26 nóvember 2004

"já en svo vilja þær bara einhverja aumingja"

sko
kæru vinir
þetta er pínu misskilningur
en samt bara pínu

það er ekki rétt að allar konur vilji stráka sem koma ílla fram við þær.

hins vegar
(ath. það sem er hér að neðan byggist á minni reynslu af þeim fjölmörgu ungu konum sem ég þekki)
eiga mjög margar ungar konur það til
að taka út svona tímabil
þar sem þær vilja bara það sem þær kalla "vonda stráka" og á að vera eitthvað voða frelsandi eða kúl eða eitthvað
en ef þeir meiða þær
og kannski trekk í trekk
nokkrir
fá þær á endanum nóg
fullorðnast
og fatta að "góðu strákarnir" (vá hvílík einföldun, því þeir eru auðvitað margbrotnir, þessi yndi) tóku sig til og breyttust í alvöru karlmenn, á meðan hinir (þeir "vondu") eru ennþá fastir í einhverri 17 ára lúppu og eru bara frekar sorrý


og eins og allir vita þá er ég ennþá einhleyp vegna þess að ég miða karlmenn við mesta góða strák allra tíma, sjálfan Jónatan Ljónshjarta.

(jájá, ég veit, ég veit. hann er ekki til. yrði líka bara alveg himinlifandi með einhvern á við pabba)

1 ummæli: