11 september 2004

Uppskeran þetta árið var:

- Æðislega töff rauð hettupeysa frá storesös og co.
- voða sætt blátt hálsmen frá storesös og co.
- diskurinn með Iskoret frá manninum hennar storesös og co.
- bókin "The Fabulous Girl's Guide to Life" frá ze beib Fritz
- ilmandi gott bodysprey frá minni heittelskuðu ektakvinnu sem meira að segja eldaði handa mér ljúffengan kvöldverð :)
- grúví plat plat blóm (já sumsé ekta blóm sem lítur út fyrir að vera plat) frá m&p
- voða sætur vasi undir platplatblómið frá m&p
- fullt fullt af knúsum, kossum og hamingjuóskum - munnlegum, sms-uðum og msn-uðum
- og fullt fullt af athygli :)

svo fæ ég skrifborðsstól á morgun frá m&p til að koma í veg fyrir að ég eyðileggi í mér bakið við allar tónsmíðarnar :)

EN

auk þessa er ég nýbúin að fá fullt af flottum innflutningsgjöfum:
- Tröllakúst (er til meira töff nafn á blóm?) frá SJH, sem lifir góðu lífi í stofunni
- Ilmandi bleikar rósir í potti frá tröllakóngi og co, sem bara hætta ekki að blómstra :)
- Gustav Klimt mynd - mmmmmmmm - sem núna hangir yfir rúminu mínu, frá mein Onkel og co. (þmt Önnu2 en meira um það síðar)

hmmm, það sem ég vildi sumsé segja með þessu bloggi er:

!!!TAKK FYRIR MIG!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli