31 ágúst 2004

Hilsen fra Norge

Systir mín er búin að kaupa sér höll! Ég er ekki að grínast! Öll stórfjölskyldan gæti vel búið þarna. Og það er sána og kæliherbergi og hiti í baðherbergisgólfum og rafmagn í veggjum (sjaldgæft í Norge). Og risastofa með brjáluðu útsýni og tómstundaherbergi og tónlistarherbergi og svo framvegis. Og það besta: risagarður með 5 eplatrjám, eins klippt út úr Astrid Lindgren bók.

Kannski maður ætti bara að flytja til Norge. Þar er sumar á sumrin, vetur á veturna og fullt fullt fullt af ljóshærðum strákum.

Talandi um! Ásgrímur er núna með sítt ljóst hár, og ég má róta í því. Alveg himnaríki!

tveir af mínum helstu veikleikum:
strákar með ljóst hár
strákar með sítt hár

mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm... sítt ljóst hár!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli