15 september 2004

stólasvissið

Sá endann á viðtali við nýskipaðan forsætisráðherra í kastljósi. Þegar ég kveikti var hann að segjast myndu nú verða að leiða ríkisstjórnina með hagsmuni Framsóknarflokksins að leiðarljósi en líka... eitthvað um Sjálfstæðisflokkinn.
Voðalega hlýt ég að vera bláeygð. Ég hélt nefnilega að forsætisráðherra hefði alltaf hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Kjánalega ég.
Hvaða, hvaða! Ég heyrði bara þessa einu tvær línur. Er viss um að ég missti af öllum frábæru hlutunum sem hann sagði um hvað hann ætlaði að gera okkur til góðs. Lækka skatta og fleira. jibbí!
Bind miklar vonir við Davíð í utanríkisráðuneytinu. Hann er röskur og skynsamur og hefur ekki gaman af að spreða í alls konar vitleysu. Er því vel treystandi til að skera all svakalega niður í utanríkisþjónustunni. jibbí!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli