einu sinni trúði ég því að hverjum einasta manni þætti konan sín sú fallegasta í öllum heiminum. það var því ósköp einfalt fyrir karlmann að finna sér konu. einn góðan veðurdag sá hann þá fallegustu sem hann hafði nokkurn tímann séð, og þar með var það afgreitt.
það eru líklega svona 20 ár eða meira síðan þetta var eðlilegasta heimsmyndin fyrir mér.
eitt var sem betur fer rétt við þetta:
þá (fyrir 20) hafði hver og einn ólíkan smekk á því hvað er fallegt.
núna
hins vegar
er pínt oní okkur tilbúnum staðalímyndum um hvað er fallegt og hvað ekki.
og mér er tjáð að hvaða karlmaður sem er myndi yfirgefa óléttu konuna sína fyrir Britney Spears.
ég vil trúa því að maðurinn sem sagði þetta hafi of lélegt álit á eigin kyni og dæmi alla út frá sjálfum sér í þessum málum.
ég get hins vegar ekki annað en tekið eftir því hvernig smekkur okkar verður einsleitari með hverju árinu.
nema hvað!
þetta er 21. öldin, það er hægt að skipta um rasskinnar eins og nærbuxur. nú, loksins, getur ytra útlit okkar verið háð tískusveiflum!
og þar með er ég komin að hinum algilda sannleikanum sem er í þann veginn að verða úreldur: hef alltaf ætlað að ala börnin mín upp á hollum mat, og við mikla hreyfingu. ætlaði nefnilega að predika:
"Við verðum að fara vel með kroppinn, því við fáum bara eitt stykki og það verður að endast okkur alla ævi!"
en loksins þegar ég eignast börn (í síðasta lagi 2017) þá verður þetta að öllum líkindum ekki satt lengur.
púff!
01 október 2004
úreldar algildar staðreyndir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli