ég sakna Ernsins míns alveg ferlega mikið!
Ernið mitt stakk af í tilefni af ammælinu sínu og er búin að vera í burtu í 2 vikur!
Valla sagði mér að hún kæmi ekki aftur fyrr en 6. sept, og ég svosem lifi restina af þar sem ég verð í Norge...
Vantar samt svo að tala við Ernið mitt um alla frábæru hlutina sem ég uppgötvaði þegar ég gerði diskinn handa mömmu. Að búa til heilan disk án þess að fá feedback er bara ekki hægt! ekki heldur hálfan, þetta er nú bara hálfur diskur sem ég gerði, 23 mínútur...
Svabbi hjálpaði til í gær með feedback á lagið sem hann samdi (og ég er sumsé að mixa) og þá fattaði ég hvað maður er heftur ef maður hefur ekki fólk.
án fólks er enginn tónlist.
ef þú skrifar lag, sem enginn flytur, er það þá til? Er það þá nokkuð meira en bara svartir belgir á 5 svörtum línum?