25 október 2004

eilíf fortíð

hafiði lesið fyrstu Narníubókina, Ljónið, nornin og skápurinn, eftir C.S. Lewis, þar sem nornin réði og eilífur vetur ríkti í Narníu?
Ég held að eitthvað skyldfólk hennar hljóti að hafa náð völdum á Íslandi :(
Þetta skyldfólk vill hneppa Ísland í eilífa fortíð.

ekki nóg með að það vilji virkja Skagafjörð, einhvern fegursta stað á jarðríki, nú er líka farið að tala um álver í Eyjafirði!!! Á nú að stinga augun úr fjallkonunni OG skera af henni nefið?

mér líður eins og ég sé föst í einhverju hræðilegu ævintýri, þar sem verið er að leggja hræðileg álög á ökkur öll, og allt landið.
það versta er, að þar sem ævintýrið er að hefjast, þá á landið ábyggilega eftir að vera í álögum í a.m.k. 100 ár áður en góðu vættirnar mæta á svæðið og frelsa það sem þá verða afkomendur okkar. hvort sem það verður ljón eða lítil stúlka (eða geimvera)

en við og börnin okkar og börnin þeirra munum héðan í frá og alla okkar ævi vera hneppt í þessi álög, dæmd til að búa í landi eilífrar fortíðar.

Ísland, ég græt örlög þín!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli