01 október 2004

pempíur

sé ekki alveg tilganginn með karlkyns pempíum.
ég meina: til hvers eru þeir til?
þeir eru augljóslega ömurlegir í rúminu, slæmir til undaneldis, geta ekki tekið til hendinni (hún má ekki verða óhrein) við nokkurn skapaðan hlut, svo jafnvel þó þeir hafi vöðva, þá eru þeir gjörsamlega gagnslausir.
þeir eru vonlausir vinir, því um leið og maður þarf eitthvað á þeim að halda, þá láta þeir sig hverfa (ertu veik? ekki smita mig!!!! ha túr? ertu rauðsokka???)
þeir geta því í rauninni ekki neitt annað en að vera sætir!
þeir eru púddelhundar! af hundaætt, en ekki raunverulegir hundar, og um leið og þeir sjá kött þá hlaupa þeir uppí tré.

sumsé ekki raunverulegir karlmenn, heldur bara úrkynjuð grey.

það sorglega er, að þeir eru ört vaxandi kynstofn.
skyldu þeir fjölga sér með frumuskiptingu eða kannski knappskoti?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli