Skil ekki alveg þessi nútíma verkföll. Finnst þau ekki bera neinn árangur. Bara skaða. Skaða nám barnanna. Skaða ímynd kennara.
Skil ekki af hverju þarf að leggja menntakerfið á hliðina í 6 vikur + til áður en hægt er að ná samningum. Af hverju er ekki bara hægt að gera sömu samninga strax? Getum við ekki bara farið í pínu ímyndunarleik og þóst vera komin ca. 8 vikur fram í tímann, og gert okkur í hugarlund hver niðurstaðan yrði. Sest svo niður og skrifað undir. Og sjá! skóli á morgun!
Nei! nei! nei!
Það má ekki semja við kennara! Þá kemur nebblilega verðbólga. Ef kennarar fá launahækkun þá vilja allir launahækkun. ppppppffffffffffft!
Getum við þá ekki bara kallað þetta launaleiðréttingu? Það er eins og allir séu orðnir svo vanir að kennarar séu láglaunastétt, að þeir mega ekki fá það sem þeim ber í samræmi við sína menntun. Þetta er nú meira ruglið!
Getum við ekki bara búið til einfalda launaformúlu sem allir eru sáttir við?
Dæmi:
Lágmarkslaun ómenntaðra: 100.000 kr (þessi tala er notuð til einföldunar)
Fyrir hvert ár í Háskóla: 50% af lágmarkslaunum bætist við.
Fyrir hvert ár af reynslu: 20% af lágmarkslaunum bætist við.
Fyrir hvert æviár: Ekki króna bætist við því fólki er ekki mismunað eftir aldri
Þetta er bara dæmi um formúlu. Semja má um hvaða tölur eru hvar. En samkvæmt þessum tölum væru byrjunarlaun kennara 300.000 krónur. Helmingur þjóðarinnar er með yfir 300.000 (skv. síðustu skatttölum) - er ekki eðlilegt að kennarar séu í þeim hópi?
Reiknum áfram: Byrjunarlaun unglækna væru 400.000 kr, tölvunarfræðinga 250.000 kr, verkfræðinga 350.000 kr og svo framvegis.
Og svo ekkert múður. Bara sátt.
19 september 2004
Og enn er verkfall
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli