sko
veit ég á
eitthvað það besta líf sem hugsast getur
en ég á líka
eina fíkn
sem getur gert það að verkum
að ég hætti að sinna lífinu mínu
legg það á hilluna
og hætti að vera til
hætti líka að blogga
að sjálfsögðu
jamm,
ég féll um daginn
bara varð að hafa eitthvað að lesa í fluginu til New York
byrjaði voða saklaust
ein lítil 300 bls bók (hp 1)
svo önnur aðeins lengri (hp 2)
og önnur aðeins lengri (hp 3)
og allt í einu var ég dottin í 800 blaðsíðna doðranta! (hp 4 & 5)
gat ekki með nokkru móti fengið mig til að fara að sofa á kvöldin
gat ekki unnið meira en svo að fólk héldi ekki að ég væri dauð
var ekki mikið að hafa fyrir því að gefa sjálfri mér að borða
hvað þá hreyfa mig
vildi helst ekki hitta fólk heldur, en hjá því var reyndar ekki komist að þessu sinni
sem betur fer
og nú er ég búin með síðasta doðrantinn
sem betur fer
ÞVÍ ÞAÐ ER:
frumsýning hjá nemendaóperunni 10. des, á hinni frábæru óperu Prakkaranum eftir Ravel. sýningar í Ými, Skógarhlíð. Mjög skemmtileg uppfærsla, mikið dansað og alls konar fjör.
flutningur á Mozart Requiem næsta laugardagskvöld/sunnudagsmorgun, um miðnætti, í Langholtskirkju. Óperukórinn og félagar úr Sinfó. Flottasta klassíska verk sem samið hefur verið. verkið sem ég ætla að deyja við.
jamm, það er allt á skrilljón
mun ekki leyfa mér að lesa aftur fyrr en eftir 25 daga, nánar tiltekið að kvöldi hins 24. des, þegar ég skríð uppí rúm með glænýja jólabók.
en hvort á ég að panta Gerði Kristnýju eða Birnu Önnu eða Einar Má?
29 nóvember 2004
svefnvana
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Skil þig svo vel með hp...
SvaraEyðaþetta eru stórhættulegar bækur!
kveðja og knús
Hófí