jæja, þá er kona að leggja í hann
bíð eftir að naglalakkið á táslunum mínum þorni, svo ætla ég að vaska aðeins upp og svo er ég barasta farin með Iceland Express til Köben
að tónlistast með Ernunni minni
svo með næturlest til Osló (elska lestir)
að sumarfríast með storesös og stóru strákunum hennar 2
verð í einhverju netsambandi við og við, svo kannski kona bloggi við og við
farið vel með landið mitt á meðan
*knús og kossar*
:Dagbjört ferðadís
11 ágúst 2005
farin til Köben og Norge
08 ágúst 2005
ógeð
vaknaði á miðvikudaginn og gat varla kyngt
íllt í hálsinum
lá heima
horfði á meiri Smallville og las 8 nýjustu Ultimate Spiderman eftir Bendis (Bendis er bestur (og kannski Miller líka))
Peter hætti með MJ af því að hann var svo hræddur um að hún myndi deyja hans vegna
(já, einmitt, alveg eins og sumir...)
vaknaði á fimmtudagsmorguninn þegar mamma hringdi og ég gat varla talað
ennþá íllt í hálsinum
hékk heima
imbaðist á netinu
leiddist mest
föstudagur
ennþá veik
ógeðið samt farið að færast upp í nefið með tilheyrandi snýtingum :|
sem betur fer kom meðleigjandi minn heim úr sumarfríi með bók fulla af Su Doku þrautum svo ég hafði loksins eitthvað til að stytta mér stundir
mæli með Su Doku fyrir alla nörda sem leiðist :)
laugardagur
skutlaði storebror og Önnu 3 á flugvöllinn
svaf það sem eftir var dagsins
sumsé ennþá veik
sunnudagur
aðeins hressari
dívurnar komu í brunch og við óperunörduðumst langt fram eftir degi
alveg yndislegt hvað þær hafa gríðarlegan áhuga á óperum og eru duglegar að hlusta
við vorum sumsé að deila tónlist hver með annarri og hlusta á gamlar og nýjar stjörnur túlka uppáhalds aríurnar okkar - stundum með tilheyrandi "æj NEI! af hverju gerði hún ÞETTA!"
alveg dásamlegt
af hverju?
jú, þótt undarlegt megi virðast, þá eru bara alls ekki svo margir nemendur Söngskólans sem nenna að hlusta á óperur eða aðra klassíska tónlist
en dívurnar mínar hafa svo brennandi áhuga á því sem þær eru að gera að það er unun að fylgjast með þeim :)
svo þegar þær fóru, og ég var búin að kveðja Hulduna mína *grenj* (sem komst inní master í óperusöng í háskóla í Princeton í BNA! húrra fyrir henni!), þá var ég svo búin á því að ég þurfti að neita mér um að leggja mig með valdi - í þeim tilgangi að ég ætlaði að fara snemma að sofa til að geta mætt í vinnuna...
það eina sem dugði var að horfa á síðustu 3 þættina af Lost og GARG! svona bara má ekki!
leið svo illa eftir þennan hræðilega endi að ég gat bara alls sofnað heldur lá andvaka og hugsaði um börnin mín 5 sem hafa verið tekin og er verið að taka frá mér
í morgun
var SVO erfitt að vakna við klukkuna
áttaði mig smátt og smátt á því að ég er ENNÞÁ lasin :(
staulaðist útí apótek og keypti einhverja norska brjóstdropa
mamma vildi að ég keypti þá á fimmtudaginn en ég þrjóskaðist við
ekki mikið fyrir að úða í mig lyfjum ef ég kemst hjá því :S
og þvílíkt ógeð!
25% alkóhól og eftir eina skeið leið mér eins og ég væri ofurölvi
var nógu slöpp fyrir :S
í dag verða það fleiri Su Doku þrautir og kannski kona grafi eitthvað uppúr dvd safninu sem kona hefur ekki séð í mörg ár
svo á ég líka eftir að lesa öll Ultimate X-men frá upphafi - sem ég held að séu líka eftir snillinginn hann Bendis...
03 ágúst 2005
foreldrar
horfði á nokkra þætti af Smallville um daginn
kannski ekki raunsæjustu þættir í heimi, en flestir vita að ég er pínu ofurhetjufrík
allavega
eitt af því sem er stundum einum of í Smallville þáttunum eru hvað foreldrar hins unga ofurmennis eru brjálæðislega fullkomnir
pabbi hans er sérstaklega með ofurmannlegt siðferðisþrek, og þau eru alltaf til staðar og segja honum einmitt það sem hann þarf að heyra til að komast í gegnum alla mögulega og ómögulega hluti
og þau eru alltaf svo góð við allt fólk sem þau hitta...
sem á auðvitað að útskýra af hverju Superman er svona súper góður gaur, en stundum finnst manni þetta nú bara einum of - sem skiptir svo sem engu máli, því hver er að taka þessa þætti alvarlega?
nema hvað
svo mæta foreldrar mínir og setjast niður með mér og segja mér nákvæmlega það sem ég þarf að heyra og hjálpa mér að takast á við hlutina og sannfæra mig um að það sem ég er um það bil að ákveða að gera sé rétt og eru bara í alla staði meiriháttar
og ég man að svona hafa þau jú alltaf verið
alltaf til staðar til að segja nákvæmlega það sem maður þarf að heyra
pabbi er auk þess með ofurmannlegan heiðarleika og mamma með ofurmannlega mannlega næmni... já og svo góð við alla líka
eiga allir svona frábæra foreldra, eða eru það bara ég og Súperman?
01 ágúst 2005
innipúkar
sannleikurinn er sá að ég er ekkert sérstaklega mikill innipúki
ég ólst upp utandyra öll sumur, í sveit og svo í garð- og skógrækt
það stríðir gegn eðli mínu að vinna inni á sumrin
og um verslunarmannahelgar á ég heima úti
en til hvers að fara eitthvert ef kona kemst ekki á bestu hátíðina?
nah, þá getur kona bara eins verið heima og skellt sér á innipúkahátíðina
ekki satt?
við fengum reyndar ekki miða, en ákváðum að láta það ekki stöðva okkur
sátum heima hjá Ástu fram að miðnætti og sötruðum Malibu í ananassafa
röltum svo niður í Austurstræti, litum inná Hressó í um 5 mínútur, en þar var frekar sorgleg stemning
svo við ákváðum að kíkja fyrir utan Nasa, og sjá hvort einhver væri að reyna að losna við miða
ekkert svoleiðis
létum það heldur ekki stoppa okkur og röltum inn
klukkan orðin hálf eitt og Ásta spurði dyraverðina fallega hvort við mættum koma inn
jájá ætli það ekki bara ;)
þegar við mættum voru Ravionettes að byrja að spila
fengum okkur drykki á barnum og skoðuðum fólkið
alls konar fólk
17 - 57 ára eða hér um bil
einhverjir litlir strákar fóru að spyrja úr hvaða hverfi við vorum
hverfi? ha hvað?
svo skelltum við okkur á dansgólfi og reyndum aðeins að dansa, sem var vandræðalegt með töskurnar í höndunum
saknaði vasabuxnanna sem kona er alltaf í í Eyjum sem geyma allt sem maður þarf á að halda
töskuvesen
en samt, Ravionettes voru stuð og stemningin góð
svo kom pása og við röltum upp og spjölluðum við gamlan MH-ing þar til Trabant mætti á svið
ég veit ekki af hverju, en svona hef ég lítið hlustað á Trabant að ég hef ruglað þeim saman við einhverja aðra
einhverra hluta vegna minnti mig að þeir væru svona stuð-fönk eða polka eða rokk band eða eitthvað
allavega bjóst ég ekki við Depeche Mode á sýrutrippi
svo þegar þeir sögðust hafa verið að spila í Eyjum og allur salurinn púaði, þá vissi ég að ég væri ekki á réttum stað
þarna var sumsé fólkið sem lítur niður á aðra af því að þeir eru ekki nógu artífartí innisnobbaðir og dæmir tugi þúsunda þjóðarinnar á einu bretti
ég sem hélt að þarna yrðu ofnæmisgrísir og aðrir blánkistar eins og ég
til hvers í ósköpunum að vera á móti 15 þúsund manns sem vilja vera í náttúrunni og bræðralagsstemningunni í eyjum?
fatta alveg að þetta lið hefur aldrei upplifað þessa gleði, og aumingja þau, en mér finnst samt eitthvað svo tilganglaust að eyða orku í að vera á móti því
getur það verið biturð eða öfund?
ég hef aldrei heyrt neinn í Eyjum segja orð á móti innipúkanum
djammi hver sem hann vill
þar sem sýrueffectahljóðin hjá Trabant voru hátt yfir sársaukamörkum og mér þykir ákaflega vænt um súperheyrnina mína, þá ákvað ég að láta mig hverfa rétt fyrir 3
ekki misskilja mig, Trabant voru alveg frábærir, í rífandi stuði og aðdáendur þeirra greinilega hrifnir
tónlistin þeirra er bara ekki fyrir mig né mín eyru
ég veit ekki hvort ég fer á innipúkann aftur
er að minnsta kosti fegin að ég borgaði mig ekki inn
kannski maður finni uppá einhverju nýju næst...
29 júlí 2005
vantar miða á innipúkann!!!
ARGH!!!!
það er uppselt á innipúkann!!!!
og ég sem var farin að hlakka svo til
Hjálmar, Trabant og Blond Redhead
langar SVO á sunnudaginn !
hjálp !
grenjuskjóða
vá hvað tárakirtlarnir mínir eru ofvirkir þessa dagana!
ég er barasta alltaf skælandi!
má helst ekki knúsa litla yndislega 4ra ára tröllastrákinn minn án þess að tárast
(aþþí að ég veit að hann verður tekinn frá mér eftir örfáar vikur)
svæfði þau síðasta föstudag (fyrir norðan) og þegar hann var sofnaður bara byrjuðu tárin að streyma...
svo í gærkvöldi þegar ég var að taka mig til fyrir bíóferð með kvinnet (Madagaskar :þ ) og ætlaði að setja á stemningartónlist, þá rakst ég á diskinn með "Dagurinn líður" og skellti honum auðvitað í, enda langt síðan ég hef hlustað á hann.
en narcissistinn í mér virðist vera búin að gleyma því að þetta kom allt upphaflega út úr hausnum á honum, og það eina sem hann heyrði var Dóra að syngja og nú er Dóra farinn...
sem er auðvitað ÆÐISLEGT af því að hún komst inní þennan frábæra skóla, en narcissistinn inní mér áttaði sig á að hennar verður samt sárt saknað...
og hann fór að háskæla
Steinunnunnin farin
Ernan farin
Dóran farin
storebror og Anna 3 fara eftir viku
Huldan fer eftir 2
og 2 minni tröllabörnin hans storebror eftir 4 vikur
já og storesös er ekkert á leiðinni heim
það verður því orðið lítið eftir af mínunum nánustu vinum og vandamönnum á skerinu - og engin börn!
bráðum fæ ég samt vonandi píanó, og þá get ég bara sökkt mér í tónsmíðar á meðan ég finn mér nýtt fólk :)
en getið þið ímyndað ykkur að þurfa að vera til án fólks OG án tónlistar !!!!!!!
eitt
stórt
! ! ! G R E N J ! ! !
;)
28 júlí 2005
furðulegur dagur
gærdagurinn
byrjaði þegar ég kom heim úr vinnunni klukkan 01:00 og staulaðist uppí rúm
handviss um að ég myndi sofna svo til undireins, opnaði ég bókina (HP6 - já ég er að lesa hana aftur, því ég las hana svo ferlega hratt fyrst - og hún er frábær í 2. skiptið!) og ætlaði að lesa svo sem hálfa síðu á meðan rúmið mitt volgnaði
en þetta var einmitt svona uppúr bls 400 og ég vissi hvað væri alveg að fara að gerast...
allt í einu leit ég upp og velti fyrir mér hvort ég ætlaði ekki að fara að sofna?
klukkan orðin 02:30
úff
las "aðeins" lengra...
lagði frá mér bókina og slökkti ljósið
hrökk upp klukkan 08:30 við það að sinin í hægri löppinni ákvað að stytta sig um eina 5 cm í tilefni þess að ég hafði verið í háhæluðum nokkra daga á undan
argh! hvað það var sárt
það var ekki til nein mjólk né súrmjólk né jógúrt né bíómjólk né brauð né neitt sem gæti flokkast sem morgunmatur
er búin að vera að vinna svo mikið að ég hef ekkert komist í Bónus
vissi að ég þyrfti að drífa mig í vinnuna, svo ég ákvað að koma bara við í Nóatúni í leiðinni og kaupa súrmjólk (geymi alltaf kassa af fitness niðurfrá til öryggis)
nema hvað
í einskærri hneikslun og mótþróa yfir því að ég ætlaði virkilega að dirfast að keyra í vinnunna 3. sólskinsdaginn í röð, ákvað elskulegi bíllinn minn að neita að fara í gang
klik
klik
klik
heyrðist
ég held það hafi bjargað deginum, því eftir brösótta byrjun neyddist ég til að labba í vinnuna í þessu líka frábæra veðri
þar með fékk ég nógu góðan sólskinsskammt til að endast mér út daginn
og ekki vanþörf á
þegar ég var búin að vera í vinnunni í svona klukkutíma, þá var klukkan allt í einu orðin 13 (mætti hálf 10 sko)
þegar ég var búin að vera þar í 2 tíma, þá var klukkan orðin fimm
bugfixar test og vesen
allt í kapp við tímann
samdi við mömmu um að pabbi myndi sækja mig og hún myndi gefa mér að borða, þar sem ísskápurinn minn væri svona líka tómur.
hafði ekki fengið kvöldmat næstu 2 kvöld á undan, en það er bara ekki hægt að vinna endalaust án matar...
pabbi kom klukkan 18:30
hann var reyndar pínu seinn, svo ég ákvað að henda inn einni lítilli textabreytinu...
og þá hrundi mblog.is
pabbi flautaði
hvað er í gangi???
serverinn á hliðinni
pabbi flautaði
hljóp út
"bíddu aðeins, ég drap serverinn!"
tók breytinguna til bara
ennþá niðri!
fiktaði þetta
fiktaði hitt
veit ekki alveg hvað ég gerði, en greyið serverinn staulaðist uppá brauðfætur
fattaði hvað var að
hljóp út
settist inní bílinn
pabbi keyrði af stað og ég hringdi í support símann
"ertu til í að restarta servernum fyrir mig!"
eftir matinn sagðist storebror vera á leiðinni heim til mín þegar börnin væru sofnuð
þau voru hins vegar í óvenju stirðu skapi, og ég mátti sitja föst í Kópavogi til klukkan rúmlega 22
fylgdist á meðan með Þrúði sem var glaðvakandi og fékk verki í eggin
svo fékk ég að halda á henni og var eins og allgjör klaufi
2ggja vikna, algjör rúsina, en samt orðin góðar 18 merkur!
jæja, storebror skutlaði mér loksins heim og við kíktum oní húddið á bílnum mínum
pabbi hafði stungið uppá vatni á rafgeiminn
fylltum á
klik
klik
ekkert gerðist
ekkert snerist neins staðar
svissinn bara var í einhverri fýlu
svo storebror ýtti honum í gang eins og ekkert væri með þeim ráðleggingum að ég legði honum í Nóatúnsbrekkuna til að tryggja að ég kæmist aftur heim, því ég var jú á leiðinni aftur í vinnuna...
kom sumsé ekki aftur í vinnunna fyrr en 22:30 og átti allt of mikið eftir
staulaðist heim um 02:00, þ.e. upp Nóatúnsbrekkuna með súrmjólkina frá því um morguninn í poka
En viti menn
elsku litli bíllinn fór bara í gang af eigin rammleik, og ég fékk að bruna upp Lönguhlíðina með súrmjólk á milli fótanna
í þetta skiptið leit ég ekki í bókina ;)
22 júlí 2005
farin norður
jæja, þá er í þann mund að stinga af norður í land í faðm fjölskyldunnar
næstum því allt mitt uppáhaldsfólk (þám. allar Önnurnar mínar þrjár) verður saman komið að Hólum í Hjaltadal um helgina
:D
ég og gítarinn erum til, og ég á bara eftir að þurrka skítinn af hliðarspeglunum á bílnum áður en ég fer og sæki Önnu 2 og Stebba bróður hennar sem ætla að vera samferða mér norður. Anna fékk HBP í gærkvöldi, þannig að líklega sefur hún nú bara alla leiðina ;)
annars var dívuráðsfundur í gærkvöldi, til heiðurs Dóru dívu sem er á leiðinni í einhverja eftirsóttustu óperudeild í heimi og flytur af landi brott á þriðjudaginn!!!
húrra fyrir henni! grenj hvað ég á eftir að saknennar!
einhverjum sem finnst actionary skemmtilegt?
ímyndið ykkur þá dívu-actionary
allir athyglissjúkir og enginn feiminn!
úje
skemmst frá því að segja að ég var ekki búin að pakka þegar ég staulaðist á fætur í morgun
en allavega
sólskinið kallar!
vona að þið njótið helgarinnar öll sem eitt
*knús og kossar*
:Dagbjört sólskinsdís
19 júlí 2005
Þögn
þögnin kæfir mig
"Dagbjört, líður einhvern tímann sá dagur að þú syngir ekki?" spurði Dóra díva eftir að hafa deilt með mér hótelherbergi í 5 daga í nóvember.
"nei! ef ég syng ekki þá líður mér illa" var svarið
þegar ég var stelpa þá grét ég ef ég var hás og gat ekki sungið í nokkra daga
í gær (sunnudaginn 17. júlí)
var ég búin að þegja í 2 mánuði
eftir að hafa misst röddina rétt fyrir próf en samt pínt hana áfram fram yfir 8. stigs tónleikana
hása og ljóta
þögnin meiðir mig
ég er ekki lifandi á meðan ég þegi
og píanólaus í þokkabót
ekkert gaman að spila á gítar án þess að syngja
jamm, það má etv. sjá það á því hvað bloggin mín síðustu 2 mánuði eru dauf nema þau séu reið útaf einhverju eins og nornaveiðum og karlrembum.
fyrir utan í blábyrjun júní þegar ég var rétt búin að klára nokkur lög og var ennþá að anda þeim að mér...
að syngja ekki er að anda ekki
og ég hef ekki andað í 2 mánuði
fyrr en í gær :)
svaf lengur en ég hef gert í marga mánuði
vaknaði
borðaði í rólegheitunum
fór í sturtu
og söng
betur en ég hef gert síðan...
í janúar?
það vantar reyndar ennþá mikið uppá að allt sé í lagi, en þetta er loksins á réttri leið
loksins er ég farin að raula á meðan ég geng frá eftir matinn eða hengi út þvottinn
og í morgun á meðan ég hjólaði í vinnuna
loksins get ég slökkt á útvarpinu í bílnum
og sungið alla leiðina heim
og hver veit nema ég vakni bara syngjandi á morgun :D
17 júlí 2005
muh
ég er búin með bókina á innan við sólarhring (bara 607 bls!)
og það er ENGINN sem ég get talað við
þetta gerðist líka síðast
muhmuhmuhmuhmuhmuhmuhmuhmuh!
(ég gat eiginlega ekkert sofið í nótt! náði einhverjum 3 tímum og var alltaf að rumska og dreyma hvað kæmi næst...
svo ef ég hefði ekki ákveðið að skreppa til mömmu og snýkja kvöldmat, þá hefði ég verið búin með bókina klukkan svona 9 í kvöld
lestrartími: 17 klst (húrra! prímtala!!)
sumsé tæpir 3 tímar fyrir hverjar 100 bls)
og hvað á ég nú að gera á morgun og hinn? lýsti því yfir að ég kæmi bara kannski í vinnuna á mánudaginn, og langar nákvæmlega ekkert að vera þar, þar sem við verðum með gesti frá "The Evil Empire" (Londonskrifstofunni).
kannski ég lesi hana bara aftur !
nei, en ég held ég fari núna og kúri með hana og lesi aftur kaflann þar sem...
;)
15 júlí 2005
Þrúður
Nafn þetta er fengið úr goðafræðinni. Þrúður var dóttir Þórs þrumuguðs og merkir nafnið styrkur, - kraftur.
Fallbeyging
nf : Þrúður
þf : Þrúði
þgf: Þrúði
ef : Þrúðar
-----------
Haldiði að það sé flott!
Systkinin Náð, Gnýr og Styrkur :)
14 júlí 2005
Freyr, ég er ekki sátt við þig
you promised me blue skies
and days without rain
outlawing the wind
like once before
remember?
you promised suntans
from swimming outside
sunnyblonde hair
sun everywhere
and blue eyes blue eyes blue eyes all around
why did you take the summer away?
why did you take the summer away?
why did you take the summer away?
you promised me laughter
and playing outside
rollerblades, bikes
a warm beach
or almost
said it was my choice
to live in the sun
wear my bright skirts.
but it's not here
and my eyes are grey and gray and ...
why did you take the summer away?
why did you take the summer away?
why did you take the summer away?
10 júlí 2005
fallin
jæja
það hlaut að koma að því
það hefur heyrst ískyggilega lítið í mér undanfarið
ekki vegna þess að ég sé svo súper bissý að taka uppúr kössum
ónei
ekki vegna þess að ég hafi svo brjálað mikið að gera í vinnunni
ónei
meira að segja lá ég heima í 2 og hálfan dag í síðustu viku með massa kvef og hálsbólgu og er núna svotil alveg raddlaus
akkuru blogga ég þá ekkert?
ekkert að segja?
jújú
svosem nóg
með skoðanir á flestu eins og flestir vita
það er bara þannig
að ég er fallin
á minni hættulegustu fíkn
úje
ákvað fyrst að vera súper praktísk
ekkert gaman að taka uppúr kössum án þess að hafa eitthvað til að hlusta á
svo ég náði mér bara í HP5 hljóðbók niðrí vinnu og blastaði henni yfir alla 120 fermetrana sem storebror var svo góður að lána mér, á meðan ég tók upp bækurnar mínar og þurrkaði af þeim rykið í rólegheitunum
sem var ágætt
nema
svo fór ég að lesa uppí rúmi líka
á kvöldin
og svo
á morgnanna (mætti skömmustuleg klukkan 10:30 á föstudaginn þó ég hafi vaknað fyrir klukkan 8)
og núna
er ég tímabundið búin að missa áhugann á veruleikanum og dottin inní Hogwarts og nr 12 Grimmould Place
og farin að telja niður dagana fram að HP6
5 dagar og 2 klukkutímar
:þ
bók + ævintýri = stórhættuleg blanda!
best að skríða undir sæng að lesa...
07 júlí 2005
elsku bestu tjallarnir
mig langar bara til að dáðst að því hvað bretar virðast bregðast yfirvegað við árásunum.
etv. sýnir það hvað þeir eru jarðtengdir blessaðir
vissu að þeir máttu eiga von á þessu
að enginn er ódauðlegur
engin heimur óbreytanlegur
ég á ekki við að þetta fái ekki á þá
þeir virðast bara ekki vera með neina svona móðursýki
og vá hvað björgunaraðgerðirnar virkuðu vel skipulagðar
á meðan sífellt versnandi íslenskir fjölmiðlar kepptust við sína æsifréttamennsku sagði fólkið á staðnum rólega frá
"það er allt í lagi með mig!" sagði sótug ung kona með blóðtauma rennandi niður lappirnar, "það er fólk ennþá inni sem er miklu verr sett"
"við biðum í vagninum í 20 mínútur og hjálpuðumst að við að róa hvert annað" sagði maður úr einni lestinni
jamm, æðruleysi
þessir heilþvegnu sauðir hans Ósóma hafa ekki einu sinni komist nálægt því að hafa varanleg áhrif á breskt þjóðlíf og þjóðarsál
bretar eru yndislegir
allar góðar vættir veri með þeim
04 júlí 2005
smá getraun
jæja
langar einhvern að giska á hvað var það fyrsta sem ég tók uppúr kössunum?
a. allt í kaos
b. bækurnar
c. geisladiskarnir (cd)
d. dvd
e. eldhúsdót
f. föt
giskið nú. hvað er það sem ég get síst verið án?
:D
01 júlí 2005
lífið í kössum
jæja, þá er kona flutt!
í risastóru stofunni í íbúðinni hans storebror, sem ég þarf að fara að reyna að kalla íbúðina mína, standa kassar, skápar, kommóður, sófar og aðrar mublur í algjörri óreiðu.
meyjunni líður ekkert sérstaklega vel með það, en við vorum í svo miklu tímahraki að bera allt inn áður en bílstjórinn þurfti að fara í næsta verk, að þessir frábæru strákar sem komu til að hjálpa mér (gengið hans storebror, storebror sjálfur og pabbinn) fengu að skella öllu í einn haug á svo til miðju stofugólfinu.
það var rétt svo að mér tækist að komast að öðrum sófanum í gær, setja í hann pullurnar og kasta mér útaf með fréttablaðið í svo sem hálftíma.
en svona er nú bara til að laga það
mamman ætlar að koma askvaðandi um helgina og hljápa mér að taka uppúr kössunum. hún er algjör gimsteinn. mætti til mín á þriðjudagskvöldið og var bara í tæpa tvo tíma að pakka öllu eldhúsinu og því sem var eftir af stofunni. á meðan var ég að vesenast með einn bókaskáp! komst að því að ég á miklu meira af bókum en ég hélt. ætla að telja bókakassana á morgun og láta ykkur vita ;)
stærsta vandamálið eru hins vegar mublurnar sem ég bara get ekki bifað. eins og t.d. sjónvarpið. því var bara skellt á ganginn því það komst ekki inní stofuna, og það er ekki fræðilegur að ég nái því inní stofuna, og hvaþþá uppúr kassanum. skáparnir hillurnar og kommóðan eru í svipaðri stöðu. standa á víð og dreif um stofuna og ég get ekkert gert í því. stundum er óþolandi að vera einhleyp kona með ofnæmi fyrir því að biðja sér hjálpar (bað sko engan að hjálpa mér að flytja, storebror var svo yndislegur að bókstaflega hóta mér ef ég leyfði honum ekki að koma með strákana). enda auðvitað á að biðja storebror og pabba að færa þetta allt á réttan stað. fyrst þarf ég bara að ákveða hvar sá staður sé...
flutti sumsé seinnipartinn á miðvikudaginn og var svo kófsveitt allan daginn í gær að ganga frá og þrífa Reynimelinn. fór með um 450 dósir og flöskur (takk allir þeir sem hafa komið í partý) í endurvinnsluna og ætla því núna að skella mér á útsölu í Zöru og sólunda gróðanum beint í sjálfa mig.
ég er ekki orðin nettengd, svo ekki hafa áhyggjur þó það heyrist lítið í mér
*knús og kossar*
27 júní 2005
tékklisti fyrir flutninga
- skrá mig fyrir símanúmerinu mínu
- flytja símanúmerið mitt
- vesenast útaf ADSL og emailinu sem ég notaði aldrei en borga 1200 kall fyrir á mánuði
- vesenast í orkuveitunni svo konið mitt hætti að fá reikninga
- borga rafmagnsreikninginn sem hvarf
- pakka stofunni
- pakka eldhúsinu
- pakka fötunum
- pakka músíkinni
- flytja lögheimili
- láta póstinn vita
- láta mastercard vita
- láta og Vodafone vita
- láta Hringiðuna vita
- láta símaskrána vita
- einhverja fleiri?
- panta flutningabíl?
- kaupa morgunmat áður en ég æli
talandi um símaskrána!
frændi minn spurði mig að því hvort ég myndi ekki hætta að vera nemi í símaskránni, núna þegar ég er búin með 8. stig og komin í söngskólapásu.
vandamálið er bara hvað ég eigi þá að vera?
dettur helst í hug:
Dagbjört ævintýrakona
hvað finnst ykkur?
haldiði að einhver myndi misskilja þetta illa? hvernig?
haldiði að síminn myndi leyfa mér þetta?
einhverjar betri hugmyndir?
:þ
24 júní 2005
hæ hó
er einhver á lífi?
hvað er með internetið?
eina síðan sem virkar er blogger...
já og google
msn niðri
tölvupósturinn niðri
mbl
skrítnast
22 júní 2005
pínu undirbúningssöknuður
the sun licks the city
early morning birds are singing lovesongs
out there
I try to join them
but how can I sing lovesongs when I'm empty
in here
the grass is fragrant
my rose is in bloom
the blue sky is smiling
it shed it's cloak of darkness
to a midsummer groom
and then it's daytime
I put on my green summer skirt and
I try
to shake off my torpor
but really want to crawl back 'neath my duvé
and...
blah
svo vantar hin erindin
ætli þau komi ekki í haust þegar ég hef tvöfalt fleiri manns til að sakna...
þá verða ca. 12 af mínu uppáhaldsfólki hinum megin við hafið *grenj*
en þá verður reyndar ekki lengur miðsumar :S
15 júní 2005
5 milljón systur mínar myrtar
ég hef löngum velt því fyrir mér hvað það sé sem er að í heiminum
einu sinni hélt ég að ég myndi aldrei finna svarið
það er auðvitað samspil margra þátta, en það er þó hugsanlegt að rótin að því flestu liggi í um 1700 ára gömlu samsæri og valdabrölti viðbjóðslegra manna allar götur síðan.
stór hluti af þessu samsæri, eftir því sem það vatt uppá sig eins og snjóbolti frá helvíti, var að minnka áhrif og völd og virðingu kvenna. Vegna þess að þeirra menning ógnaði valdi þessara viðbjóðslegu karla, sem smátt og smátt krepptu hnefann í ógnarstjórn yfir heiminum. við vitum öll að vald þeirra byggðist á ótta. Þeir stjórnuðu manninum með því að þykjast stjórna því sem hann óttaðist mest.
Á endanum ákváðu þeir að leggja í skipulagða útrýmingarherferð á menntuðum og sjálfstæðum konum. Vísindakonur, sem á þessum tíma stunduðu t.d. náttúruvísindi, lækningar, voru ljósmæður og margt fleira. Konur sem á einhvern "yfirnáttúrlegan" hátt skildu stærðfræði! Konur sem þorðu að segja skoðanir sínar. Konur sem af handahófi fóru í taugarnar á einhverjum körlum. Voru kannski ekki nógu fríðar. Eða fóru í taugarnar á einhverjum konum. Voru kannski OF fríðar.
Í sumum hlutum Evrópu fóru útrýmingarsveitir um bæjarfélögin og völdu úr konur til að brenna til dauða. Af hverju lét fólk þetta viðgangast? Ótti, að sjálfsögðu. Hvað annað getur valdið öðru eins ?
5 milljónir! Fyrir 300 árum, þegar mannkynið var að fjölda aðeins brot af því sem það er nú!
hvílík blóðtaka!
Og konurnar sem eftir voru, voru þær sem voru þægar og góðar, og viðbjóðslegu mönnunum þóknanlegar. Og svo kannski örfáar í viðbót sem tókst að fela sig. Þykjast. 300 ár af ofsóknum, hvað ætli það hafi gert fyrir sjálfsálit kvenna. Og genauppbyggingu! Ætli þeir hafi ekki bara komist langleiðina með að útrýma vísindagenunum af x-litningnum?
Ef þetta hefði komið hingað á skerið okkar, þá væru fæstar okkar til í dag. Ef þetta hefði komið hingað núna þá værum við systir mín og móðir að öllum líkindum með þeim fyrstu á bálköstinn. Forstjóri, læknir og tækninörd! Við bara hljótum að vera verk djöfulsins! Ef svo er, þá hljótum við að hafa átt formæður sem voru það líka...
En Ísland slapp. Hér var engin skipulögð útrýming. Bara nokkrir karlar sem notuðu þetta sem afsökun til að losa sig við einhverja aðra karla sem fóru í taugarnar á þeim, og einn klikkaður prestur á sveppum. Hamingjunni sé lof fyrir það. Hvernig væri Ísland án allra þessara sterku kvenna?
Mér þætti forvitnilegt að vita hvort löndin sem lentu verst úti í útrýmingarherferðinni standi sig verr í jafnréttismálum en önnur lönd. Mér hefur alltaf þótt áberandi þegar ég kem til útlanda hversu lítil virðing er borin fyrir konum þar, miðað við það sem ég er vön. Því miður er þessi skakka erlenda menning sífellt farin að hafa sífellt meiri áhrif á okkar samfélag. Hvert flytur maður þá?
Ég held að þessir viðbjóðslegu karlar hafi sett veröldina úr jafnvægi. Það er það sem er að henni. Okkur svimar öll. Spurning er bara hvort nokkurn tíman verði hægt að finna þetta jafnvægi aftur.
07 júní 2005
Upptaka handa ykkur - loksins!
jæja, þið hljótið að vera komin með algjört ógeð á öllu mínu röfli um Dagurinn líður
ég bara get ekki hætt að vera í sæluvímu yfir því!
þetta hef ég nefnilega aldrei upplifað áður
hef alltaf verið með hausinn fullan af alls konar vitleysu, bæði tónlist, sögum og plönum
plönin ganga auðvitað aldrei eftir
sögurnar eru bara rugl
og tónlistinni hef ég ekki getað náð almennilega út
fyrr en núna
og núna
í fyrsta skipti
er raunveruleikinn svo miklu æðislegri en ímyndunin gat gert sér í hugarlund!
því halló! hvaða tónverk er jafn flott í hausnum á manni eins og það er í alvöru flutningi alvöru tónlistarfólks!!!
*andvarpandvarpandvarpandvarp*
og hún Dóra yndið mitt gerði þetta svo vel!
og nú getið þið fengið að heyra!
hér (á mp3 formi)
með góðfúslegu leyfi Dórunnar minnar *knús og kossar* sætust!
p.s. ef þið misstuð af því hér að neðan, þá er ljóðið eftir Tómas Guðmundsson, úr ljóðabókinni Við sundin blá eða á blaðsíðu 80 í stóru Tómasarbókinni (sem þú átt t.d. storesös)
06 júní 2005
dora_burt.pts
verkefni kvöldsins er að mixa burtfararprófstónleikana hennar Dóru dívu
svo vonandi fáið þið að heyra "Dagurinn líður" á morgun :)
svo er víst best að fara að standa við öll þessi loforð um að láta fólk fá nótur ;)
meira seinna - pro tools bíður!
:D
Hversdagsleikinn?
tja...
ég byrjaði á að draga allt nördagengið uppí skorradal í fjórhjólasafarí, veggjaklifur, axarkast osfrv. Endaði að sjálfsögðu með bjór og grilli (og slatta af eplasnafsi) fram eftir nóttu :)
sweet
hefði aldrei trúað því hvað það er GEGGJAÐ gaman á fjórhjólum
(já elsku umhverfissinnar, þetta var allt eftir fyrirfram ákveðnum leiðum og ekki verið að spæna upp neitt af fósturjörðinni - haldiði að ég hafi ekki verið búin að dobbeltékka það???)
en sumsé, vindurinn í andlitið, fjöllin, firnindin, nýbornu lömbin, hestarnir...
barasta íslensk náttúra eins og hún leggur sig og ákaflega vel taminn og kröftugur fákur undir manni ;)
fór auðvitað í algjöra sveiflu yfir því að vera pínd til að vinna inni í allt sumar! ! !
*hneiksl*
það er svo andstætt eðli mínu að mér finnst það vera brot á mannréttindum mínum!
jamm
svo var Gerard Butler kvöld hjá dívuráðinu á laugardaginn, en fyrst fórum við út að borða á Tapas barnum. Viðfangsefnið var kroppasýningin og gamanmyndin Tomb Raider 2, og ekki hægt að segja annað en að það hafi verið mikið hlegið og svo líka pínu stunið ;) Svo var töluvert velt vöngum yfir því hvers vegna allir flottir karlmenn eru svona gamlir (GB er 36). Mér finnst það frekar augljóst. Hver vill stráka? Jú, kannski sumar stelpur. En konur? Þær vilja menn. Og dívur þess þá heldur ;)
En að öllu gamni slepptu, þá liggur við að kona hafi alveg jafn mikið að gera eftir allt saman. Nema bara núna er það við að hitta fólk. Sem er auðvitað frábært, því þannig á sumarið að vera.
Og fólk er líka best.
*knús og kossar*
31 maí 2005
frííííííííííííííííííík!
vátsj hvað það hefur verið erfitt að einbeita sér í vinnunni í dag!
það komast nebblilega engar hugsanir að í hausnum á mér
hann er svo stútfullur af tónlist
var að taka upp til að verða 3 í nótt
byrjaði um leið og ég kom heim, þ.e. eftir að ég hafði stungið frosinni pízzu í ofninn
ég er núna orðin einbúi, sambó er fluttur heim til Færeyja :(
það byrjaði líka svona glæsilega:
konið mitt hringdi í mig klukkan hálf tíu og ég ráfaði um íbúðina í hálfgerðri maníu á meðan ég lýsti ástandinu fyrir henni
tónlist tónlist og meiri tónlist
svo var ég komin inní eldhús og fann einhvern voða hita leggja frá eldavélinni :þ
þá var sumsé pízzan búin að vera í ofninum í 2 og hálfan tíma
ég hef nefnilega svo lélegt lyktarskyn
og hausinn á mér var týndur í tónlist
hún var svona líka skemmtilegur kolsvartur hálfmáni
þar fór kvöldmaturinn :(
jæja, svo hélt ég sumsé áfram til 3 í morgun þegar mér tókst með einhverjum undraverðum hætti að tæma höfuðið nóg til að sofna
vaknaði samt eins og skot klukkan rúmlega níu
þurfti að vesenast
og vesenast
bleah
þegar ég kom loksins í vinnuna rúmlega 13, þá tók það mig heila eilífð að ná mér nógu mikið niður til að geta gert eitthvað af viti
hvernig er hægt að koma skipulagðri kóðahugsun í haus sem býr til meiri hávaða en 7 útvarpsstöðvar á fullu?
það sem virkaði loksins var að skella Absolution (með Muse) í eyrun á fullu blasti
þá róaðist ég
hversu bizarre er það?
kannski Matt sé Mozart rokksins :þ
ha? hafiði ekki heyrt að Mozart eigi að hjálpa manni að einbeita sér? Hann er svo súper-strúktúraður að hann hjálpar heilanum að skipuleggja sig
úje
á morgun tekur hversdagsleikinn við!
hvernig ætli hann sé?
kvíði honum nú pínu :S
frííííííííííííííííííík
eða sko
ég er nú með eitthvað af ljóðum í bakhöndinn til að semja við í sumar
svo er ég líka að flytja
og kannski ég opni nokkra bækur!
víííííííííí
hversdagsleikinn
skal aldrei
inn fyrir mínar
dyr
koma
en mig vantar fólk :(
meðleigjandi óskast
í stóra íbúð í hlíðunum
má ekki vera sjónvarpsfíkill
píanó verður á staðnum
og tölva til eigin nota
má endilega vera eitthvað í tónlist
en ekki dópi
29 maí 2005
dagurinn líður
ég er hálf uppgefin
en um leið svo full af yndislegum skynjunum og tónum dagsins
sund úti í sólskininu
heilt k
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
loksins!
en það var nú bara byrjunun
Dóra díva var hreint út sagt stórkostleg
á burtfararprófstónleikunum sínum í Langholtskirkju
hún hefur aldrei verið jafn glæsileg og falleg, og röddin!
hún er farin að hljóma virkilega pró
hún frumflutti "Dagurinn líður" svo undurfallega að ég táraðist og átti hálf bágt með mig þegar hún kallaði mig uppá svið eftir lagið til að hneigja mig
hún söng það SVO VEL !!!
*andvarpandvarpandvarpandvarp*
og svo var auðvitað allt sem hún söng á tónleikunum frábærlega gert
og mikið af flugeldum, sérstaklega í lokin
hún er bara æði
úff og svo
ef þetta var ekki nóg
þá fór ég á tónleika með Portúgölsku Fado söngkonunni Marizu
Fado fado fado
úfffffffffffffffffffff
hún söng með öllum líkamanum
dansaði um sviðið
innlifunin
vá
allar þessar skynjanir fljóta stjórnlaust um inní mér, og einhverskonar undirmeðvitund reynir að koma skipulagi á þær
ég veit hvar þær enda
þær geymast vel í þeim hluta heilans sem við köllum í daglegu tali hjartað
svo brjótast þær út, ummyndaðar í einhvers konar tónlist
:)
svona dagar!
"En þaðan stíga sumarkvöldsins söngvar er sól til viðar hnígur" (úr Dagurinn líður)
25 maí 2005
nörd
jæja
kominn tími á að tjá sig aðeins um þetta orð
nörd, sjáið þið til, virðist nefnilega vera eitt af þessum viðkvæmu orðum
sumir líta á það sem bara svona orð sem þeir nota
en aðrir eru alveg hreint svakalega viðkvæmir fyrir því
sumir tengja sjálfsmynd sína við það
aðrir sjá það sem eitthvað voða neikvætt
jamms, stórhættulegt, því sumir virðast leggja eitthvað svo mismunandi merkingu í það
svo það er kannski gott að fara aðeins yfir sögu þess í íslenskri tungu, eins og ég hef upplifað hana:
einu sinni var nörd kannski eitthvað neikvætt orð
svo var það skilgreint sem "nær öldungis ruglaður drengur" og var þar með orðið fyndið :)
svo komu tölvurnar til sögunnar svo um munaði, og nördarnir sigruðu tölvuheiminn og urðu alveg hreint svakalega ríkir sumir. húrra fyrir því!
þegar ég var í HÍ (97 - 00) var orðið þó ennþá ákaflega viðkvæmt.
þannig var mál með vexti að hópur nörda vildi breyta nafni FT (félags tölvunarfræðinema) í Nörd !
þeir sem voru viðkvæmir fyrir því að vera kallaðir nördar börðust á móti þessu og í nokkur ár var tillagan felld.
það var ekki fyrr en stelpurnar höfðu tekið völdin í félaginu og þessir viðkvæmnisguttar, sem voru ekki búnir að fatta að nörd væri kúl orð, voru flestir útskrifaðir (eða bara flosnaðir uppúr skólanum), sem tókst að veita þessu ágæta félagi sitt réttmæta nafn :)
Síðan þá hefur orðið nörd fest sig í sessi, amk. á meðal tölvunarfræðinga, sem orð sem við einfaldlega notum hvert um annað.
ég kalla líka marga vini mína nörda, þó svo þeir séu ekki allir í tölvum.
t.d. þekki ég ansi marga tónlistarnörda m.m. sem eru alls ekki ósáttir við þá nafngift
í mínum huga er nefnilega hægt að vera nörd á margt annað en tölvur
nörd myndi þá skilgreinast sem einhver sem hefur meiri áhuga á einhverju ákveðnu en herra meðaljón jónsson og frú og eyðir etv. töluverðum tíma og peningum í það
sumsé - fólk með áhugamál, sem heldur jafnvel úti síðum um áhugamálin.
t.d. eru til ansi margi Harry Potter nördar í heiminum.
samkvæmt þessari skilgreiningu er ég víst:
tónlistarnörd
bókanörd
tölvunörd
(í þessari röð)
þekki líka fáa sem ekki eru nördar á eitthvað
sjónvarpsnördar
bíónördar
bílanördar
bloggnördar ;)
osfrv.
síðast þegar ég sagði orðið nörd á blogginu mínu þá fékk ég eitthvað af reiðum innleggjum sem komu mér verulega á óvart, þar sem allir í kringum mig skilja þetta orð sem gott orð. reyndar lenti ég einu sinni á deit þar sem gaurinn fékk hálfgert áfall þegar ég sagðist vera nörd...
þeir sem eru ennþá viðkvæmir fyrir þessu orði, þeir þekkja greinilega ekki merkingu þess meðal nörda í dag.
ég sagði einu sinni við vinnufélaga minn, þegar ég komst að því að hann hafði ekki lesið belgísku og frönsku teiknimyndasögurnar sem við ólumst nú flest upp við "þú ert þá ekki alvöru nörd!" hann varð alveg gríðarlega sár! Það var auðvitað alls ekki rétt hjá mér, en líklega er hann bara ekki mikill bókanörd :þ
nördar eru bara fólk, eins og ég og þú og langflestir sem ég þekki
ég er meira að segja farin að nota þetta sem gæluorð
"jæja sæta mín!"
"jæja nördið mitt!"
nördar lifi!
24 maí 2005
words of ... hmmm
welcome to a realm of imagination
please take off your shoes and socks before continuing further, as freeing your toes is the first step to freeing your mind
22 maí 2005
halló jörð!
jæja, þá er maður svona um það bil að lenda :)
allt í kringum prófið og tónleikana var mjög undarlegt og svo fór sólin að skína og þar með fór nætursvefninn :)
prófið gekk ekki eins vel og ég er vön, svo allt fór í algjört panikk fyrir tónleikana
áttuðum okkur á að formið (sérstaklega í hæðinni) var einfaldlega ekki komið til baka, því miður :(
ég varð því að leggja áherzlu á túlkun og útgeislun, en þar sem ég var með mikið á íslensku þá gekk mjög vel að ná tengslum við áhorfendur - sem kunnu líka vel að meta lögin mín :)
takk fyrir stuðninginn, allir sem komu, og líka þið sem komust ekki en hugsuðuð til mín :)
Iwona var búin að stríða mér heilmikið yfir að ætla að syngja lög eftir sjálfa mig, en tilgangurinn var auðvitað að kynna þau fyrir samnemendum sem fjölmenntu á tónleikana
það tókst heldur betur og mér fannst æði að fá að tala um lögin mín við áheyrendur og fá pantanir frá stelpunum
já, söngdívurnar vilja ólmar fá að syngja Rósir, á meðan spekúlantarnir voru hrifnari af Krumma og töluðu um kontrast (íslenska?) á milli krunksins í krumma (píanóið krunkar) og áberandi sönglínu. Þ.e. þessi tvö megin þemu í laginu, krunkið og söngur krummahjartans, þau komust til skila! það er fátt eins æðislegt eins og að leggja verkin sín fyrir aðra og finna að fólk skilur þau ! ! !
en það er ekki allt alveg búið
ég var, fyrr í dag, að klára lokaútgáfuna af "Dagurinn líður"
Dóra díva er búin að læra laglínuna, en ég var aðeins að dytta að undirspilinu, því 5. erindið var gert í of miklu stressi um daginn. það bara var ekki rétt - vantaði í það róna sem býr í textanum. svona égeralvegaðsofna stemningu. held hún sé komin núna með rólegum fallandi litlum þríundum, eins og í vögguvísunum :)
Annars fæ ég alveg svakalegan fiðring út úr því að nota dúrhljóma úr allt öðrum tóntegundum allt í einu í miðju moll-erindi. fyllir allt af von, einhvern veginn. mmmmmmmmmmmmmmm. dúr á lækkuðu 7unda (svosem ekki það skrítið) eða jafnvel á 3ja - veit ekki einu sinni hvort ég kunni að greina hann út frá klassískri hljómfræði...
6. sæti með stækkaðri 5und, stækkaðri 9und og án 3undar ? nja.. líklega yrði þetta flokkað sem (mjög) tímabundin tóntegundaskipti.
ég get varla lýst því hvað það er spennandi að láta þetta stærsta verk sem ég hef gert hingað til, í hendurnar á listakonu sem blæs í það lífi. ég fæ að mæta á æfingu hjá þeim í vikunni, til að gefa þeim ábendingar. svo á tónleikunum um næstu helgi þá fæ ég bara að sitja í rólegheitunum útí sal og njóta þess að hlusta á hvernig ljóðið hans Tómasar, lagið mitt og túlkunin þeirra myndar heild sem vonandi skilar sér til áheyrenda.
þetta barasta hlýtur að vera besta listform í heimi!
hmmm, reyndar getur verið að ég þurfi að vera að hamast við að taka upp þessa blessuðu tónleika - vona bara að vélin mín standi sig :S
jæja best að bruna til dívunnar og afhenda herlegheitin útprentuð og fín :)
*knús og kossar* þú yndislegi græni og blái (og bleiki ;) heimur
17 maí 2005
Nákvæm staðsetning Söngskólans
er:
Snorrabraut 54
sem er gamla Osta&Smjörsöluhúsið
þetta hvíta með strompnum
sem varð svo OZ
og svo seldi Skúli það Söngskólanum og tilkynnti mér að þannig yrði ég í raun aldrei laus við þá Ozara blessaða :)
tónleikarnir eru svo í lágu bakhúsi á bak við Söngskólann, sem Ozarar áttu það til að kalla Fjósið hér í gamla daga ;)
hér er ég annars þegar uppsungin á leiðinni í sturtu og hlakka til að sjá ykkur
*knús og kossar*
:Dagbjört söngdís
07 maí 2005
tíminn hleypur
klukkan er hálf þrjú og ég er ekki enn komin niðrí skóla að æfa mig!
dagurinn líður átti líka að klárast í dag, en það er samt alveg 90% tilbúið
bara svona 4-5 taktar af undirspili sem þarf að pússa
en allur dagurinn virðist ætla að fara í vesen og slór :S
nei takk,
ég er farin!
góða helgi allir!
Tónleikar 17. maí
Bara svona til að vera viss um að það fari ekki framhjá neinum þá vil ég enn og aftur minna á 8. stigs tónleikana mína, þriðjudagskvöldið 17. maí!
Efnisskráin er um það bil tilbúin, en inná henni eru m.a.
- dramatísk ljóð eftir Johannes Brahms
- alísklensk sönglög eftir Jórunni Viðar
- rómantísk sönglög eftir Grieg
- söngleikjalög
- aríur
- Krummi
- Rósir
- og fleira :)
Margrét Einars deilir með mér tónleikunum, en hún ætlar líka að syngja Brahms, svo og Sibelius, Kalla Run, Mozart, Webern ofl. Hólmfríður leikur undir hjá henni.
Með Margréti leikur Hólmfríður Sigurðardóttir á píanó.
Ekki má gleyma henni Iwonu minni sem leikur á píanó með mér, en hún er í miklu uppáhaldi á mínum bæ, enda bæði frábær píanisti, kennari og vinkona!
Tónleikarnir verða í sal Söngskólans í Reykjavík, Snorrabúð og hefjast klukkan 20.
Hlakka til að sjá sem flesta
06 maí 2005
ímyndunarfyllerí
nei ég er ekki að tala um að ímynda sér að kona sé full...
heldur að fá sér of stóran skammt af ímyndunarafli:
þekkti einu sinni stelpu sem týndi sjálfri sér stundum
hitti t.d. strák sem henni fannst flottur
bjó til á hann karakter í hausnum á sér
bjó til karakter á sig í sínum haus sem hún hélt hann myndi fíla
lék hana
og hélt svo innilega að hún væri ástfangin (og hann líka) að hún upplifði allt sem því fylgir
þá meina ég:
hæðirnar (fólk sneri sér við þegar hún gekk fram hjá, því hamingjan bara geislaði af henni - eins og af ástföngnu fólki)
og lægðirnar ...þegar allt fór í vaskinn (buuuhuuuu osfrv.)
litli ruglukollur!
spurningin er hins vegar:
ef kona ímyndar á sig karakter myndu sumir segja að hún væri ekki hún sjálf
en ef hún er ekki hún sjálf, hver er hún þá?
hver er kona sjálf annað en sambland af meðfæddum og lærðum viðbrögðum og hugmyndum?
finnur kona sig þá ekki upp sjálf?
afhverju er ég að pæla í þessu?
hef nebblilega sjálf pínu tendens til að aðlaga mig að aðstæðum
t.d. er ég pínu ringluð yfir því að guttarnir úr vinnunni ætla að mæta á 8. stigs tónleikana mína, sem þýðir að þeir fá að sjá mig í allt öðrum karakter en í vinnunni
þýðir það að ég sé ekki ég sjálf í vinnunni?
eða ekki ég sjálf í skólanum? jú, ef ég er einhvers staðar ég þá er það í tónlistinni. ég veit það, því hvergi líður mér jafn vel...
en en...
í morgun á leiðinni í vinnuna, þegar ég var að setja mig í gírinn, þá flaug inn í hausinn á mér að ég væri að fara að leika mömmu í vinnugírnum. vátsj! er ég virkilega farin að líkjast henni!
en hún er nú líka allt öðruvísi heima en í vinnunni...
eru þá ekki bara allir svona?
minnir að í félagsfræði 103 hafi ég lesið eitthvað um svona.
hlutverk, minnir mig að þetta væri kallað
og að börn yrðu ringluð þegar t.d. frænka þeirra kæmi í heimsókn á leikskólann
einhver sem tilheyrir ekki því umhverfi heldur öðru umhverfi sem þau þekktu líka
og hvað gerist ef ég fer allt í einu í vinnukarakterinn á tónleikunum?
bleah! þvílíkt rugl!
ég er farin að hugsa í hringi...
best að spyrja út í tómið:
eruð þið eins heima hjá ykkur og í skólanum/vinnunni/kórnum/boltanum osfrv ?
02 maí 2005
Yndislegi heimur!!!
þú rignir koddum og blæst hunanglegnum draumum...
nei, bara að grínast!
en þú ert nú samt yndislegur heimur
í dag
því ég er heil kona
og algjörlega skrímslislaus!!!
og Dóra díva tók Dagurinn líður í smá lestraræfingu í dag og blés í það svo miklu lífi að allar mínar áhyggjur af geispum tónleikagesta flugu beinustu leið út um gluggann
hún á eftir að gera þetta svo geggjað vel :)
bað um að það yrði tileinkað sér...
nema hvað!
það er enginn smá lúxus og innblástur að fá að semja fyrir svona hæfileikaríka söngkonu og skemmtilegan túlkanda
án hennar hefði þetta lag aldrei orðið til!
tileinkað henni? - Að sjálfsögu!
*ljóm*
og svo er sólin farin að skína
og það er vor
húrra! húrra! húrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrraaaaaaaaaaaaa!
ég er ástfangin af maí
en það hef ég reyndar alltaf verið ;)
Dagurinn líður
svo fagrar eru sorgir vorsins síðla er sól til viðar hnígur
(Tómas Guðmundsson)
mmmmmmmmmmmmmmmm
þetta bara verður að syngjast
lagið er alveg að verða tilbúið (undirspilið þ.e.)
bara aðeins eftir við 5. erindi
er samt komið mestallt í puttana, og þá er hálfur sigur unninn ;)
já einmitt 5. erindi!
ljóðið hans Tómasar er 5 róleg en falleg erindi
og lagið verður því 5... róleg ? erindi
vona bara að fólk sofni ekki ;)
29 apríl 2005
28 apríl 2005
úúúúúúúbbbbbbs!
æjæjæjæjæjæjæj!!!
ég er á síðustu metrunum!
eftir morgundaginn er venjulegur skóli búinn
bara prófið og tónleikarnir eftir (muna muna 17. maí!!!)
þarf bara að halda út sjálfsaga í 3 vikur í viðbót
vera sterk...
og hvað geri ég svo núna rétt áðan????
HVAÐ GERI ÉG????
þurfti aðeins að skreppa á amazon til að sinna nauðsynlegum verslunarmálum (sumt bara fæst ekki á Íslandi...)
en þurfti, í leiðinni, ENDILEGA að fara að skoða...
bækur
já sem væri svo sem allt í lagi,
nema hvað ég datt niður á bækur eftir Guy Gavriel Kay
sem eru historic fantasy bækur - byggðar á mikilli heimildavinnu
mjög ídettilegar
Kay þessi, hann skrifaði trílógíu (Fionavar Tapestry) sem ég las fyrir mörgum mörgum árum (10+)
uh, las er kannski ekki alveg rétta orðið
DRAKK Í MIG
er nær sannleikanum
þær voru (ásamt Elísu og mjög svo fallegum fjólubláum skóm) kveikjan að trílógíunni minni (Magic of Purple) !!!
so now you know!
nema hvað,
mín fór að lesa umsagnirnar á amazon, og þessar nýju bækur hans ku vera töluvert betri en þær sem ég svolgraði í mig 17 ára
svo mig, bóksveltri stúlkukind, fór að langa
allískyggilega
að detta inní annan heim
bara smá...
(það er svo langt að bíða til 16. júlí - verð að fá upphitun!)
svo leit ég upp
í hilluna yfir skrifborðinu mínu
og sá þessar tvær bækur
þar
ég á þær
þær eru hérna
keypti þær fyrir nokkrum árum á bókafylleríi í Montreal, en komst aldrei yfir að lesa helminginn af því sem ég keypti
gleymdust hálfpartinn
og bíða betri tíma
sem er ekki í dag
ekki á morgun
...anda inn
anda út
segja við sjálfa sig:
"þú æltar EKKI að byrja að lesa TVO ævintýra-doðranta rétt fyrir próf!!!
þú mátt BARA lesa teiknimyndasögur og alvarlegar bókmenntir fram yfir 17. maí
ferð snemma að sofa
vaknar snemma
ferð í sund og pilates
borðar ekki nammi (ís leyfilegur á sunnudag)
drekkur ekki áfenga drykki (þó þú sért í partýum næstu tvö kvöld)
engin ævintýri!
í hamingjunnar bænum! raunveruleikinn þinn er súper-spennandi, þú þarft ekki að fara á eitthvað tilvistarflakk!
sökktu þér frekar í Dagurinn líður og hættu þessari vitleysu!
og hananú!"
muh!
allur móralskur stuðningur vel þeginn....
góða nótt
p.s. er að syngja með kórnum á synfó tónleikum annað kvöld. Berlioz - Fordæming Fausts. Mæli meððí!
26 apríl 2005
draumafyrirtækið
í tilefni af umræðu um framkomu við starfsfólk, lagði ég fram eftirfarandi kenningu:
--kenning hefst--
Ef ég væri að stofna hugbúnaðarfyrirtæki þá myndi ég:
- Eingöngu ráða konur
- ráða þær eingöngu í 80% starf
- borga þeim 100% laun
- fá 120% afköst
--kenningu líkur--
Rökin eru þessi:
Konur eru mjög duglegar, sérstaklega þegar þeim finnst vera gert OF vel við sig. Ef maður borgar þeim meira en þeim finnst þær eiga skilið (100% laun fyrir 80% starf), þá leggja þær sig allar fram um að standa undir því. Þær kunna virkilega vel að meta 80% starf, því þær hafa svo margt annað að gera sem karlar einhvern veginn sleppa oftar við. Auk þess sem það er algjör vitleysa að láta fólk vinna yfirvinnu, því heilinn hættir að gera neitt af viti eftir langan vinnudag. Hann er jú bara vöðvi, og þarf hvíld.
80% vinna - súpergóður mórall - 120% framlag
(plús: þær konur sem eru góðir tölvunarfræðingar eru mjög góðar ;)
24 apríl 2005
heimsfræði
Fór í gær á alveg hreint frábæran fyrirlestur í Háskólabíói:
"Rúm, tími og þyngd í afstæðiskenningu Einsteins"
sem er hluti af fyrirlestraröð fyrir almenning í tilefni af ári eðlisfræðinnar, sem kallast "Undur Veraldar" (sjá edlisfraedi.is)
framsetningin var einmitt nægilega einföld til að almenningur gæti skilið þessa hluti, sem eru vægast sagt ákaflega spennandi.
meðal þess sem við lærðum var að
- tíminn líður hraðar fjarri þyngdarsviði
- og þar með hægar nálægt þyngdarsviði
- og stendur í stað við sjóndeild svarthols
- og út af þessu, svokallaða bláviki, þarf að leiðrétta GPRS staðsetningarkerfið um 11 km á sólahring...
- ljósið beygist nálæt þyngdarsviði
- og þess vegna getum við séð sömu stjörnuna á 3 stöðum á himninum
- en bara ef hún er á bak við stóran vetrarbrautaklasa
- ...eða kannski er það bara rúmið sem beygist
- OG: hulduefni er að verða viðurkennd stærð í eðlisfræði
- og það er orka í tóminu...
vátsj!!
þegar ég var í stjörnufræði í menntó, fyrir tæpum 10 árum eða svo, þá var það bara mikli hvellur, heimurinn varð til, heimurinn þenst út, hægar og hægar, heimurinn skreppur saman, heimurinn fellur saman og ekkert, nema kannski endurtekur þetta sig allt saman.
það var heimsmyndin
frekar óspennandi
svo 1998
þá komust þeir að því að heimurinn þenst út hraðar og hraðar
hann ætlar sko bara alls ekki að skreppa saman aftur
og allt í einu er óhemjumikið af spurningum ósvarað
fyrirlesarinn viðurkenndi að 70% af "alheiminum" (vont orð á þessum tímum), þ.e. okkar plani af heiminum, okkar skynjanlega heimi...
70% væri eðlisfræðilega óþekkt
þ.e. ekki þekkt efni
5% er það sem við sjáum
25% (minnir mig) er hulduefni
og 70% hafa menn bara ekki hugmynd um hvað er...
ef það er ekki spennandi... þá veit ég ekki hvað spennandi er
enda þyrpist nú fólk í stjarneðlisfræði
og vá hvað ég skil það vel!
:D
22 apríl 2005
Dagurinn sem heltekur
ætli þetta muni gerast í hvert einasta skipti sem ég sem nýtt lag?
ég meina,
það er svo lítið mál að finna laglínuna
hún bara kemur
eins og ekkert sé
svo framarlega sem ljóðið grípi mig þá myndast stemningin bara og lagið verður til
og þökk sé tónheyrnarþjálfuninni kemst það fljótt og nokkuð örugglega á blað...
en undirleikurinn: þvílíkur höfuðvekur!!!
og ég fyllist efasemdum
um að ég geti nokkuð
hafi nokkuð að gera í tónskáldið...
það er ekki vegna þess að undirleikurinn neiti að verða til
- hann fæðist yfirleitt fljótlega á eftir laglínunni, ef ekki um leið -
þ.e. ekki nóturnar
heldur tilfinninginn
tilfinningin sem ég veit að hann á að skapa
bragðið að honum
vandamálið er að hann býr í hjartanu á mér
og að koma honum úr hjartanu yfir í heilann: það þarf að gerast í gegnum hendurnar!
og þær greyin eru bara alls ekki nógu klárar á píanó :S
og ég get ekkert stjórnað því hvernig hann verður
eða reynt að glamra eitthvað annað sem er auðveldara
því það er alls ekki ég sem sem hann
hann bara verður til
einhvers staðar í undirmeðvitundinni
tekur af mér völdin
svo ég sit og sit og glamra og prufa
en ekkert hljómar eins og hjartað mitt veit að það á að hljóma
og ég engist
í vikur...
*andvarp*
en svo loksins
einhvern daginn
kannski þegar ég kemst í almennilegt píanó...
þá finn ég hann
og hann heltekur mig
í þetta skiptið er það "Dagurinn líður"
5 erindi eftir Tómas!
það flóknasta sem ég hef samið hingað til...
og ég fann hann í gær!
sumargjöfin mín!
***********ljóm*************
Buckley, Bellamy, Che og allir þessir listar
sambó gerði þvílíkt grín að mér þegar ég sagði honum frá Jeff Buckley draumnum um daginn
"þú ert eins og systir mín sem dreymdi um Jason Donovan í gamla daga!"
YEAH RIGHT! :þ
--sjálfsvörn byrjar--
sko
stelpur sem eru skotnar í poppstjörnum eru skotnar í þeim af því að þeir eru stjörnur
og frægir
og sætir
og sexý
og glenna sig í myndböndum
Jeff Buckley í draumnum leit ekki einu sinni remotely út eins og Jeff Buckley, enda var ég ekkert með skýra mynd af honum í hausnum (kíkti hins vegar á hulstrið af Grace þegar ég vaknaði)
vegna þess að þetta Jeff Buckley æði mitt
(og Matt Bellamy (í Muse) æðið mitt haustið 2003)
snýst nákvæmlega ekkert um persónu hans
né smetti
né magavöðva, upphandleggsvöðva né neitt því um líkt
það snýst algjörlega og eingöngu um tónlistina
tónsmíðarnar, sönginn, hljóðfæraleikinn, textana, röddina
tónlstarsköpunina
tónlistinn bara snertir mig á einhvern sérstakan hátt
svo ég finn til
og hananú
--sjálfsvörn endar--
jájá
hef stundum spáð í að gera svona lista - nei ekki draumaprinsalista...
lista yfir fólk sem hefur áhrif á mig
t.d. einn úr tónlistinni:
- Tchaikovsky (fiðlukonsertinn!)
- Dvorak (t.d. mesicku)
- Mussorgsky (sönnun þess að fólk með "rangan" bakrunn getur samt gert svo margt)
- (ha Austur-Evrópa hvað???)
- Jón Leifs (það er svo ljúfsárt Ísland í verkunum hans)
- Kalli Run (þvílík ástríða)
- Jón Ásgeirs (þvílík fegurð)
- Jórunn Viðars (glettinn nútíminn)
- uh uh uh...
- Jeff, Matt og þeir þarna...
eða yfir fólk sem ég tek mér til mannlegrar fyrirmyndar eins og amma og m&p og Vigga og kannski núna Che (ég meina sko fyrir utan aðferðirnar sem hann notaði - en egalitisti dauðans! - ouch)
er ég ekki svo mikil "lista"kona alltaf??
nema bara... til hvers?
er það ekki bara tilraun til að skilgreina og skipuleggja eitthvað sem á bara best heima í undirmeðvitundinni?
kannski ég ætti bara að hætta með þetta lista-æði mitt
amk. takmarka það við vinnutengd efni (allir midp2 símar osfrv)
stundum þegar maður skilur eitthvað of vel, þá hættir manni allt í einu að finnast það spennandi...
svo ég held þau megi bara hafa áhrif á mig án þess að ég viti nákvæmlega hvernig
því, um leið og það er orðið meðvitað, er það þá ekki líka bara orðið þvingað???
úff, á það þá ekki líka við um sönginn???
bleah!
21 apríl 2005
...GLEÐILEGT SUMAR!!!
sumarið er tíminn
þegar hjartað verður grænt
og augu þín verða
himinblá
ójá
og mér finnst það í góðu lagi
:D
20 apríl 2005
19 apríl 2005
sofnaði við Lilac wine...
við vorum 3
hann hafði skilið eftir leiðbeiningar
alls staðar
um völundarkirkjuna
stiga
ganga
skreyttum íburðarmiklum veggteppum
(minnir mig)
við leituðum lengi
að rétta stiganum
rétta herberginu
rangalar
stigar
leidd áfram af tælandi en ósnertanlegri hugmynd um að okkar biði eitthvað...
ótrúlega spennandi
loks þegar við fundum rétta stigann
stigann uppí hæsta turninn
vissum við að við værum að nálgast takmarkið
við drifum okkur upp
opnuðum dyrnar
litum inn
hann sat þarna í sófa
og var að spjalla við Svabba
Jeff Buckley
hann bauð okkur velkomin
þekkti mig alveg
ég rak augun í blað fyrir framan hann
þar hafði hann krotað
"Dagbjört dís"
fann strax að hann var frá sömu plánetunni og við Svabbi
hinir sem voru með mér virtust ekki eins spenntir...
síminn minn hringdi svo ég þurfti aðeins að bregða mér afsíðis
á meðan ég talaði pípti síminn til merkis um að ég hefði fengið skilaboð
ég lauk samtalinu eins fljótt og ég gat og opnaði innhólfið
MMS
sound fæll
play
það sem ég heyrði, ég get ekki sungið það
man ekki einu sinni hvaða lag það var
en ég man að það var eitt af mínum uppáhalds lögum
jafnvel Dísan
og ég man hvernig það hljómaði
tveir gítarar
annar með hljómana
hinn plokkaður
þýða röddin hans Svabba
ein til að byrja með
svo
Jeff Buckley - undurtær og bjartur
yfir
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
Svabbi og Jeff Buckley spiluðu og sungu uppáhaldslagið mitt og sendu mér það með MMS
mínir tveir uppáhalds tenórar! (utan klassíkur)
saman
vá!
