19 nóvember 2004

Kertasnigill og tannfræðingar

Bróðurdóttir mín er mikil gersemi.
Í gær hringdi hún til að tilkynna að hún hefði misst tönn, og ræddum við í kjölfarið um alla heima og geima.
meðal annars tjáði hún mér að uppáhaldsjólasveinninn sinn væri Kertasnigill. blessað barnið hafði ekki hugmynd um tilvist sagnarinnar "að sníkja", svo hvernig í ósköpunum átti hún að heyra þetta skemmtilega jólasveinanafn?

hún tilkynnti mér líka hvað hún ætlar að verða þegar hún er orðin stór:
"Listakona og tannfræðingur!"
(eins og Lísa, fjölskyldutannfræðingurinn okkar, sem skoðar reglulega í henni tennurnar, og er greinilega frábær við krakkana)
frænkan svaraði þá:
"þegar ég var 5, þá ætlaði ég að verða söngkona"
þetta var vinsælt svar:
"Þú ERT söngkona!"
...reyndar enn að læra það, en... alltaf gott að heyra að svona 5ára draumar geti ræst.
lýst heldur ekki ílla á samsetninguna.
eitt skapandi og eitt praktískt.
eins og hjá frænkunni ;)

:D

Engin ummæli:

Skrifa ummæli