í áframhaldi af umræðu okkar frænkanna um Kertasnigil, rifjaði ég upp hver var uppáhalds jólasveinninn minn í æsku
Stúfur var jú alltaf voða sætur
Gluggagægir beinlínis scary
flestir hinna vildu bara ræna sér einhverjum mat...
en Hurðaskellir! hann var annað og meira en aðrir jólasveinar
í mínum augum var hann táknrænn - lífsgleðin og kætin holdi klædd
hann nefnilega skellti hurðum, og það var sko bannað á mínu heimili!
ég skildi aldrei af hverju, því ég skellti aldrei hurðum í viljandi óþekkt eða reiði.
var bara að sprella og leika mér í einhverjum loftköstum og hurðirnar áttu það til að þurfa að lokast með miklum hraða.
það að banna hurðaskelli er eins og að banna börnum að hafa hátt sem er eins og að banna börnum að leika sér sem er eins og að banna börnum að vera börn sem er auðvitað ekkert annað en glæpur gegn mannkyninu með það eina markmið að útrýma gleði og kátínu æskunnar.
en Hurðaskellir! hann lét sko ekki bæla úr sér kætina, þrátt fyrir að vera reglulega flengdur með vendi!
hann kunni að lifa lífinu lifandi!
hann skellti hurðum!
húrra fyrir Hurðaskelli!
22 nóvember 2004
Hurðaskellir - húrra!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli