28 ágúst 2004

bráðum koma blessuð...

já sko jólin koma bara rétt strax!

í dag og á morgun er vinna vinna vinna
á mánudaginn byrjar skólinn
á þriðjudaginn fer ég til Noregs í málningarvinnu
svo kem ég heim
svo fer ég á námskeið hjá Paul Farrington í söngleikjalögum
þá er september meir en hálfnaður, og ég verð í skóla og vinnu og...
svo byrjar óperudeildin og þá þá þá!! ha! þá!
þá minnkar vinnan niður í 50%
svo í byrjun okt er námskeið hjá Mark sem gaf mér 9,5 á prófinu í vor
svo í lok okt eru nemendatónleikar
svo í byrjun nóv fljúgum við til New York til að syngja í Carniege Hall, samkvæmt Garðari fyrst Íslendinga (getur það verið?)
komum til baka 9. nóv, og eins og allir vita þá verða jólin svo til komin þá.

er sumsé uppbókuð fram til 9. nóv svo þessar næstu 10 vikur verða súper fljótar að líða. þess vegna er svona stutt í jólin.

hananú!