Eitt sem ég hef lært í gegnum tíðina:
Það er ekki sanngjarnt að ætlast til þess að fólk muni eftir afmælinu þínu.
Ástæðan:
Það er ekki það, að fólk muni ekki hvaða dag þú átt afmæli. Það bara áttar sig ekki á því hvaða dagur er akkúrat í dag. Þess vegna er mjög ósanngjarnt að fara í einhverja fýlu.
Lausn:
Segðu fólki frá því að þú eigir afmæli, þ.e.a.s. ef þú vilt fá afmælisathygli. Eftirfarandi virkar alltaf vel:
- Setja "ég á afmæli" inní msn-nafnið þitt
- Klæða þig extra mikið uppá
- Segja fólki einfaldlega frá því, annað hvort beint eða með því að lauma því inn í samræður:
"Finnst þér ekki töff peysan sem ég fékk í afmælisgjöf í morgun?"
Eitt sem ég lærði núna á fimmtudaginn:
Rauður varalitur býr yfir einhvers konar töframætti!
Tók mér alveg extra langan tíma til að dekra við mig um morguninn. Gerði hárið fínt og málaði mig pínku (sem ég geri yfirleitt ekki svona dags daglega). Vegna þess að ég fékk rauða peysu frá storesös, þá setti ég á mig rauðan varalit í stíl. Og viti menn! Það fór sko ekki fram hjá neinum að ég átti afmæli! Meira að segja strákarnir í vinnunni sem taka aldrei eftir neinu svona (yndislegir tölvukallar sem gæti ekki verið meira sama um hvernig maður er til fara), tóku eftir rauða varalitnum!
"Hvað kemur til?"
"Ég á afmæli!"
Úúúúúje!
Fékk svo mikla afmælisathygli að allri athyglisþörfinni er svalað næsta árið.
eða svona nokkurn veginn...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli