19 október 2004

ef ég væri almáttug í einn dag

þá myndi ég veifa töfrasprotanum mínum svo allir í heiminum litu út nákvæmlega eins og þeir vilja líta út.
væri það ekki æðisleg?
þá gætum við bara hætt öllu þessu bölvaða útlitskjaftæði og fordómum og snúið okkur að því sem býr innra með fólki.

eða kannski að allir í heiminum litu eins vel út og þeir mögulega geta miðað við eigin gen, þ.e. væru í optimal formi og alles... kannski ekki alveg sanngjarnt samt, og myndi ekki virka í heiminum eins og hann er í dag, því miður, því það væri auðvitað miklu eðlilegra...

en ef allir mættu líta út nákvæmlega eins og þeir vilja, hverju myndir þú breyta?

persónulega myndi ég breyta... vá hvað ég vildi óska að ég væri nógu töff til að geta sagt engu, but hey! I'm a woman after all!
væri nebblilega til í að vera með kroppinn minn frá því í maí '98, þegar ég gat sett ennið oní hné án þess að finna fyrir því...

en sko, það er ekki málið, heldur:

hvernig ætli heimurinn væri, ef útlit væri bara ekkert issue?

mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

Engin ummæli:

Skrifa ummæli