fallegi draumurinn sem ég hjálpaði til við að gera að veruleika fyrir 10 árum er núna um það bil að deyja.
og ég -skæl- fékk aldrei að kjósa hann
fyrir 10 árum var ég ekki orðin 18
fyrir 6 árum voru m&p búin að flytja mig í höllina í Kóp
fyrir 2 árum bjó ég í Quebec
og núna
þegar ég er loksins loksins loksins flutt aftur í mína ástkæru heimaborg
þá er þetta allt saman búið
kannski pínu sjálfselska að ætlast til að þau biðu eftir mér.
snökt
vil samt taka það fram að ég hef ekkert sérstakt á móti tilvonandi borgarstýru.
hef bara aldrei tekið neitt sérstaklega eftir henni á jákvæðan né neikvæðan hátt. og það er einmitt vandamálið. sé ekki að hún hafi nógu mikil pólitískan sjarma til að leiða listann til sigurs eftir 2 ár.
og svo er aftur spurning hvort að það sé nokkrum lista hollt að sitja of lengi við völd.
nokkurs staðar.
væri t.d. alveg til í að grafa Miklubrautina. getur varla verið mikið dýrara en öll þessi jarðgöng úti á landi, en myndi þjóna miklu fleirum.
finnst líka allt í lagi að rífa nokkur ljót fúnkishús frá 1960ogeitthvað til að gera almennileg gatnamót.
einhver var að hvísla því að mér að frú tilvonandi sé með forneskjulegar hugmyndir um samgöngumál. vona að það sé bara slúður.
hmmmm
spurning hvort að Sjálfstæðisflokksmeirihluti í myndi loka Söngskólanum...
ííííííííííííík
en með Villa Þvill og Steinu Val að berjast um stólinn næst...
er þá ekki bara spurning um eitthvað nýtt og ferskt framboð með sterkan leiðtoga og framsæknar hugmyndir?
samt...
muniði hvernig þetta var B.S. (Before Solla)?
engir leikskólar, nema fyrir einstæðar mæður, og þá bara hálfan daginn
brrrrrrrrrrr
skólinn var hálfan daginn, þ.a.l. stundum eftir hádegi - oj
allir peningarnir fóru í að reisa fokdýr minnismerki um Dabba - minnir mig...
man bara hvað borgin var eitthvað litlaus og óspennandi þá
og núna er þetta einhver flottasta borg í heimi, þrátt fyrir smæðina. og enn á uppleið þrátt fyrir umferðarhnúta.
lengi lifi mín ástkæra Reykjavík
13 nóvember 2004
Reykjavíkurlistinn - Im Memoriam
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli