29 september 2004

hraðís-kassi

ísbúðin mín, í næstu götu, gerir besta ísinn. það er hægt að velja um gamla mjólkurísinn eða nýja rjómaísinn. báðir himneskir.
í kvöld fór ég þangað klukkan 22, til að ná mér í smá skammt af sjaldgæfu sukki
biðröðin náði útá götu, eins og svo oft í sumar
nú er hins vegar 28. september og ekkert hlýtt
ég beið í 30 mínútur eftir ís
það voru 6 eða 7 manns á undan mér
allir með þeyting
þeytingsfólk
eins og flestir íslendingar
tekur 5 mínútur að afgreiða hvern þeyting
tók innan við mínútu að afgreiða mig...

væri SVO til í svona hraðkassa í ísbúðum
fyrir þá sem vilja kaupa ís í brauði eða boxi

annað:
þeytingur er ekkert annað en dulbúið sælgæti
álíka mikið og 1/3 lítri af ís OG eitt súkkulaðistykki, jafnvel meira
sumsé, þeir sem fá sér þeyting eru að fá sér bæði ís OG nammi
það er samt ekki þess vegna sem ég er ekki þeytingskona.
mér finnst ísinn bara bestur eins og hann er, án frosins og harðs súkkulaðis

verði ykkur að góðu ;)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli