31 desember 2004

Cars and boys

Flestir sem þekkja mig að einhverju leyti ættu að vita að ég dæmi ekki karlmenn eftir bílum. Gæti varla verið meira sama um hvernig bíl einhver gaur á, eða hvort hann á bíl yfirleitt, enda á ég minn eiginn súper-kúl bíl (og ég á hann ALVEG skuldlausan).
Njet, pottþétt ekki bíla-hag, eða hvaþþær nú kallast.

Eeeeeeeeeeeeeeeeen
það er samt eitt við bíla sem ég nota samt til að dæma menn voða harkalega
sérstaklega þessa dagana
hvernig þeir eru skafnir
veit þetta hljómar eins og meyjustælar dauðans, en:
það er einfaldlega hættulegt að sópa ekki af þakinu!
af hverju?
við sem lendum í því að keyra á eftir þessum letihrúgum gætum fengið snjóköggul í framrúðuna.
og ef ekki er sópað af húddinu, þá getur ökumaðurinn sjálfur blindast og lagt sjálfan sig og aðra í hættu.

svo: lið sem bara klórar gægjugat og keyrir af stað er þar með að merkja sig sem lata, óskynsama, eigingjarna etc.

að maður tali nú ekki um hvað karlmenn sem aumingjast í kulda eru innilega ósexý


og hananú

:Dagbjört sköfudís

Engin ummæli:

Skrifa ummæli