07 desember 2004

Biblían

fékk að krota í biblíuna hjá m&p í gærkvöldi.
þar er óvenju mikið af titlum sem virðast höfða til mín, þó mér finnist algjör óþarfi að auglýsa gamlar bækur þar líka (bara af því að þær eru gefnar út í kilju núna, s.s. LoveStar)

á óskalistanum eru sumsé eftirfarandi:

Gerður Kristný (langar mest í hana)
Birna Anna (uppá fjörið)
Auður Jónsdóttir (akkuru ekki bara að skella sér á súperbókmenntirnar?)

hætti við Einar Má, því m tjáði mér að hún fengi "arfaslæma dóma"
langar samt pínu til að lesa um únglíngsár Óla sem stal matchboxbíl og ruglaði öllum skónum... (eða var það Emil?)

annars
*snökt*
verð ég á Íslandi um áramótin
*snöktsnökt*
og millijólaognýárs
*snöktsnöktsnökt*
svo ég kem til með að koma í veg fyrir ótímabært andlát úr leiðindum og söknuði (til storesös og pjakkanna) með því að mæta í vinnuna mína alla daga...

3 ummæli:

  1. Hey beib

    Hvernig er það, ert þú ekki LOTR aðdáandi? Það verður LOTR maraþon hjá okkur einhvern heppilegan dag um jóla / áramótaleytið, þar sem við ætlum að horfa á allar þrjár í *fullri* lengd... Má bjóða þér?

    :o)
    Hófí

    SvaraEyða
  2. með *fullri* lengd, meinarðu þá extended? og ef svo, eruði búin að reikna út hvað þetta tekur langan tíma?

    annars bara endilega láttu mig vita when, sæta, og ég kem ef ég kemst

    SvaraEyða
  3. Já ég meina extended, og mig minnir að þetta sé eitthvað í kringum 12-14 tíma í allt... og við ætlum bara að byrja ca kl 10-11 að morgni! Við gerðum þetta með fyrri tvær í fyrra áður en við fórum á þriðju í bíó, buðum slatta af fólki, og það var hrikalega gaman :O)

    Ég heyri í þér fyrir þetta ;o)
    kveðja, Hófí

    SvaraEyða