ég dansaði fram og kyssti þá hvorn á sína kinnina
svo settist ég við hliðina á Svabba því ég var ennþá pínu feimin við Jeff...
og vaknaði
15 apríl 2005
Umferð
var að lesa góða grein um umferðina hér á vísisvefnum
mín skoðun er sú að það eigi að vera fáar, vel skilgreindar umferðaæðar, þar sem eru engin ljós, bara slaufur
best ef þær gætu verið niðurgrafnar
maður þarf aldrei að stöðva bílinn frá því að maður kemur á svona æð, þar til maður kemur af henni
rennur bara mjúklega í gegn
inni í íbúðahverfunun hins vegar, vil ég að komið sé alveg í veg fyrir gegnumakstur
þar væru næstum allar götur með hámarkshraða 30 og allt morandi í hindrunum og einstefnum
ég vil að Lönguhlíðin verði gerð einbreið og lokað verði fyrir innakstur af Kringlumýrarbraut inn á Hamrahlíð (þvílíkir níðingar sem "stytta sér leið" þar í gegn, fram hjá tveimur skólum!)
best væri ef það væri bara ein leið inn og út úr Hlíðunum (og öðrum íbúðahverfum) til að koma alveg í veg fyrir gegnumakstur
þannig yrði mikil en greið umferð á vel skilgreindum æðum, eins og Miklubraut, Sæbraut, Kringlumýrarbraut og hvað þær nú heita
en engin umferð þar sem börnin okkar labba í skólann, og æfa sig á hjólunum sínum :)
og greinin sem ég minntist á að ofan, hún útskýrir líka hvernig þetta er allt saman umhverfistvænna og getur jafnvel dregið úr slysum :)
12 apríl 2005
aumingjans fegurðardrottningarnar
mikið væri kúl ef menntaðar og sjálfsöruggar konur héldu stuðningsfund fyrir utan næstu Ungfrú Ísland keppni
Brúðarbandið gæti spilað "sætar stelpur" og fleiri af sínum frábæru lögum
já, nei, einmitt ekki mótmælafund
heldur stuðningsfund
til að lýsa yfir stuðningi við þáttakendur keppninnar
tilkynna þeim, greyjunum, að þær séu svo miklu miklu miklu meira virði en þetta
þær eiga nefnilega greinilega voða bágt greyin því það gleymdist að segja við þær í æsku:
- "mikið ertu klár!"
- "mikið ertu dugleg!"
- "mikið ertu skemmtileg!"
- "mikið ertu góð!"
- "mikið ertu sterk!"
- "mikið ertu flink að..." eitthvað sem þær er örugglega flinkar í
- og svo framvegis (fleiri góð "mikið ertu" eru vel þegin ;)
giska á að það eina sem þær hafi fengið að heyra sé:
- "mikið ertu fín!"
- "mikið ertu sæt!"
- "svakalega ertu í sætum kjól!"
- og annað álíka
hvers eiga þær að gjalda!
að hafa verið talið trú um það frá blautu barnsbeini að það eina sem þær gætu væri að vera sætar og að það skipti öllu máli. helst ættu þær að vera fallegastar á öllu landinu...
"og hvað með það?
mega þær ekki bara byggja sína sjálfsmynd á fegurð einni saman ef það er það sem þær vilja?" (lesist endilega með röddum sumra vinnufélaga minna...)
tja...
í fyrsta lagi þá völdu þær tæplega hvernig sjálfsmynd þeirra byggðist upp, það er uppeldislegt og félagslegt "afrek"
í örðu lagi þá er SVONA fegurð einmitt sú fegurð sem dofnar, og hvað verður þá um sjálfsímynd þeirra?
jamms, hún hrynur, eins og fyrrverandi nágrannakona mín í Montreal er gott dæmi um.
hún var fyrrum fegurðardís, ábyggilega enn undir fertugu, hefði enn talist falleg í hinum venjulega heimi, en í tískuheiminum var hún orðin gömul
hún var að missa vitið
grét og grét svo ég hafði ekki svefnfrið, á milli þess sem hún tók ofsafengin æðisköst í hvert skipti sem ég æfði mig að syngja
vesalings konan
ég er ekki að segja að þetta bíði allra fegurðardísa
flestar ættu þær að geta haldið sér "sætum" nógu lengi til að eignast mann og börn
börnin sjá svo vonandi um að halda í þeim vitinu í framhaldinu... eða hvað?
hey, en hvað meina ég eiginlega með SVONA fegurð?
jú þetta er einhver skringileg fegurð sem ég barasta skil ekki, sem þeir virðast vera að reyna að mæla í þessum keppnum
ég er alls ekki að segja að þessar stúlkur séu ófríðar
nei, enda þekki ég enga ófríða konu yfirleitt
þær eru líklega ágætlega sætar undir þessu öllusaman...
en það er bara alls ekki hægt að sjá framan í þær fyrir sólbrúnku, meiki, svartlituðum augabrúnum og þvílíkum augnskugga
(ég mála mig nú stundum, en þetta minnir nú meira á þegar við vorum að fikta við að setja stardust alla leið upp að augabrúnum til að sjokkera nú örugglega foreldrana, þarna á unglingsárunum í den)
já, ekki nóg með að þeim sé talin trú um að eina gildi þeirra liggi í fegurð, þeim er líka gefið að skilja að þær séu alls ekki nógu góðar eins og þær eru, heldur þurfi að dulbúa sig allverulega til að geta talist fallegar. ég veit ekkert um hvort þær eru farnar að fara í lýtaaðgerðir hér, en mér skilst að það sé orðið must annars staðar í heiminum. vesalings vesalings konurnar!
svo líta þær út eins og afskræmt plast í þokkabót...
ég held að um það bil allar konur sem ég þekki séu margfalt fallegri en yfirborðsplastið sem ég hef séð á síðum blaðanna undanfarinna daga (ungfrú þessi og hinn landshluti)
því sem betur fer eru flestar konur sem ég þekki frekar glaðar í eigin skinni (amk svona dags daglega)
þær vita að þær eru æðislegar fyrir eitthvað sem býr innra með þeim og geta þar af leiðandi margar hverjar geislað svo eftir því er tekið
þær eru heppnar
þeim var hrósað fyrir það sem skiptir máli
en vesalings fegurðardrottningarnar!
er ekki hægt að hjálpa þeim eitthvað?
10 apríl 2005
mæli með
tveimur myndum sem ég sá í síðustu viku
sú fyrri er íslenska gamanmyndin "Dís", sem ég, nafnsins vegna, hafði verið treg til að sjá. það var auðvitað ekkert nema barnalegur kjánaskapur, en þær skólasystur mínar sem eiga heiðurinn að henni, hafa fengið nafnið á nákvæmlega sama stað og ég, nefnilega úr Gunnlaðar sögu eftir Svövu Jakobsdóttur.
en um myndina:
fyndin, skemmtileg og vel leikin. pínu svona norðurkjallarabragð að henni sem birtist í töluverðum fordómum gagnvart úthverfa"rottum" (matgarðspakki) á kafi í lífsgæðakapphlaupinu. En það er allt til gamans gert, og boðskapurinn góður.
best:
hvernig þær taka útlenska karlmenn og hakka þá í spað!!!
þá seinni fékk ég að sjá í stóra salnum í háskólabíó á föstudagskvöldið
sú heitir "Motorcycle diaries" og er hreint frábær vegamynd
etv. er það vegna þess að hún er byggð á raunverulegum dagbókum
það er kannski eins gott að draumaprinsalistinn er dottinn uppfyrir, því annars væri hinn hjartastóri Ernesto "Che" Guevara - kallaður Fuso í myndinni - líklega á leiðinni inná hann.
Allavega ef ég væri 17 ;)
þessi mynd lýsir því hvernig hann breytist úr saklausum og hjartahreinum læknanema í reiðan ungan mann með hugsjón. sýnir hvernig augu hans opnast fyrir þjáningu almúgans. og hvernig hann átti auðvelt með að hrífa fólk með sér. sumsé alls ekki um byltinguna. Fyndin, skemmtileg, áhrifamikil, hjartahlý og með hreint frábæra myndatöku. best að sjá þessa á stóru tjaldi ;)
annras sorglegt hvernig fólk með fallega hugsjón heldur að besta leiðin til að gera hana að veruleika sé að drepa þá sem eru ósammála...
ekki að ég viti neitt mikið um Suður-Ameríku (merkilegt hvernig stórum hluta heimsins var sleppt úr sögunni sem maður var látinn læra í skóla), en er ekki annars ástandið þarna ennþá svona slæmt?
eru ekki ennþá hinir ríku að kúga þá fátæku?
og er það Bandaríkjunum að "þakka" að byltingin tókst ekki?
nei ég bara spyr, því samkvæmt eftirmála myndarinnar
þá voru það þeir sem drápu Fuso...
08 apríl 2005
einkennilegar hliðarverkanir endurfæðingar
það er ýmislegt sem kemur á óvart við þessa nýju konu (sem fæddist á sunnudaginn)
hún er eitthvað voðalega mikið að reyna að vera minna sjálfhverf
(t.d. ef einhver er leiðinlegur viðmóts, í staðinn fyrir að móðgast, að velta fyrir sér hvort viðkomandi eigi pínu erfitt í dag og vera þess vegna frekar næs!) það er reyndar margra ára, ákaflega bjartsýnt verkefni sem krefst mikillar ævingar
innblásturinn er auðvitað amman sem komst í gegnum 89 ára líf án þess að hallmæla nokkrum manni
vá!
svo er þessi nýja frekar mikið á móti sjónvarpi í augnablikinu, en við sjáum nú hvernig það endist þegar skammdegið mætir aftur á skerið...
þetta er auðvitað barasta fínt!
það er hins vegar annað sem er furðulegra:
hún á sér engan draumaprinsalista!
jamms
draumaprinsalistinn er búinn
hættur
farinn
strokaður út
ekki viljandi
ekki meðvitað
en samt einhvern veginn
orðinn... úreltur!
hef ekki hugmynd um hvað þetta táknar
hún er alls ekkert hætt að láta sig dreyma
ennþá sömu kreisí hugmyndirnar um að hún geti actually orðið lagasmiður/tónskáld
og þessi brjálaða ævintýraþrá er líka að gera út af við hana...
07 apríl 2005
móðir allra
það var alveg sama hver það var, hún gat látið öllum líða eins og þeir ættu sérstakan stað í hjarta hennar.
og það áttu í rauninni allir, því hún var með stærsta hjarta fyrr og síðar.
henni þótti óendanlega vænt um alla.
var móðir allra.
svo dó hún, í hárri elli, en væntumþykjan hvarf ekki
væntumþykjan var ennþá allt í kring, því fólkið vissi að hún var ennþá á meðal þeirra
alls staðar.
og þau töluðu um hana, sögðu börnum sínum frá henni
hvernig um umlykti þau öll með kærleika sínum
móðir allra
og börnin sögðu sínum börnum og brátt var hún orðin móðir heillar þjóðar
eilíf
alls staðar
móðir vor þú sem ert á himnum...
um aldir
já eða sko
varð ekki guð til svona?
fyrir 7000 árum
hvernig ætli heimurinn væri ef hann hefði verið kona???
05 apríl 2005
17. maí - 17. maí - 17 maí
jæja!!!
þá er dagsetningin mín loksins komin :)
þriðjudagskvöldið 17. maí verða 8. stigs tónleikarnir mínir haldnir
allir þeir sem vilja koma geta tekið frá kvöldið
aðgangur er ókeypis og á efnisskránni eru verk úr ýmsum áttum
eins og t.d.
- þýsk sönglög (Brahms, Wolf, Schubert)
- norræn sönglög (Grieg)
- hugsanlega frönsk sönglög (Debussy)
- óperuaríur
- söngleikjalög
- íslensk sönglög (þam líklega 2 eftir mig :)
hlakka til að sjá ykkur (ég á eftir að minna á þetta nokkrum sinnum aftur)
Fönix
Komiði sæl!
Ég heiti Dagbjört :D
Ég fæddist sunnudaginn 3. apríl 2005, þ.e. í fyrradag
ég reis upp úr ösku forvera míns :)
hún er búin
ég er byrjuð
við erum ekki eins
ég er öðruvísi að ýmsu leiti
ný
það er gott að vera ný
það var vorið sem vakti mig
mikið er vorið yndislegt!
veturinn er enn eitthvað að reyna að stympast við það
en ég veit hver hefur sigur að lokum ;)
já, ég er sumsé endurfædd og heimurinn er yndislegur
svo og allt í honum
*knús* veröld
02 apríl 2005
töfratónar og tunglsgeislinn
Howard Shore sendi mig á nett löngunartripp þegar ég fylgdist með honum í Appendix VI við LOTR ROTK (Lord of the Rings - Return of the King fyrir nördleysingja) í vikunni (í vælutón "mig langar að verða kvikmyndatónskáld!")
stefin við persónurnar og staðina sem smátt og smátt vinnst úr á stórbrotinn hátt, skyndilegu einsöngskaflarnir með undurfagurri René Flemming rödd (sem er nú komin með álfamál á ferilskrána!) og vart heyranlegum undirleik...
* R I S A A N D V A R P *
en þrátt fyrir undursamleik Howard Shore, þá er það hins vegar alltaf einn maður sem á heiðurinn að því að tendra áhugann á kvikmyndatónlist
og ekki bara minn
heldur flestra sem á hann hafa hlýtt
enginn annar hefur þetta vald yfir töfratónunum þannig að tónlistin virðist vera fædd af öðrum heimi.
undraheimi
ævintýraheimi
töfraheimi
stundum er myndin varla byrjuð þegar maður bara veit að tónlistin er eftir hann og engan annan
eins og þegar flugunni var fylgt eftir í upphafi MIB (Men in Black) og ég mátti hafa mig alla við að klípa ekki í Hönnu og pískra
"Danny Elfman! þetta bara hlýtur að vera hann!"
nema hvað!
hann er jú töfratónskáldið, og ég bara get ekki beðið eftir að heyra Kalla og sælgætisgerðina, því sjaldan fær Elfman betur notið sín en í samstarfi við meistara Burton.
*andvarp*
Í mörg ár hef ég klórað mér í eyrunum yfir þessum dáleiðandi töfratónum
laðast að þeim
drukkið þá í mig
og orðið þyrstari
en ekki skilið
Elfman er auðvitað ekki sá eini sem kann að nota þessa töfratóna
hann er hins vegar duglegastur við það, og líklega bestur
(Svabbi hefur t.d. lengi kunnað þetta sbr. td. Martöð II og Álfareiðina :)
það var svo á svipuðum tíma og ég var að reyna að finna tíma til að læra fyrir lokaprófið í hljómfræði (er núna "stúdent" í hljómfræði ;) ), sem ég ákvað að takast á við það sem mér þótti næstum óleysanlegt verkefni:
að semja lag um tunglsgeisla
óleysanlegt?
jú, vegna þess að mér þótti einfaldlega ekki koma til greina að túlka tunglsgeisla án þess að nota töfratónana
sem ég hafði enn ekki fundið...
en stundum er gagn í námsbókunum:
í hljómfræði 8 bætast við nokkrir skemmtilegir hljómar
margir hverjir notaðir til að skipta um tóntegundir
aðrir eru bara ósköp venjulegir hlómar sem hefur verið breytt
kallaðir "breyttir hljómar"
já einmitt
afskræmdir
óeðlilegir
skrítnir
yfirnáttúrulegir?
upprunalega voru þeir dúr hljómar, og því ekki nema von að ég fyndi þá ekki, því í mörg ár hef ég verið að leita að þeim í moll! þröngsýna litla ég
yfirleitt er það bara ein af þeirra eðlilegu nótum sem hefur etv verið tekin og færð til um svo lítið sem hálftón, eða heilli nótu bætt við
jafnvel útúr tóntegundinni
í klassísku hljómfræðinni má reyndar helst bara gera þetta á voða afmarkaðan hátt,
en hver í nútímanum lætur það nokkurn tíman stöðva sig?
svo ég grúfði mig yfir píanóið mitt og fiktaði og fiktaði
og loksins fæddist hann
E dúr með lítilli 6und
tunglsgeislinn minn :)
og ekki nóg með það
eftir að Iwona sendi mig heim með skottið á milli lappanna með fyrsta undirspilið mitt (svo einfalt að það er móðgun við undirleikarann!) þá lagðist ég uppbygginguna og í tvær vikur fékk ég að búa til fullt af öðrum töfratónum, eða öllu heldur töfrahljómum.
fljótlega fór litla 2undin að gera sig heimakomna í E dúrnum líka og varla er sá hljómur núna í laginu sem ekki hefur verið bætt eitthvað við :)
nema minnkaðir 7undarhljómar - þeir eru alveg nógu afskræmdir í sjálfum sér
og hinn undurtæri a dúr í lokin, sem ég leyfði mér reyndar að hafa í frekar óhefðbundinni stöðu fyrir lokahljóm (2. hljómhvörf)
loksins þegar ég fór með þetta aftur til Iwonu, og hún spilaði það, þá átti ég bágt með að tárast ekki
hún er svo frábær píanóleikari, hún skildi þetta allt saman
og tunglskinið rann úr höndunum á henni...
jiiiiiiiiiii hvað ég hlakka til að heyra Hönnu Þóru syngja þetta :)
og nú á ég töfratónana og er svo miklu ríkari :D
helgin
mest gaman að hafa nóg að gera, er það ekki?
helgin:
- fara snemma á fætur
- dútla í nýjasta laginu (við ljóðið "Dagurinn líður" eftir Tómas)
- skreppa í ræktina
- svo í blómaval og byko
- umpotta þessum tveim blómahræðum sem ég á
- syngja á meðan
- kítta baðkarið
- syngja á meðan
- læra 2 - 3 ný lög
- læra öll hin lögin utanað (þ.e. textann, því lögin festast alltaf strax)
- vinna kannski bara svona pínu pons
- syngja meira
- dútla meira í "Dagurinn líður"
- skreppa í ræktina aftur
- syngja meira
- borða sunnudagsmat hjá mömmu
- helst klára laglínuna að "Dagurinn líður" og gott uppkast að undirleik... :S (eins og er er ég komin með laglínu fyrir fyrsta erindi og ágætis uppkast að hinum 4 - já og örstutt píanó-intro)
- sofa vel og lengi :)
ég er SVO heppin að fá að gera BARA svona skemmtilega hluti alla helgina :D
góða nótt ;)
24 mars 2005
rrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr
rrrrrrrrrrrrrraaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaarrrrrrrrrrrrrrhhhhhhhhhhhh
æj
mér fannst ég bara þurfa að öskra eins og ljón
og teygja úr mér
þvílíkt lúxuslíf!
var að koma úr heilsdagsskíðaferð í Norefjell, þar sem sólin glampaði svo vel og innilega að húfa og úlpa fengu að fjúka :)
mmmmmmmmmmmmmmmmmm
svona hefur þetta verið síðan ég kom á laugardaginn:
- skíði
- góður matur
- góður krimmi á skjánum (Norðmenn eru með svona páskakrimma hefð)
- góður svefn
- góð bók
- skíði
- meiri skíði
- pínu Benedikt búálfur
- meiri góður matur...
- osfrv.
sumsé algjört sældarlíf hér í Norge og akkúrat núna er ég alveg glorhungruð og pínu stirð eftir langan dag á fjöllum, og líður þar af leiðandi eins og ljóni
rrrrrrrrrrrrrrraaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaarrrrrrrrrrhhhhhhhhhhhhh
17 mars 2005
smá yfirheyrzla
Jæja, hvar hefurðu VERIÐ Dagbjört mín?
Tja, sko, bara allt á skrilljón, eins og ég var búin að vara við
jæja? eins og hvað?
jú, tónleikar óperudeildar, undir stjórn svaka Covent Garden stjórnanda
og lokapróf í hljómfræði
og árshátíð
núnú! en var þetta ekki allt saman í síðustu viku?
ja, reyndar...
en hvað?
svo hrundi tölvan mín :(
jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!
já, en okkur tókst að bjarga henni, þetta var bara svona týpískt Windows bögg
grrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr, Windows!
jamm, næst kaupi ég Mac-a - alveg pottþétt!
og var hún bara að komast í lag?
nei reyndar var það seinnipartinn í gær, þökk sé Knoppix disknum hans Naldo
og þú bloggar fyrst núna???
jamms...
AFSÖKUN?
jú, sko, hljómsveitin Mín var að frumflytja nýtt lag í gærkvöldi...
úúúúúúú
jebb, heitir "Vögguvísa á heiði" og er svaka spúki, eins og Mín er von og vísa.
gekk líka voða vel og Ernið mitt var svaka flott í indíánakjól.
átti sviðið sko!
jahso! Til lukku með það! Þú hefðir nú samt alveg getað bloggað í dag, eða hvað?
í dag var ég á flakki um Söngskólann með upptökuverið mitt flytjanlega "Stúdíó Undraland" að taka upp hinar og þessar söngdísir.
ok, ok, þú hefur sumsé alveg nóg að gera
jamm
en fer nú bráðum að hægjast um?
jamm, núna í lok vikunnar
og ætlarðu þá að vera duglega að blogga?
neibbs! þá ætla ég til Norge að heimsækja storesös og fara á skíði :D
02 mars 2005
draumahúsið
fasteignamarkaðurinn er alveg klikkaður þessa dagana, og þó að mér liggi ekki mikið á að kaupa mér íbúð, þá fylgist maður með. Það virðist sífellt hyggilegra að byggja bara sitt eigið hús, í stað þess að borga tvöfalt verð fyrir eitthvað sem er bara svona sirka ágætt. ef ég byggði hús eftir mínu höfði þá myndi ég vilja hafa eftirfarandi:
- 2 hæðir
- arineld í stofunni
- risastórt bókaherbergi/skrifstofu, þar sem eru bókahillur upp með öllum veggjum og sófar og hægindastólar svo heimilisfólkið getur dundað sér við að lesa bækurnar sínar og vinna á lappana sína í sama herberginu.
- útskotsglugga með sæti í svefnherberginu á annarri hæð og bókaherberginu sem væri þá beint fyrir neðan, svo ég geti setið og horft á útsýnið
- útsýni yfir sjóinn væri líka alveg best
- tónlistarherbergi (stofan getur reyndar þjónað því hlutverki, því þeir sem þurfa þögn geta farið í bókaherbergið - og flyglar eru svo mikil stofustáss)
- sér herbergi undir sjónvarpið svo það trufli hvorki tónlist, bókalestur, vinnu né svefn (heimili á ekki að snúast um sjónvarp)
- amk. 2 klósett
- eldhús sem rúmar amk 6 manns auðveldlega (eins og hjá mömmu) og liggur yfir í...
- ...borðstofuna að sjálfsögðu
- fullt af fólki og
- nóg pláss fyrir gesti :)
mmmmmmmmmmmm
en þetta verður nú ekki fyrr en í fyrsta lagi um 40, nema ég vinni í víkingalottói (þá þyrfti ég helst að spila í því...) eða semji eitthvað súper-hit lag ;)
en það sakar ekki að láta sig dreyma ;)
bk,
:Dagbjört drómóradís
13 febrúar 2005
að synda á móti sjálfri sér
í Ísrael var maður með gul augu
það var óhugnalegt, og þar af leiðandi treysti ég honum ekki
hann var þjálfari og sundvörður
einn góðan veðurdag, þegar ég hafði ákveðið að skella mér til sunds (yfirleitt lágum við sjálfboðaliðarnir bara við sundlaugina flestalla eftirmiðdaga án þess að hreyfa okkur) og taka nokkur vel valin skriðsundstök, þá kom hann til mín við bakkann
"Þú erfiðar allt of mikið! Þetta þarf ekki að vera svona mikið mál!"
"ha? hvað meinarðu?"
"Þú syndir á móti sjálfri þér!"
og vátsj hvað ég varð móðguð!
þessi guleygði ótraustvekjandi vöðvabolti var að segja mér til í skriðsundi
mér sem æfði sund með Ármanni (já, einmitt í heila 3 mánuði 5 árum áður)
þvílík karlremba!
hehehe...
ahemm
en þó ég gæti auðvitað ekki viðurkennt það fyrir honum, þá fór ég samt að pæla í þessu
auðvitað hafði hann rétt fyrir sér, ég buslaði eins og algjör hálfviti þegar ég synti skriðsund (og kannski var það þess vegna sem það leið næstum yfir mig á þessu eina sundmóti sem ég keppti á '91)
um haustið, þegar ég var komin heim, þá fór ég að prófa mig áfram með að taka minna á, og njóta þess frekar að synda skriðsund, og viti menn: ég fór miklu hraðar!
auk þess var það töluvert skemmtilegra, og ég var aldrei lengur næstum drukknuð...
einhver punktur?
jú, ég held að þetta sé ágætis pæling fyrir krilljón aðra hluti í tilverunni :)
tökum t.d. líf í stórborg
þar er alltaf nóg af fólki sem er alveg að drukkna og tekur allt of mikið á
fólki sem líður ekki vel og finnst alls ekkert skemmtilegt að synda skriðsund, þó það myndi aldrei viðurkenna það...
fólki sem syndir á móti sjálfu sér
reynir of mikið og skilur ekki af hverju þeim miðar svona hægt
á meðan aðrir bara slaka á og gera hlutina eðlilega og án áreynslu og líða einhvern veginn fram úr buslukollunum
og fólk sem ofhugsar alla skapaða hluti...
og fólk sem reynir svo mikið að syngja að það vinnur á móti tónlistinni...
úff og ég þekkti einu sinni mann sem skrifaði alltaf svo geðveikt kúl og sniðugan kóða að hann virkaði aldrei...
jamms, best að passa sig að synda ekki of mikið á móti sjálfri sér :)
:D
en að synda á móti straumnum, það er allt annar handleggur! kona verður örugglega alveg súpersterk af því ;)
11 febrúar 2005
spítalalíf - eða eitthvað þannig
mánudagur:
útskolun
ég vil sem minnst segja um þetta annað en að ég er heimsmeistari í ógeðsdrykkju
enginn, enginn! getur sigrað mig
ég drakk 3 lítra af "sápu" á 3 klukkutímum
þvílíkur viðbjóður
"auka"verkanirnar voru bara hlægilegar miðað við bragðið
ojbara
og svo mátti ég ekkert borða, ekki einu sinni ís!
bara drekka
bleah
fór mjög svöng að sofa
þriðjudagur:
á leiðinni uppá skurðstofu:
"komdu sæl ég heiti ... hver er kennitalan þín?"
"090977..."
"komdu sæl ég heiti ... hver er kennitalan þín?"
"0909..."
"hérna settu á þig þessa húfu"
á skurðarborðinu:
konur
hlýjar konur
skurðhjúkrunarfræðingar
svæfingahjúkrunarfræðingar
læknar
"jæja, þú ákvaðst að mæta!"
allt konur
ein strauk á mér hendina á meðan önnur leitaði að æð á hinni
"þú ert bara með títlur"
neyddist til að setja í mig barnanál
bara fyndið
hlýjar konur
svo kom karl og sagði:
"þú finnur fyrir smá sting í handleggnum"
AAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGHHHHHHHHH
veit ekki alveg hvernig ég fór að því að rífa ekki til mín handlegginn og æpa ekki eftir því sem verkurinn færðist ofar og varð óbærilegri
skiptir svo sem ekki máli
svo var allt svart
klukkan var 8:15
vöknun:
einhver að tala
tvær konur
soldið frá
klukkan á veggnum
rúmlega 11
af hverju var ég svona lengi?
smá myrkur aftur
einhver að gráta við hliðina á mér
annar sjúklingur
missti...
lít niður á mig
allt á sínum stað
enginn skurður
bara 4 lítil göt
blóðþrýstingsmælirinn kremur á mér handlegginn með reglulegu millibili
smá myrkur aftur
einhver að tala um botnlanga
"hvenær kom ég hingað?"
"hálf ellefu"
af hverju var ég svona lengi?
hmmm, fyrst ég þarf að liggja þarna hálf útúr heiminum þá borgar sig að nota tímann og æfa sig í tónheyrn
"fyrirgefðu, geturðu nefnt mér lag, bara eitthvað lag?"
"ha? viltu hlusta á tónlist?"
"nei, þarf bara nafn á lagi. svo greini ég það í hausnum á mér"
"uh... kannski bara eitthvað með Ragnheiði Gröndal"
"takk"
meira myrkur á meðan "sólin brennir nóttina" rennur í gegnum hausinn á mér
solfa nöfnin neita að koma
pípípípípípípíp....
einhver kemur hlaupandi
pípíð hættir
"ertu dugleg í ræktinni?"
"afhverju spyrðu?"
"þú er með svo hægan púls! kannski ertu bara svona afslöppuð!"
úje! ég er afslöppuð!
þú ert athvarf mitt bla bla bla fyrir og eftir sólarlag...
pípípípípípíp....
kemur aftur hlaupandi
það er aldeilis að ég er róleg! púlsinn minn er svo hægur að mælarnir halda að ég sé að "krasssa" tíhí!
á deildinni:
mamma í móðu
"af hverju var ég svona lengi! viltu spurja! get ekki beðið!"
slæmar fréttir
grátur
"ég er hálf kona"
sussusssusssusss
"ég trúi þessu ekki"
susssussussussusss
"viltu hlusta á tónlist?"
"já Arvo Pärt!"
Cantata í minningu Brittens
mamma farin í vinnuna
svo Kråkevik
svo Elsa Sigfúss
Mozart Requiem var bara of
hvenær kemur læknirinn?
hvað er klukkan?
hvað er klukkan?
svo kom læknirinn
"nei nei nei, tókum bara botnlangann, þess vegna tók þetta svona langan tíma"
"ó" :)
rangar fréttir
ég er heil kona
en ekki allar konurnar sem liggja í kringum mig
kannski pínu ljótt að vera Pollýanna, en hvernig er annað hægt?
ég vildi bara fara heim
og borða
en nei
enginn matur strax og engin heimferð strax...
miðvikudagur:
vaknaði allt of snemma
það er SVO leiðinlegt að liggja á spítala
alveg jafn leiðinlegt og síðast (fyrir 23 árum)
best að segja sem minnst um það
fékk allavega loksins að borða
og svo LOKSINS eftir hádegi að fara heim
halelúja
annars er alveg merkilegt með kviðvöðvana, að maður barasta notar þá í allt
standa upp
setjast upp
setjast niður
leggjast
velta sér
fattar það þegar maður er með 4 göt á maganum
sem eru að gróa...
botnlangalaus
jah, sko! það er frekar augljóst að það les enginn þetta blogg (sem er auddað mér að kenna fyrir að hafa þagað of mikið) svo ég get barasta sagt hvað sem ég vil
get til dæmis sagt að...
nei, djók!
einmitt þegar maður gerir það, þá fara einhverjir skrípalingar að lesa og brjálast alveg.
svo
kannski bara einhver útgáfa af því sem gerðist...
:D
04 febrúar 2005
paradís
mmmmmmmmmm
var í paradís í morgun
alein
í heilli glænýrri 25x50 metra stórri glæsisundlaug
hafði hana alla út af fyrir mig
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
(reyndar komu svo einhverjir krakkar á sundnámskeiði, en vá, laugin er svo stór að kona tók ekkert eftir því!)
það er svo gott að synda þarna - mmmmmmmmmmmmmmmmm
tók bara mitt standard 1K, en er að spá í að fara á sunnudaginn og taka 1,5K eða jafnvel 2K
tvennt skrítið
- sundbolurinn minn er ónýtur svo ég neyðist nú til að nota bíkíníið, þrátt fyrir að vera í innilaug, og finnst það virka voða svona show-offish
- þegar kona notar búningsklefana ræktar-megin, þá þarf kona að ganga langa leið eftir löngum og gjörsamlega deserted gangi - rennandi blaut í bíkíní.. - pínu spúkí - og mér leið eins og væri verið að fylgjast með ganginum einhvern veginn... eins gott að vera annað hvort nokkuð sátt við kroppinn eða nokk sama...
thíhí
:D
02 febrúar 2005
skrímslið
hmmm sko
ég held ég hafi fjarlægt skrímslisbloggið frá því í haust
af því að einhver kjánaprik héldu að ég væri ólett
glætan!!!
smá leiðbeiningar í dagbjörtísku:
fóstur myndu aldrei nokkurn tímann kallast skrímsli, jafnvel þó þau væru slys. fóstur myndu heita fiðrildi eða kríli eða pínufólk eða agnaragnir eða eitthvað álíka knúsilegt.
skrímsli eru ljótir og leiðinlegir aðskotahlutir, eins og t.d. ógeðið í alien
mitt skrímsli er reyndar alls ekkert hræðilegt né hættulegt
það er einfaldlega egg með mikilmennskubrjálæði - sem mér skilst að sé mjög algengt meðal barnlausra kvenna :S
það getur hins vegar valdið alveg hreint ferlegum sársauka - þekkti eina þar sem það sprakk!!! ouch!
það er sumsé alveg bókstaflega verið að refsa mér fyrir að vera ekki búin að sinna skyldu minni við mannkynið...
en allvega
þetta vandræðaskrímsli er búið að vera þarna síðan í haust og neitar að fara, þó við séum búin að reyna að eitra fyrir því og alles. þess vegna verður að stinga á mig göt og stúta því. og þá verð ég eins og nýsleginn túskildingur :)
og hananú!
:D
p.s. ég kalla reyndar stundum konið mitt líka skrímsli, en það er af því að hún getur verið alveg stórhættuleg...
p.p.s. en það er ekki konið mitt sem er inní mér
p.p.p.s. og ætli ég verið ekki að hætta að kalla hana konið mitt, því hún er farin frá mér...
að blogga sem mér bæri
þetta er nú farið að verða svolítið þreytandi
á daginn
þegar ég er í vinnunni eða skólanum
þá er allveg fullt af hlutum í kollinum á mér sem mig langar til að tjá mig um
eins og
öll þessi stelpur á móti strákum bréf sem ganga fyrirtækja á milli
svo lame
eða greinar um að konur geti ekkert í raungreinum
hvað er ég þá? klæðskiptingur?
eða á hvaða land ræðst fjórða ríkið (BNA) næst
frekar augljóst
eða jafnvel hæ-þetta-er-ég-og-mitt-líf-er-svona-þessa-dagana
tja...
en sko
þegar ég kem heim á kvöldin
eftir klukkan tíu
þá er bara ekki minnsti snefill af hugsun eftir í hausnum á mér
orðið
annars er það helst af mér að frétta að ég er á alveg hreint frábæru pilates námskeiði, nemendaóperan er að setja upp senur - þar sem ég syng Meg úr Falstaff - frumsýnt í byrjun mars, leiðinlegasta verkefni aldarinnar búið í vinnunni svo nú er aftur orðið gaman þar, bráðum fer ég til storesös á skíði, Þrymur dýrkar mig (kannski ég hafi verið búin að koma því að), konið mitt er farið frá mér, Færeyskur baritón fluttur inn í staðinn, í næstu viku verða gerð þrjú göt á bumbuna á mér til að taka burt skrímslið - svo ég syng kannski ekki voða mikið þá vikuna...
en það sem er mest scary af öllu er auðvitað lokaprófið í hljómfræði sem færist ógnvænlega nær og nær. íííííííííííííííííííííííííííííííík!!!!!!!!
:D
17 janúar 2005
best
bara svona til að hafa það á hreinu!
krakkar eru æði, og við vitum það öll
samt er eins og maður geti ekki hætt að tala um það þegar eitthvað sniðugt gerist
þessi yngsti sem ég á (ok tæknilega séð þá á bróðir minn hann...), hann er allgjör pjakkur:
- 3ggja og hálfs
- ljóshærður
- brúneygður!!!
- alltaf í slag við 3 vini sína í leikskólanum og saman mynda þeir skaðræðis gengi í leikskólanum
- klæðist venjulega 5 - 6 flíkum með einhvers konar spiderman myndum (nærbol, nærbuxum, sokkum, bol, peysu, osfrv.)
- finnst skemmtilegast að láta Megaman, Bósa ljósár, Spiderman og fleiri kalla slást
- er mikill fegurðarunnandi og alls ekki hrifinn af feitum!
- bleikur er allt annað mál...
hann hefur ekki verið alveg jafn mikill Dagbjartaraðdáandi og hin 3, sér aðallega mömmu sína, pabba sinn og stóru systur sína, Önnu 3, sem elskar allt bleikt
eeeeeen:
fékk að gista hjá mér á laugardaginn
í fyrsta sinn
leika sér með þau fáu leikföng sem ég tók með mér frá m&p (maður verður nú að hafa eitthvað þegar smáfólkið lítur við)
það voru:
- 5 lukkutröll
- 3 tuskumýslur
- 1 bleikur baby pony-hestur
- 1 blár baby pony-sæhestur
- 1 árgangur af Andrésblöðum
auk þess hafði hann tekið með sér að heiman:
- Megaman
- Spiderman
- Vonda kallinn (grænn ljótur kall með 22 augu út um allt)
þetta er nú ekki mikið á nútíma mælikvarða, en eins og við vitum öll er það ýmindunaraflið sem skiptir höfuðmáli:
fyrst lék hann músamömmu
svo valdi hann tröllastrák með beikt hár ("heldurðu að þú verðir einhvern tíman með bleikt hár?" - "Nei!") og ég fékk að leika hina tvo
þá sá hann fallegasta leikfangið á svæðinu, litla bleika baby pony-hestinn. hún fékk að heita Dúlla
og eftir örskamma stund var Dúllan búin að stinga tröllastrákana af yfir á aðra plánetu þar sem hún lamdi vonda kallinn í klessu eins og ekkert væri sjálfsagðara!
með þessu var auðvitað hlaupið út um allt með öskrum og látum, hoppað í sófanum og farið nokkra kollhnýsa!
"jæja, eigum við að lesa?"
"já!"
úr fötunum, í náttfötin, burstaði tennurnar og upp í rúm á 10 mínútum, og ekkert múður.
svo svaf hann eins og... ljón?... ég fékk allavega minn skammt af hnefum í andlitið... en hann rumskaði ekki í 12 tíma!
draumur í dós
skilaði honum svo heim um hádegið á sunnudeginum, eftir stutta en hressandi ferð í sund
og svo, um kvöldið, í sunnudagsmatnum hjá m&p, fékk ég að heyra eftirfarandi:
"Dagbjört, þú ert best"
:D
12 janúar 2005
ekkert líf næstu 8 vikurnar
Kæru vinir!
Hér með er orðið ljóst að ég mun ekki eiga neitt líf næstu 8 vikurnar og engan hitta utan skóla, vinnu og hljómsveitar.
Á dagskránni er:
- að setja upp 2. sýningu nemendaóperunnar á þessum vetri, en þar fer ég með hlutverk Meg Peg í Falstaff eftir Verdi. Sýningin sjálf verður samsett úr 4 óperum.
Frumsýnd í byrjun mars. - 8. stig í hljómfræði 1. mars - scary og mjög mikilvægt
- annað söngskólapuð vegna 8. stigs prófs og tónleika í maí
- 8 vikna Pilates námskeið til að koma mér í gang aftur hreyfingarlega
- vinna vinna og vinna
- 3 lög sem hljómsveitin Mín/Mien þarf að klára ASAP!!!
Svo sko, þið skiljið vonandi ef ég hef ekki samband. Þeir sem láta það fara í taugarnar á sér... því miður, svona er ég bara vond vinkona. Þetta er einfaldlega það sem maður þarf að leggja á sig til að vera í fullu námi án lána og getað borðað og reyna að brjótast inní hinn harða heim atvinnutónlistar...
Um leið og þessari törn er svo lokið ætla ég svo að stinga af til storesös í Norge yfir alla páskana, og skella mér á skíði með guttunum mínum, sem ég hef ekki séð í þá hálft ár
svo:
við sjáumst eftir páska :)
*knús og kossar*
:Dagbjört klikkhaus
p.s. blogga samt kannski stundum til að láta vita af mér... :D
03 janúar 2005
2005
Gleðilegt ár öllsömul og takk fyrir öll þessi gömlu og góðu!
Satt best að segja kveið ég þessu ári alveg ógurlega fyrir viku síðan.
Árið sem langtímaplanið mitt rann út
þvílík martröð
hefði allt eins getað bara lokað augunum 15. maí 2005 og ekki opnað þau aftur.
vissi ekkert hvað ég átti að gera við mig.
alveg ómeðvitað,
fór ég þá að velta þessu öllu saman fyrir mér.
og viti menn!!!
hér er komið gróft langtímaplan sem getur enst mér næstu 5 - 6 árin!!!
- verð á Íslandi amk. til haustsins 2007 og gef þar með íslenskum karlmönnum séns í 2 og 1/2 ár í viðbót!
- ef enn einhleyp haustið 2007 (og þá þrítug eins og pabbi benti mér á!) þá fer ég í Sibeliusarakademíuna (æðsti tónlistarháskóli Norðurlanda, staðsettur í Helsinki) að læra tónsmíðar
- ef ekki einhleyp, þá neyðist ég víst til að aðlaga plönin að annarri manneskju, en þá gæti ég líka hugsað mér að fara til Austur Evrópu, t.d. Tékklands.
- fram að þessu mun ég:
- klára gamla planið, sem felst í að taka 8. stig í vor
- halda áfram að semja eins og ég fái borgað fyrir það
- halda áfram með hljómsveitina Mín
- flytja í Grænuhlíðina
- læra meira í pródúseringu
- verða betri á píanó
- kaupa rafmagnspíanó
- skipta um vinnu (hvenær sem það nú gerist...)
- læra á bongótrommur
- taka burtfararpróf sem samsvarar B.A. gráðu í tónlist
- koma í veg fyrir að m&p deyji úr barnaleysi þar til annað hvort storesös eða storebror klára sínar gráður og drattast heim!
svo, framtíðin er spennandi, ævintýraleg og full af fjöri!
knús og kossar
:Dagbjört, version 2005