eitthvert það fallegast og best samda verk sem nokkurn tímann hefur verið samið
það er Requiem Mozarts
það síðasta sem hann samdi
svo dó hann
set það alltaf á þegar ég fer í bað
og þegar mér líður... þannig
hef margoft lýst því yfir, að ef ég megi velja hvaða tónlist ég hlusti á þegar ég dey, þá verði það Mozart Requiem
og nú, nú nú nú nú nú! er ég sjálf að fara að syngja í Mozart Requiem, með kórnum.
Húrra!
þetta verk! vá! vá! svo fallegt! svo áhrifamikið!
(þeir sem ekki þekkja það, hluti úr því var notaður undir árás Nightcrawler á forsetann í X-men 2)
mæli tvímælalaust með þessum tónleikum, en þeir verða 4. des. (nánar síðar)
jamms, og svo fyrst að ég verð búin að læra Mozart Requiem, þá get ég, þegar ég dey (vonandi í hárri elli), ef það verða ekki neinar græjur tiltækar, sungið það sjálf fyrir sjálfa mig. og ef ég hef enga rödd, þá syng ég það bara í hausnum á mér.
Requiem aeternam dona eis, Domine: et lux erpetua luceat eis.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli