11 október 2004

jöklar

þegar jöklar bráðna
flæða árnar yfir bakka sína
stjórnlausar
trylltar
og eyða öllu sem fyrir þeim verður
gróður
girðingar
hús
brýr
hrynja

stundum er
flóðið ekki svo mikið
jökullin bara örsmár
eða kannski bara sandur og eyðimörk umhverfis þá

en tjónið getur líka verið
óbætanlegt
að eilífu

svo það er alveg ljóst að sumir jöklar eru betur látnir
óþýðir
vera

Engin ummæli:

Skrifa ummæli