velti því fyrir mér í vikunni (nánar tiltekið á miðvikudaginn) hvort ég væri ekki bara klikkuð.
ég meina, hversu rugluð þarf kona að vera til að halda að kona geti orðið tónskáld!
það geta allið samið lög!
come on!
en sko, þá þurfa einfaldlega allir listamenn að vera klikkaðir til að ná árangri.
hafa einhverja hálf sturlaða og óþolandi trú á sjálfum sér, að halda að þeir geti náð einhverjum frama í listgreininni.
er það ekki líka þess vegna sem öðrum finnst þeir svo óþolandi
"díses, það er aldeilis að hún er með dívustæla þessi! heldur að hún sé svo miklu æðislegri söngkona en við hinar!" - ekki óalgeng ummæli í mínum skóla
sannleikurinn er bara sá að ef kona á ekki að setjast niður og hágrenja hvern einasta dag í þessu blessaða námi, þá er eins gott að kona sé pínu raunveruleikafirrt að þessu leyti. og til að meika það að standa á fætur fyrir framan fullum sal af fólki og gera eitthvað sem er þess virði að fólk eyði tíma í að hlusta á það...
vá, þá verður kona bara að geta blekkt sjálfa sig og sagt:
"ég er ÆÐI!"
standa svo upp og heilla alla uppúr skónum!
nokkuð sem ég bara verð að læra að gera í vetur...
en sko, það er eitt að halda að kona geti orðið söngkona, en tónskáld!
yeah right!
hver á nokkurn tímann eftir að fíla lög eftir mig
jamms, svo mætti ég í skólann og allir búnir að frétta að ég hefði flutt lag eftir sjálfa mig í deildinni daginn áður. Violetta heimtaði að sjá það og svo þegar hún hafði fengið að skoða fór hún að skamma mig... fyrir að vera ekki að læra tónsmíðar!
hmmmm... það kemur kannski að því einhvern daginn - en það er engu að síður alger klikkun
og hananú!
p.s. til hamingju með afmælið á miðvikudaginn elsku bestu yndislegu Toddi og Fritz. *músjímúsj*
08 október 2004
klikkun?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli