27 september 2004

mánudagsógleði

í dag bý ég ein í stórum helli
það er erfitt að rata inní hann, því engum hefur tekist að finna opið
nema mér
ég er búin að mála myndir á suma veggina
það er reyndar svo mikið af veggjum að ég gæti málað áfram til eilífðarnóns
ef ég verð lokuð inni svo lengi
en til hvers að mála þegar enginn getur séð það?

áðan fór ég út til að mála fyrir heiminn
en þá kom hýena og át úr mér magann

Engin ummæli:

Skrifa ummæli