seinir kanar...
einhvern tímann í kringum 1990 fékk ungur maður, sonur sterkrar móður, einkar framúrstefnulega hugmynd.
hann vildi taka sætu stelpuna í hryllingsmyndunum úr fórnarlambsstöðunni, og gera hana að aðalhetjunni.
klikkun?
í upphafi 10. áratugarins: já!
Kvikmyndaver sem ákvað að framleiða myndina hans gat ekki skilið hugmyndina öðruvísi en brandara. Hann var á undan sinni amerísku samtíð. Gekk út áður en myndinni var lokið, en engu að síður kom hún í kvikmyndahús árið 1992. Frekar þunn...
Spice
nokkrum árum síðar tóku 5 breskar stelpur sig saman og stofnuðu hljómsveit. engin þeirra var afburða hæfileikarík, falleg né mjó, en saman voru þær algjört æði, bókstaflega. þær urðu einfaldlega einhver frægasta hljómsveit í heimi fyrr og síðar.
og slagorðið var:
Girl Power!
og þar með hófst byltingin. allt í einu fannst engum asnalegt að stelpur væru hetjur eða flottar eða merkilegar.
eitt stykki sjónvarpsstöð hringdi í unga ameríska manninn, sem var þá reyndar orðinn rúmlega þrítugur, og bauð honum að endurlífga hugmyndina um ofurhetjustelpuna.
í kjölfarið komu 7 þáttaraðir af sjónvarpsþáttum sem gjörbreyttu viðmiðum í sjónvarpi og kvikmyndum. Þættirnir sameinuðu óborganlegan húmor við hrylling, spennu og átakanlegt mannlegt drama sem flestir geta samsamað sig við. Og að sjálfsögðu:
Ljóshærða sæta stelpan er hetjAN, aðal mesta flottasta og bestasta hetjan, og hún lemur karlkyns, kvenkyns og hvorugkyns vondu karla í klessu sjálf, og bjargar heiminum aftur og aftur. stundum nýtur hún reyndar aðstoðar bestu vinkonu sinnar, sem er alveg súperklár stelpa.
sumsé snilldin:
Buffy the Vampire Slayer
og nú kippir sér enginn lengur upp við að sjá gellur taka kung fu spörk hægri og vinstri. Þær sem eru mest áberandi þessa dagana eru:
- The Bride, aka. Black Mumba (meistaramorðingi úr Kill Bill)
- Sydney Bristow úr Alias (ok ekki kannski raunsæjustu þættir í heimi, en vá hvað er gaman að horfa á hana taka þessa gömlu spilltu karla í bakaríið)
- Fa Mulan sem bjargaði Kínaveldi frá vondu Húnunum.
- Charlies Angels (ok froða froða...)
nennti ekki að sjá Catwoman. búningurinn var blátt áfram niðurlægjandi!
það og sú staðreynd að aðalvondikarlinn var kona bendir til að höfundarnir hafi algjörlega misskilið hugtakið "Girl Power!" pppppffffffft
hugtakið
snýst að sjálfsögðu um að konur sigri karlmenn, en ekki aðrar konur. sannleikurinn er nefnilega sá að við þurfum allar að vera ofurhetjur til að komast áfram. mamma hafði því miður rétt fyrir sér. við erum enn að slást. þurfum enn að taka kung fu spörk hægri og vinstri.
sem betur fer er stríðið lengra komið hér heima og á Norðurlöndunum en annars staðar í heiminum. ástæðan? jú, við vorum einfaldlega nokkrum áratugum á undan. hér var það nefnilega kona nokkur sem fékk snilldarhugmynd. framúrstefnulega. frábæra. það sem meira var, hún setti hugmyndina í barnabók sem breytti heilli kynslóð. og kynslóðinni þar á eftir líka. hún bjó til mestu og flottustu og sterkustu ofurhetju allra tíma í líki rauðhærðrar stelpuskjátu í mislitum sokkum.
ojú, Lína Langsokkur er VÍST sterkasta ofurhetjan í öllum heiminum og hún myndi VÍST geta lamið Superman og alla hina DC og Marvel karlana í klessu, án þess að svitna!
og hananú!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli