25 október 2004

hungur í glugga

svo virðist sem ég sé farin að finna fyrir alveg nýrri tegund af hungri.
hungri eftir upplýsingum, fróðleik og innsýn inní heiminn og fólkið alls staðar og á öllum tíma fyrir utan... og þar er stóri punkturinn:
fyrir utan það sem er ýtt að mér
gæti ekki verið meira sama um hjónaband Britneyjar
vil ekki vita um nýjustu viðskiptahugmynd Madonnu
osfrv.

allt í einu vil ég vita það sem mér er ekki sagt í 4 miðlum á dag, það sem ég þarf að hafa fyrir því að komast að
allt í einu vil ég horfa á sjónvarpsþætti sem eru ekki framleiddir í BNA (nema þá framsýnt fólk eins og Joss Whedon hafi framleitt þá)
ég vil heyra fréttirnar sem okkur eru ekki sagðar
nema í speglinum, sem er besti útvarpsþáttur á Íslandi, sendur út á Gufunni, rás 1, FM 93,5 alla virka daga eftir 6 fréttir (ca. 18:30)
það er ástæða fyrir því að okkur eru ekki sagðir allir hlutir
það eru aðrir sem ákveða hvaða tónlist við hlustum á, hvaða sjónvarpþætti við horfum á og hvaða fréttir við heyrum.
þetta hefur ekki alltaf verið svona, en virðist vera að aukast. áhrif að vestan?

til að halda upplýsingunni, þarf kona því, þessa dagana, að hafa fyrir því að leita uppi sannleikann sem varla er sagður nema í undirmálsgrein ef þá það. en hönnuðunum sé lof fyrir internetið, sem ber í sér að geta losað okkur undan oki fjölmiðlarisanna, hvort sem er í tengslum við upplýsingu eða afþreyingu.

og rúv sé lof fyrir spegilinn sem opnar konu sífellt nýja glugga að framandi samfélögum og furðulegum hugsunarhætti okkar sjálfra

hitt er annað mál að það er engann veginn hægt að segja til um hversu langan tíma mun taka að seðja þetta nýja hungur

Engin ummæli:

Skrifa ummæli