eins og kom fram hér neðan var ég á laugardagskvöldið stödd í partýi sem var að mestu leyti undirlagt frjálshyggjufélaginu, eða "félaginu" eins og viðstaddir kölluðu það. Þar sem ég myndi líklegast flokkast sem einhverskonar markaðssinnuð félagshyggjukona, þá gerði ég að sjálfsögðu ráð fyrir að þurfa að standa í einhvers konar stappi, en hafði, sem betur fer, rangt fyrir mér.
flestir voru guttarnir hinir allra prúðustu, enda þeir alræmdustu vanir að vera lagðir í einelti hvar sem þeir láta sjá sig, og ekki á því að skemma djamm með svoleiðis stappi. því var þetta í alla staði hið fínasta partý, enda gestgjafinn duglegur við að gæta að því að ekkert glas væri nokkurn tímann tómt ;)
get þó ekki sagt annað en að það hafi verið áhugavert að "skoða" þessa ungu menn (já og konur!). sérstaklega þessa yngri.
heitir ungir menn í flauelsjökkum með pólitísk barmmerki, óklippt hár, með brennandi trú á háleitri hugsjón, sem þeir sinna af ákafa.
hljómar eins og mennirnir sem ég slefa stundum yfir í bíómyndunum sem eiga að gerast fyrir 100 árunum...
þá var hugsjónin bræðralag manna og að brjótast úr fjötrum stéttaskiptingar sem hafði bundið menn í aldir
nú er hugsjónin frelsi frá þessu sama bræðralagi sem gerði alla jafn... fátæka segja sumir, ríka segja aðrir
hugsjónin þá var ótrúlega falleg, en hún gekk ekki upp...
hugsjónin núna...
dæmi hver fyrir sig
:D
p.s. lenti reyndar í einu pólitísku samtali í partýinu, en það var við unga konu sem var komin langleiðina með að sannfæra mig um að kjósa VG ;)
14 október 2004
Kommúnismi 21. aldarinnar?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli