úr bónus)
- bensín (en eingöngu úr atlantsolíu)
- 200 GB harðan disk (gat ekki lengur samið tónlist vegna plássleysis - algjört neyðarástand!)
- sjampó, hárnæringu, sápu osfrv.
- jólagjafir
annað má alveg bíða betri tíma, t.d.
- ný gleraugu
- ný stígvél
- nýjar millistærðarbuxur
- föt yfirleitt
- klipping
- geisladiskar
- tónleikar
- dvd - (sjáum til með Roswell)
- áfengi
sumsé, algjör óþarfi :)
hamingjusami fátæki listamaðurinn
01 október 2004
pempíur
sé ekki alveg tilganginn með karlkyns pempíum.
ég meina: til hvers eru þeir til?
þeir eru augljóslega ömurlegir í rúminu, slæmir til undaneldis, geta ekki tekið til hendinni (hún má ekki verða óhrein) við nokkurn skapaðan hlut, svo jafnvel þó þeir hafi vöðva, þá eru þeir gjörsamlega gagnslausir.
þeir eru vonlausir vinir, því um leið og maður þarf eitthvað á þeim að halda, þá láta þeir sig hverfa (ertu veik? ekki smita mig!!!! ha túr? ertu rauðsokka???)
þeir geta því í rauninni ekki neitt annað en að vera sætir!
þeir eru púddelhundar! af hundaætt, en ekki raunverulegir hundar, og um leið og þeir sjá kött þá hlaupa þeir uppí tré.
sumsé ekki raunverulegir karlmenn, heldur bara úrkynjuð grey.
það sorglega er, að þeir eru ört vaxandi kynstofn.
skyldu þeir fjölga sér með frumuskiptingu eða kannski knappskoti?
úreldar algildar staðreyndir
einu sinni trúði ég því að hverjum einasta manni þætti konan sín sú fallegasta í öllum heiminum. það var því ósköp einfalt fyrir karlmann að finna sér konu. einn góðan veðurdag sá hann þá fallegustu sem hann hafði nokkurn tímann séð, og þar með var það afgreitt.
það eru líklega svona 20 ár eða meira síðan þetta var eðlilegasta heimsmyndin fyrir mér.
eitt var sem betur fer rétt við þetta:
þá (fyrir 20) hafði hver og einn ólíkan smekk á því hvað er fallegt.
núna
hins vegar
er pínt oní okkur tilbúnum staðalímyndum um hvað er fallegt og hvað ekki.
og mér er tjáð að hvaða karlmaður sem er myndi yfirgefa óléttu konuna sína fyrir Britney Spears.
ég vil trúa því að maðurinn sem sagði þetta hafi of lélegt álit á eigin kyni og dæmi alla út frá sjálfum sér í þessum málum.
ég get hins vegar ekki annað en tekið eftir því hvernig smekkur okkar verður einsleitari með hverju árinu.
nema hvað!
þetta er 21. öldin, það er hægt að skipta um rasskinnar eins og nærbuxur. nú, loksins, getur ytra útlit okkar verið háð tískusveiflum!
og þar með er ég komin að hinum algilda sannleikanum sem er í þann veginn að verða úreldur: hef alltaf ætlað að ala börnin mín upp á hollum mat, og við mikla hreyfingu. ætlaði nefnilega að predika:
"Við verðum að fara vel með kroppinn, því við fáum bara eitt stykki og það verður að endast okkur alla ævi!"
en loksins þegar ég eignast börn (í síðasta lagi 2017) þá verður þetta að öllum líkindum ekki satt lengur.
púff!
29 september 2004
hraðís-kassi
ísbúðin mín, í næstu götu, gerir besta ísinn. það er hægt að velja um gamla mjólkurísinn eða nýja rjómaísinn. báðir himneskir.
í kvöld fór ég þangað klukkan 22, til að ná mér í smá skammt af sjaldgæfu sukki
biðröðin náði útá götu, eins og svo oft í sumar
nú er hins vegar 28. september og ekkert hlýtt
ég beið í 30 mínútur eftir ís
það voru 6 eða 7 manns á undan mér
allir með þeyting
þeytingsfólk
eins og flestir íslendingar
tekur 5 mínútur að afgreiða hvern þeyting
tók innan við mínútu að afgreiða mig...
væri SVO til í svona hraðkassa í ísbúðum
fyrir þá sem vilja kaupa ís í brauði eða boxi
annað:
þeytingur er ekkert annað en dulbúið sælgæti
álíka mikið og 1/3 lítri af ís OG eitt súkkulaðistykki, jafnvel meira
sumsé, þeir sem fá sér þeyting eru að fá sér bæði ís OG nammi
það er samt ekki þess vegna sem ég er ekki þeytingskona.
mér finnst ísinn bara bestur eins og hann er, án frosins og harðs súkkulaðis
verði ykkur að góðu ;)
27 september 2004
mánudagsógleði
í dag bý ég ein í stórum helli
það er erfitt að rata inní hann, því engum hefur tekist að finna opið
nema mér
ég er búin að mála myndir á suma veggina
það er reyndar svo mikið af veggjum að ég gæti málað áfram til eilífðarnóns
ef ég verð lokuð inni svo lengi
en til hvers að mála þegar enginn getur séð það?
áðan fór ég út til að mála fyrir heiminn
en þá kom hýena og át úr mér magann
24 september 2004
tilvitnun dagsins
Spillti gamli karlinn: "If you're finished, this is the men's room!"
Sydney Bristow: "Who let you in?"
úje!
Konur sem lemja vondu karlana í klessu
seinir kanar...
einhvern tímann í kringum 1990 fékk ungur maður, sonur sterkrar móður, einkar framúrstefnulega hugmynd.
hann vildi taka sætu stelpuna í hryllingsmyndunum úr fórnarlambsstöðunni, og gera hana að aðalhetjunni.
klikkun?
í upphafi 10. áratugarins: já!
Kvikmyndaver sem ákvað að framleiða myndina hans gat ekki skilið hugmyndina öðruvísi en brandara. Hann var á undan sinni amerísku samtíð. Gekk út áður en myndinni var lokið, en engu að síður kom hún í kvikmyndahús árið 1992. Frekar þunn...
Spice
nokkrum árum síðar tóku 5 breskar stelpur sig saman og stofnuðu hljómsveit. engin þeirra var afburða hæfileikarík, falleg né mjó, en saman voru þær algjört æði, bókstaflega. þær urðu einfaldlega einhver frægasta hljómsveit í heimi fyrr og síðar.
og slagorðið var:
Girl Power!
og þar með hófst byltingin. allt í einu fannst engum asnalegt að stelpur væru hetjur eða flottar eða merkilegar.
eitt stykki sjónvarpsstöð hringdi í unga ameríska manninn, sem var þá reyndar orðinn rúmlega þrítugur, og bauð honum að endurlífga hugmyndina um ofurhetjustelpuna.
í kjölfarið komu 7 þáttaraðir af sjónvarpsþáttum sem gjörbreyttu viðmiðum í sjónvarpi og kvikmyndum. Þættirnir sameinuðu óborganlegan húmor við hrylling, spennu og átakanlegt mannlegt drama sem flestir geta samsamað sig við. Og að sjálfsögðu:
Ljóshærða sæta stelpan er hetjAN, aðal mesta flottasta og bestasta hetjan, og hún lemur karlkyns, kvenkyns og hvorugkyns vondu karla í klessu sjálf, og bjargar heiminum aftur og aftur. stundum nýtur hún reyndar aðstoðar bestu vinkonu sinnar, sem er alveg súperklár stelpa.
sumsé snilldin:
Buffy the Vampire Slayer
og nú kippir sér enginn lengur upp við að sjá gellur taka kung fu spörk hægri og vinstri. Þær sem eru mest áberandi þessa dagana eru:
- The Bride, aka. Black Mumba (meistaramorðingi úr Kill Bill)
- Sydney Bristow úr Alias (ok ekki kannski raunsæjustu þættir í heimi, en vá hvað er gaman að horfa á hana taka þessa gömlu spilltu karla í bakaríið)
- Fa Mulan sem bjargaði Kínaveldi frá vondu Húnunum.
- Charlies Angels (ok froða froða...)
nennti ekki að sjá Catwoman. búningurinn var blátt áfram niðurlægjandi!
það og sú staðreynd að aðalvondikarlinn var kona bendir til að höfundarnir hafi algjörlega misskilið hugtakið "Girl Power!" pppppffffffft
hugtakið
snýst að sjálfsögðu um að konur sigri karlmenn, en ekki aðrar konur. sannleikurinn er nefnilega sá að við þurfum allar að vera ofurhetjur til að komast áfram. mamma hafði því miður rétt fyrir sér. við erum enn að slást. þurfum enn að taka kung fu spörk hægri og vinstri.
sem betur fer er stríðið lengra komið hér heima og á Norðurlöndunum en annars staðar í heiminum. ástæðan? jú, við vorum einfaldlega nokkrum áratugum á undan. hér var það nefnilega kona nokkur sem fékk snilldarhugmynd. framúrstefnulega. frábæra. það sem meira var, hún setti hugmyndina í barnabók sem breytti heilli kynslóð. og kynslóðinni þar á eftir líka. hún bjó til mestu og flottustu og sterkustu ofurhetju allra tíma í líki rauðhærðrar stelpuskjátu í mislitum sokkum.
ojú, Lína Langsokkur er VÍST sterkasta ofurhetjan í öllum heiminum og hún myndi VÍST geta lamið Superman og alla hina DC og Marvel karlana í klessu, án þess að svitna!
og hananú!
23 september 2004
opið bréf til hins eina sanna Davíðs
Elsku Davíð!
Ég veit að ég er engann veginn þess verðug að semja tónlist handa þér
en ég bara verð
þú átt orðin
ég skil
ég sem vildi óska að ég héti Dísa, á meðan blómin anga...
...en nú kemur bráðum vetrarnóttin og breiðir hlýju vængina sína yfir mig
og þig
engin íslensk kona sem hefur kynnst þér er ósnortin.
hvernig getur karlmaður skilið konu á þennan hátt?
lífið, ástina, sorgina. allt.
þú ert ómótstæðilegur!
svo þú skilur, að ég bara verð fá að dýfa lúkunum í brunninn þinn
djúpa
að minnsta kosti einu sinni
náðarsamlegast
Dagbjört dís Jónsdóttir
p.s. krummi gamli er svartur, og krummi er fuglinn minn
19 september 2004
Og enn er verkfall
Skil ekki alveg þessi nútíma verkföll. Finnst þau ekki bera neinn árangur. Bara skaða. Skaða nám barnanna. Skaða ímynd kennara.
Skil ekki af hverju þarf að leggja menntakerfið á hliðina í 6 vikur + til áður en hægt er að ná samningum. Af hverju er ekki bara hægt að gera sömu samninga strax? Getum við ekki bara farið í pínu ímyndunarleik og þóst vera komin ca. 8 vikur fram í tímann, og gert okkur í hugarlund hver niðurstaðan yrði. Sest svo niður og skrifað undir. Og sjá! skóli á morgun!
Nei! nei! nei!
Það má ekki semja við kennara! Þá kemur nebblilega verðbólga. Ef kennarar fá launahækkun þá vilja allir launahækkun. ppppppffffffffffft!
Getum við þá ekki bara kallað þetta launaleiðréttingu? Það er eins og allir séu orðnir svo vanir að kennarar séu láglaunastétt, að þeir mega ekki fá það sem þeim ber í samræmi við sína menntun. Þetta er nú meira ruglið!
Getum við ekki bara búið til einfalda launaformúlu sem allir eru sáttir við?
Dæmi:
Lágmarkslaun ómenntaðra: 100.000 kr (þessi tala er notuð til einföldunar)
Fyrir hvert ár í Háskóla: 50% af lágmarkslaunum bætist við.
Fyrir hvert ár af reynslu: 20% af lágmarkslaunum bætist við.
Fyrir hvert æviár: Ekki króna bætist við því fólki er ekki mismunað eftir aldri
Þetta er bara dæmi um formúlu. Semja má um hvaða tölur eru hvar. En samkvæmt þessum tölum væru byrjunarlaun kennara 300.000 krónur. Helmingur þjóðarinnar er með yfir 300.000 (skv. síðustu skatttölum) - er ekki eðlilegt að kennarar séu í þeim hópi?
Reiknum áfram: Byrjunarlaun unglækna væru 400.000 kr, tölvunarfræðinga 250.000 kr, verkfræðinga 350.000 kr og svo framvegis.
Og svo ekkert múður. Bara sátt.
17 september 2004
Guði sé lof fyrir íslenska karlmenn
Án þeirra væri ég löngu dauð úr pirringi.
Ég er ekki að segja að ALLIR útlenskir karlmenn séu óþolandi fordómafull karlrembusvín, en af 8 erlendum gestum okkar í gærkvöldi voru 3 sem gátu fordóma sinna vegna ekki orða bundist, og þar af einn á alveg einstaklega ógeðfelldan hátt.
"Þú fallega kona! Ekki þú gáfuð! Af hverju þú vinna hjá hátæknifyrirtæki? Þú ritari? Þú dansa við mig!" (lesist með tilheyrandi káfi)
Gubb gubb gubb!!!
Kona er orðin svo góðu vön að búa á Íslandi, þar sem svona karlmenn eru svo til útdauðir (hef heyrt orðróm um einn, en hann er óstaðfestur). Kona heldur bara að þessi viðurstyggilega tegund manna hljóti að vera útdauð í öllum heiminum. Svo hittir kona útlendinga:
"Jújú, konur fara alveg í háskóla! En þær fara þá í fög eins og sálfræði o.s.frv."
(Ekki að ég hafi neitt á móti sálfræði. Við erum bara að tala um fordóma.)
Í dag langar mig að taka alla útlenska karlmenn, tjóðra þá við vegg, skvetta framan í þá ísköldu vatni og halda yfir þeim langa reiða ræðu.
Hingað til hafa rökin verið:
"Ef allar fallegar konur væru heimskar, þá væru allar íslenskar konur heimskar, en þær eru einmitt flestar bráðgáfaðar, sjálfstæðar og glæsilegar!"
og
"Ef allar ljóshærðar konur eru heimskar, hvernig geta þá Norðurlöndin verið fremst menntaðra og tæknivæddra þjóða og líka lengst komin í jafnréttisbaráttunni!"
þetta eru greinilega ekki nógu sterk rök, því þeir kinka bara kolli og bjóða manni að dansa. Ggghhhhhhhkkkkk
Næst ælta ég að reyna:
"Var/er mamma þín falleg?"
svarið hlýtur að vera jákvætt, því allar mömmur eru fallegar.
"Var/er mamma þín heimsk?"
Point proven!
Hamingjunni, guði, Jesú, ásum og öllum góðum vættum sé lof fyrir íslenska karlmenn.
Ef einhver slíkur les þetta:
*knús knús knús og kossar* fyrir að vera til
15 september 2004
stólasvissið
Sá endann á viðtali við nýskipaðan forsætisráðherra í kastljósi. Þegar ég kveikti var hann að segjast myndu nú verða að leiða ríkisstjórnina með hagsmuni Framsóknarflokksins að leiðarljósi en líka... eitthvað um Sjálfstæðisflokkinn.
Voðalega hlýt ég að vera bláeygð. Ég hélt nefnilega að forsætisráðherra hefði alltaf hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Kjánalega ég.
Hvaða, hvaða! Ég heyrði bara þessa einu tvær línur. Er viss um að ég missti af öllum frábæru hlutunum sem hann sagði um hvað hann ætlaði að gera okkur til góðs. Lækka skatta og fleira. jibbí!
Bind miklar vonir við Davíð í utanríkisráðuneytinu. Hann er röskur og skynsamur og hefur ekki gaman af að spreða í alls konar vitleysu. Er því vel treystandi til að skera all svakalega niður í utanríkisþjónustunni. jibbí!
14 september 2004
afmælislexían
Eitt sem ég hef lært í gegnum tíðina:
Það er ekki sanngjarnt að ætlast til þess að fólk muni eftir afmælinu þínu.
Ástæðan:
Það er ekki það, að fólk muni ekki hvaða dag þú átt afmæli. Það bara áttar sig ekki á því hvaða dagur er akkúrat í dag. Þess vegna er mjög ósanngjarnt að fara í einhverja fýlu.
Lausn:
Segðu fólki frá því að þú eigir afmæli, þ.e.a.s. ef þú vilt fá afmælisathygli. Eftirfarandi virkar alltaf vel:
- Setja "ég á afmæli" inní msn-nafnið þitt
- Klæða þig extra mikið uppá
- Segja fólki einfaldlega frá því, annað hvort beint eða með því að lauma því inn í samræður:
"Finnst þér ekki töff peysan sem ég fékk í afmælisgjöf í morgun?"
Eitt sem ég lærði núna á fimmtudaginn:
Rauður varalitur býr yfir einhvers konar töframætti!
Tók mér alveg extra langan tíma til að dekra við mig um morguninn. Gerði hárið fínt og málaði mig pínku (sem ég geri yfirleitt ekki svona dags daglega). Vegna þess að ég fékk rauða peysu frá storesös, þá setti ég á mig rauðan varalit í stíl. Og viti menn! Það fór sko ekki fram hjá neinum að ég átti afmæli! Meira að segja strákarnir í vinnunni sem taka aldrei eftir neinu svona (yndislegir tölvukallar sem gæti ekki verið meira sama um hvernig maður er til fara), tóku eftir rauða varalitnum!
"Hvað kemur til?"
"Ég á afmæli!"
Úúúúúje!
Fékk svo mikla afmælisathygli að allri athyglisþörfinni er svalað næsta árið.
eða svona nokkurn veginn...
11 september 2004
Uppskeran þetta árið var:
- Æðislega töff rauð hettupeysa frá storesös og co.
- voða sætt blátt hálsmen frá storesös og co.
- diskurinn með Iskoret frá manninum hennar storesös og co.
- bókin "The Fabulous Girl's Guide to Life" frá ze beib Fritz
- ilmandi gott bodysprey frá minni heittelskuðu ektakvinnu sem meira að segja eldaði handa mér ljúffengan kvöldverð :)
- grúví plat plat blóm (já sumsé ekta blóm sem lítur út fyrir að vera plat) frá m&p
- voða sætur vasi undir platplatblómið frá m&p
- fullt fullt af knúsum, kossum og hamingjuóskum - munnlegum, sms-uðum og msn-uðum
- og fullt fullt af athygli :)
svo fæ ég skrifborðsstól á morgun frá m&p til að koma í veg fyrir að ég eyðileggi í mér bakið við allar tónsmíðarnar :)
EN
auk þessa er ég nýbúin að fá fullt af flottum innflutningsgjöfum:
- Tröllakúst (er til meira töff nafn á blóm?) frá SJH, sem lifir góðu lífi í stofunni
- Ilmandi bleikar rósir í potti frá tröllakóngi og co, sem bara hætta ekki að blómstra :)
- Gustav Klimt mynd - mmmmmmmm - sem núna hangir yfir rúminu mínu, frá mein Onkel og co. (þmt Önnu2 en meira um það síðar)
hmmm, það sem ég vildi sumsé segja með þessu bloggi er:
!!!TAKK FYRIR MIG!!!
09 september 2004
Afmælisbarn dagsins
er ég
af því tilefni verður vígt nýtt júmbókrullujárn
ný peysa frá storesöster
svo verður sólskinsbrosið á extra mikilli orku
það verður ekkert partý þetta árið - líklegast ekki fyrr en eftir 3 ár...
knús og kossar til allra sem eru búnir að senda mér SMS eða MSN kveðjur
:D
á morgun
á morgun hlýtur greinin eftir mig að birtast í mogganum
af hverju?
jú, á morgun verð ég 27 ára gömul
búin að lifa 1/3 af þeirri ævi sem ég get búist við að náttúran hafi úthlutað mér
(þeim sem finnst þetta hljóma fáránlega vil ég benda á að 3x27 eru 81)
þar með er viðeigandi
að á þeim sama degi
taki ég formlega skrefið útí hinn fullorðna heim
orða og ábyrgðar
fullorðin
hamingjunni sé lof að ég er ég
og ég veit
að maður þarf ekki að vera leiðinlegur
þó maður sé fullorðinn
ekki að ég trúi því að maður verði nokkurn tímann fullorðinn.
það felst nefnilega í orðinu.
orðinn að fullu
að fullu orðinn
orðinn hvað?
það sem maður getur orðið
nei takk. ekki ég
ég ætla að halda áfram að verða meira og fleira
þangað til ég hætti að vera yfirleitt
og hananú!
08 september 2004
eitthvað sem ég setti saman í vor, nánar tiltekið annan dag sumars
lokaðu augunum
veröld
þú skalt liggja og
dreyma
ljósið sólina sönginn dansinn hláturinn hoppið skoppið kítlið
hana
þú skalt aldrei vakna
veröld
sofðu sofðu sofðu
rótt
aldrei
því þar er
sólin stingandi grimm
vorið trillt af bræði
nóttin þessi tilfinning í yðrum þínum sem þú óttast mest
hún farin
07 september 2004
muh
komin heim
manic monday
dauð dauð dauð í þriðja veldi
það fáránlega er
vann bara samtals 4 tíma í dag
í skólanum rúma 2 tíma
öll restin af deginum
fór í að redda einni
lítilli
ljótri
mynd
af smettinu á mér
í réttri stærð
fyrir moggan
muh!
sofa núna
05 september 2004
Fram á ritvöllinn
Úff!!!
Ég var að senda inn grein í Moggann! Ég! Hér með orðin ábyrgðarfull og nokkurn vegin fullorðin kona með skoðanir sem sendir ráðamönnum tóninn. Hananú!
míííííííík!
:D
Samsæri
Hef komist á snoðir um víðtækt og gríðarlega vel skipulagt samsæri. Nei, ekki kirkjunnar eða ríkisstjórnarinnar eða Kananna eða Norsaranna. Það mega aðrir sjá um að afhjúpa slík. Þetta samsæri er hvorki meira né minna en samsæri heillar kynslóðar gegn annarri.
Þannig var mál með vexti að þegar 68 kynslóðin var að byggja sér hús þá höfðu þau ákaflega miklar áhyggjur af því að börnin þeirra myndu aldrei kynnast þeim þrældómi og púli sem fylgir því að koma sér þak yfir höfuðið. Hugsið ykkur ef blessuð börnin gætu bara keypt sér tilbúið hús, málað og flutt inn! Nei, slíkt myndi algjörlega útrýma hinum mikilvægu vinnugildum (work ethic). Til að sporna við þessum framtíðarhörmungum datt einhverjum af 68 kynslóðinni snjallræði í hug:
VEGGFÓÐUR! Því maður málar ekki bara yfir það...
...en þau gætu rifið það aftur af! Hmmm, þá þurfum við að finna upp:
VATNSHELT VEGGFÓÐUR!!! Þú getur ekki bleytt límið, svo þú nærð því ekki af!
Snilld! Hvert parið á fætur öðru tók sig til og límdi skelfilega munstrað, vantshelt veggfóður upp um alla veggi, svo aumingja börnin þeirra, sem enn grunaði ekkert um sína dökku framtíð, fengu engu að síður martraðir um skrímslin sem þau gátu séð útúr skræpóttu mynstrinu.
Svo urðu börnin eldri. Fóru að glápa á sjónvarp í jafnvel heilan klukkutíma á dag. Ábyrgðalausa þætti eins og Prúðuleikarana og Dallas. 68 kynslóðin fór að velta því fyrir sér hvort bragðið myndi nokkuð duga. Eftir miklar pælingar komust samsærismennirnir og konurnar að einu rökréttu niðurstöðunni:
ANNAÐ LAG af VATNSHELDU VEGGFÓÐRI, YFIR HITT!!!
Og þar með var það tryggt, að fólk af okkar kynslóð fengi skilið hversu stórt og mikið mál það er að koma sér þaki yfir höfuðið. Vei þeim, illu vættum fortíðarinnar sem fundu upp veggfóður!
Jamm. Sumsé, af síðustu 5 dögum í Norge fóru:
4 í að ná tvöföldu vatnsheldu veggfóðri af veggjunum í höllinni
1 í að mála (loksins í dag!)
á morgun fæ ég svo að bera nokkra kassa... áður en ég flýg heim.
geisp!
02 september 2004
heyrnarlausar hendur
muh!
hendurnar mínar eru orðnar heyrnarlausar! þær heyra ekki í mér þegar ég segi þeim að gera eitthvað. setja mat í munninn, greiða hárið! Þær bara hreyfast ekki!
Eða kannski bara neita þær að hlusta á mig. Já kannski eru þær bara í fýlu við mig af því að ég neitaði að hlusta á þær í dag þegar þær voru að væla í mér. nenni ekki að hlusta á eitthvað handavæl.
"hættu, hættu, okkur er íllt!"
"ái, ái, ái! við erum svo þreyttar"
"nei ekki meira svona, þetta er vont"
hverjum er ekki sama hvað einhverjar hendur segja?
ég meina, voru þær ekki einmitt búnar til til að hlýða skipunum og vinna?
svo fara þær bara að væla við minnstu notkun eða hnjask!
þvílíkir aumingjar! Liggur við að maður taki þær bara af og hendi í ruslið. Ef maður gæti nú keypt sér nýjar...
en heilinn á mér er sko miklu stærri og sterkari en þær. hann sem stjórnar! þess vegna kemur ennþá tttttttteeeeeeexxxxxxxti
31 ágúst 2004
Hilsen fra Norge
Systir mín er búin að kaupa sér höll! Ég er ekki að grínast! Öll stórfjölskyldan gæti vel búið þarna. Og það er sána og kæliherbergi og hiti í baðherbergisgólfum og rafmagn í veggjum (sjaldgæft í Norge). Og risastofa með brjáluðu útsýni og tómstundaherbergi og tónlistarherbergi og svo framvegis. Og það besta: risagarður með 5 eplatrjám, eins klippt út úr Astrid Lindgren bók.
Kannski maður ætti bara að flytja til Norge. Þar er sumar á sumrin, vetur á veturna og fullt fullt fullt af ljóshærðum strákum.
Talandi um! Ásgrímur er núna með sítt ljóst hár, og ég má róta í því. Alveg himnaríki!
tveir af mínum helstu veikleikum:
strákar með ljóst hár
strákar með sítt hár
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm... sítt ljóst hár!!!
30 ágúst 2004
pant meira blogg frá Fritz
Mín kæra Fröken Morgunsteinn!
Þú mátt endilega blogga meira! Þú ert alveg frábær penni, kúl, sniðug og fyndin, og geðkt gaman að lesa það sem þú skrifar.
Meira takk!
þín Dagbjört
29 ágúst 2004
bleika byltingin
bara svona aðeins til að útskýra þennan bleika lit:
ég er sumsé að ganga í gegnum bleika byltingu. hef aldrei gengið í neinu bleiku, notað neitt bleikt né bara yfirleitt átt neitt bleikt. var einhvernveginn innprentað inní mig frá æsku að bleikur væri vondur litur. tákn um kúgun konunnar.
en það var bara einn galli. bleikur nefnilega fer mér vel. sama hvað ég hef reynt að afneita því í gegnum tíðina, þá virðist hann passa við mitt hár og hörund.
hef stundum reynt að ganga í bleiku, en mömmurnar mínar tvær gáfu mér alltaf svona meaningful look: "þú ert í bleiku! þú ert að svíkja kvenþjóðina", en sögðu upphátt: "mér bara finnst ekki bleikur fallegur."
svo tók blessaða femínistafélagið uppá því að nota bleikan sem sinn lit! og hananú, nú táknar bleikur ekkert slæmt lengur, og ég má bara víst vera í honum.
svo í vor fór ég í verslanir og nú á ég hvorki meira né minna en:
2 bleika boli!
1 bleikar innibuxur!
4 bleika varaliti!
1 bleikan augnskugga!
og mamma er meira að segja farin að venjast þessu. ég var í bleiku á lokatónleikunum í vor, og hún sagði að ég væri fín :)
systir mín veit hins vegar ekki ennþá af þessu. kannski ég taki buxurnar með til Norge á þriðjudaginn...
hmmmm
eða er ég kannski að svíkja kvenþjóðina?
28 ágúst 2004
bara eitt enn í dag
ég sakna Ernsins míns alveg ferlega mikið!
Ernið mitt stakk af í tilefni af ammælinu sínu og er búin að vera í burtu í 2 vikur!
Valla sagði mér að hún kæmi ekki aftur fyrr en 6. sept, og ég svosem lifi restina af þar sem ég verð í Norge...
Vantar samt svo að tala við Ernið mitt um alla frábæru hlutina sem ég uppgötvaði þegar ég gerði diskinn handa mömmu. Að búa til heilan disk án þess að fá feedback er bara ekki hægt! ekki heldur hálfan, þetta er nú bara hálfur diskur sem ég gerði, 23 mínútur...
Svabbi hjálpaði til í gær með feedback á lagið sem hann samdi (og ég er sumsé að mixa) og þá fattaði ég hvað maður er heftur ef maður hefur ekki fólk.
án fólks er enginn tónlist.
ef þú skrifar lag, sem enginn flytur, er það þá til? Er það þá nokkuð meira en bara svartir belgir á 5 svörtum línum?
bráðum koma blessuð...
já sko jólin koma bara rétt strax!
í dag og á morgun er vinna vinna vinna
á mánudaginn byrjar skólinn
á þriðjudaginn fer ég til Noregs í málningarvinnu
svo kem ég heim
svo fer ég á námskeið hjá Paul Farrington í söngleikjalögum
þá er september meir en hálfnaður, og ég verð í skóla og vinnu og...
svo byrjar óperudeildin og þá þá þá!! ha! þá!
þá minnkar vinnan niður í 50%
svo í byrjun okt er námskeið hjá Mark sem gaf mér 9,5 á prófinu í vor
svo í lok okt eru nemendatónleikar
svo í byrjun nóv fljúgum við til New York til að syngja í Carniege Hall, samkvæmt Garðari fyrst Íslendinga (getur það verið?)
komum til baka 9. nóv, og eins og allir vita þá verða jólin svo til komin þá.
er sumsé uppbókuð fram til 9. nóv svo þessar næstu 10 vikur verða súper fljótar að líða. þess vegna er svona stutt í jólin.
hananú!
Dagbjartarblogg tilraun 2
Einhverntímann fyrir tveim árum ætlaði ég að blogga voða mikið um pólitík. Var svo hneiksluð þegar ég flutti heim til Íslands og áttaði mig á því að verið var að gera út af við velferðarkerfið sem ég ólst upp við. Svoleiðis sér maður betur þegar maður kemur aftur eftir langa útdvöl.
Það var þá.
Þetta er núna.
Hef ekki hugmynd um hvað verður á þessu bloggi.
Vonandi alls konar dót úr hausnum mínum.
Hann er nefnilega lifnaður við!!!