07 október 2004

klikkun

er orðin svaka dugleg að aka á milli 3ggja staða, á öllum tímum dags. mínar leiðir eru oftast:

vesturbær - hlíðar
hlíðar - vesturbær
vesturbær - snorrabraut
snorrabraut - vesturbær

það kemur svo sem ekkert á óvart að Miklabraut/Hringbraut sé umferðarmartröð. það sem ég bjóst hins vegar ekki við, var hversu mikil umferð er á henni ALLTAF ALLAN DAGINN!
það er helst að það sé aðeins minni umferð á milli 10 og 11 á morgnanna, en frá 11 og fram yfir kvöldmat er hrein geggjun að ætla sér að aka hana. Að ég tali nú ekki um að vera svo bjartsýn að ætla að taka vinstri beygju af Hringbraut inná Snorrabraut.
þarf varla að taka fram sturlunina sem er á þessari leið á milli 7:30 og 10:00 á morgnanna.

er komin með einfalda lífsreglu í þessum málum:

Sæbraut, Sæbraut, Sæbraut!

Hvað er ég annars að gera á einkabíl?
já, sko, vildi óska að kona gæti hjólað. kona er bara alltaf með svo feikilega mikið af farangri meðferðis. t.d. 30 kg skólatösku OG aðra tösku með leikfimi og/eða sunddóti. auk þess er vandi að hjóla þegar það er ekki til sturta á áfangastaðnum...

úffidípúff!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli