jæja, þá hefur sultarólin formlega verið hert!
hér með skiptist allt í tvo flokka:
"vantar" flokkinn og "langar" flokkinn
það má eingöngu kaupa hluti úr vantar flokknum, t.d.
- mat (en eingöngu úr bónus)
- bensín (en eingöngu úr atlantsolíu)
- 200 GB harðan disk (gat ekki lengur samið tónlist vegna plássleysis - algjört neyðarástand!)
- sjampó, hárnæringu, sápu osfrv.
- jólagjafir
annað má alveg bíða betri tíma, t.d.
- ný gleraugu
- ný stígvél
- nýjar millistærðarbuxur
- föt yfirleitt
- klipping
- geisladiskar
- tónleikar
- dvd - (sjáum til með Roswell)
- áfengi
sumsé, algjör óþarfi :)
hamingjusami fátæki listamaðurinn
Engin ummæli:
Skrifa ummæli