08 desember 2004

tónlistarfólk í desember

það er auðvitað bara klikkun
ég er ekki nema lítill ómerkilegur söngnemi, en engu að síður er söngdagskráin mín svona næstu rúmu vikuna:


  • Föstudagur 10. des, kl. 20:00
    Frumsýning nemendaóperunnar á Prakkaranum eftir Ravel þar sem ég syng hlutverk íkornans með fögru augun

  • Föstudagur 10. des, eftir kl. 23
    gestasöngvari hjá hljómsveitinni Hrauni, sem treður upp á Café Rósenberg, með fjöruga jóladagskrá.

  • Laugardagur 11. des
    frí (og laufabrauð)

  • Sunnudagur 12. des kl. 20:00
    2. sýning á Prakkaranum - íkorninn verður á sínum stað

  • Mánudagur 13. des
    Prakkarinn fer á flakk um grunnskóla borgarinnar - 2 sýningar (minnir mig)

  • Þriðjudagur 14. des
    Tvær skólasýningar í viðbót á Prakkaranum

  • Miðvikudagur 15. des
    Enn ein skólasýningin

  • Fimmtudagur 16. des
    Jólatónleikar Söngskólans. Þar flytur hjómsveitin Mín nýtt íslenskt jólalag eftir okkur sjálfar. Svo er ég líka í nýjum oktett sem ætlar að syngja 2 hress jólalög þetta kvöld.

  • Föstudagur 17. des
    Oktetinn, eða að minnsta kosti helmingur hans, treður upp í jólaveislu sviðstjóra Landspítalans

  • Laugardagur 18. des (kl. 15 eða 16 eða 17)
    Óperukórinn heldur jólatónleika sína - Dagamun í desember



og þá
loksins þá
get ég farið að týna upp brotin af mínu none-existant lífi
ef það verður hægt

hæ hó!
vinir mínir!
eruð þið þarna einhvers staðar?
muniði eftir mér?
partý hjá mér á gamlárs, allavega, og þið megið öll koma með ykkar hyski og jólasveina!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli