09 september 2004

á morgun

á morgun hlýtur greinin eftir mig að birtast í mogganum
af hverju?
jú, á morgun verð ég 27 ára gömul
búin að lifa 1/3 af þeirri ævi sem ég get búist við að náttúran hafi úthlutað mér
(þeim sem finnst þetta hljóma fáránlega vil ég benda á að 3x27 eru 81)
þar með er viðeigandi
að á þeim sama degi
taki ég formlega skrefið útí hinn fullorðna heim
orða og ábyrgðar

fullorðin
hamingjunni sé lof að ég er ég
og ég veit
að maður þarf ekki að vera leiðinlegur
þó maður sé fullorðinn

ekki að ég trúi því að maður verði nokkurn tímann fullorðinn.
það felst nefnilega í orðinu.
orðinn að fullu
að fullu orðinn
orðinn hvað?
það sem maður getur orðið
nei takk. ekki ég
ég ætla að halda áfram að verða meira og fleira
þangað til ég hætti að vera yfirleitt

og hananú!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli