Systir mín er búin að kaupa sér höll! Ég er ekki að grínast! Öll stórfjölskyldan gæti vel búið þarna. Og það er sána og kæliherbergi og hiti í baðherbergisgólfum og rafmagn í veggjum (sjaldgæft í Norge). Og risastofa með brjáluðu útsýni og tómstundaherbergi og tónlistarherbergi og svo framvegis. Og það besta: risagarður með 5 eplatrjám, eins klippt út úr Astrid Lindgren bók.
Kannski maður ætti bara að flytja til Norge. Þar er sumar á sumrin, vetur á veturna og fullt fullt fullt af ljóshærðum strákum.
Talandi um! Ásgrímur er núna með sítt ljóst hár, og ég má róta í því. Alveg himnaríki!
tveir af mínum helstu veikleikum:
strákar með ljóst hár
strákar með sítt hár
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm... sítt ljóst hár!!!
31 ágúst 2004
Hilsen fra Norge
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli