09 október 2004

undirbúningur undir "ze party of political horrors"

er að fara í partý í kvöld til eins stofnenda Frjálshyggjufélagsins
þar verða að öllum líkindum öfga frjálshyggjumenn í gríðarlegum meirihluta, eða Libertarianists eins og þeir kallast.
Libertarinismi, er, þrátt fyrir nafnið, ekki stjórnmálaskoðun, heldur trúarbrögð, og beita þeir oft brögðum sem við þekkjum frá sértrúarsöfnuðum til að fá fólk í lið með sér.

sumsé, í kvöld verð ég í partýi með 10 - 20 plebbastrákum sem hafa aldrei tekist á við neitt í lífinu sem myndi kallast erfitt, því "svoleiðis" er auðvitað bara fyrir aumingja. merkilegt... veit um suma sem myndu kalla "svoleiðis" að lifa, en það eru auðvitað bara fordómar.

og þeir munu eflaust margir reyna að heilaþvo mig til að sjá ljósið.

er ekki alveg búin að gera upp við mig hvaða taktík ég ætla að beita.

freistandi er að vera überkúl og kinka bara brosandi kolli með ég-veit-reyndar-sannleikann-sem-þið-skiljið-ekki svip, án þess að segja neitt mikið meira en kannski. "Já! áhugavert að þú skulir skilja þetta svona!"

eða vera ennþá meira óþolandi og svara öllu sem þeir segja með furðulegum spurningum:

 • "heldurðu að það geti verið að 7 sé lausnin á öllum stærðfræðigátum heimsins?"
  (það að 7 sé svarið er reyndar alveg jafn líklegt og að hugmyndafræði Libertarianista gangi upp)
 • "þykir þér vænt um einhvern?"
 • "af hverju heldurðu að það séu engar konur sem aðhyllast þessi trúarbrögð?"

en sko
ég þekki mig
og ég veit að ég á erfitt með að missa mig ekki út í spennandi rökræður.
þess vegna hef ég verið að skoða grein (eftir Mike Huben) sem heitir "A Non-Libertarian FAQ", og fellir öll helstu Libertarianista rökin. mæli með henni og líka "Libertarianism Makes You Stupid" (eftir Seth nokkurn Finkelstein).

en hvað er ég yfirleitt að spá að fara í þetta partý? gæti ég ekki bara sagst vera lasin? upptekin?

forvitni, vinir mínir, forvitni
er ég ekki líka yfirlýstur ævintýrafíkill?

jííííha!

3 ummæli:

 1. Og hvernig var?

  Náðirðu að salta þessa 10-20 plebbastráka? ;)

  HB

  SvaraEyða
 2. Svo ég svari þessum spurningum þremur hér að ofan:

  Ég hef ekki hundsvit á stærðfræði þar sem faðir kippti í nokkra strengi hvert ár og gerir enn.

  Ég elska sjálfan mig.

  Konur eiga ekki að aðhyllast trúarbrögð.

  -Ungur Öfga frjálshyggjumaður

  Þvílík þvæla líkt og þessi færsla þín.

  SvaraEyða
 3. hmmm, veit ekki hvort ég á að vona að þetta sé bara HB í fýlu við mig eða að einhver sem ég þekki ekki sé að lesa bloggið mitt og misskilja það. verst hvað commentið gefur slæma mynd af "félaginu", allt aðra en ég skynjaði í partýnu. því er annars lýst hér að ofan.

  SvaraEyða