sannleikurinn er sá að ég er ekkert sérstaklega mikill innipúki
ég ólst upp utandyra öll sumur, í sveit og svo í garð- og skógrækt
það stríðir gegn eðli mínu að vinna inni á sumrin
og um verslunarmannahelgar á ég heima úti
en til hvers að fara eitthvert ef kona kemst ekki á bestu hátíðina?
nah, þá getur kona bara eins verið heima og skellt sér á innipúkahátíðina
ekki satt?
við fengum reyndar ekki miða, en ákváðum að láta það ekki stöðva okkur
sátum heima hjá Ástu fram að miðnætti og sötruðum Malibu í ananassafa
röltum svo niður í Austurstræti, litum inná Hressó í um 5 mínútur, en þar var frekar sorgleg stemning
svo við ákváðum að kíkja fyrir utan Nasa, og sjá hvort einhver væri að reyna að losna við miða
ekkert svoleiðis
létum það heldur ekki stoppa okkur og röltum inn
klukkan orðin hálf eitt og Ásta spurði dyraverðina fallega hvort við mættum koma inn
jájá ætli það ekki bara ;)
þegar við mættum voru Ravionettes að byrja að spila
fengum okkur drykki á barnum og skoðuðum fólkið
alls konar fólk
17 - 57 ára eða hér um bil
einhverjir litlir strákar fóru að spyrja úr hvaða hverfi við vorum
hverfi? ha hvað?
svo skelltum við okkur á dansgólfi og reyndum aðeins að dansa, sem var vandræðalegt með töskurnar í höndunum
saknaði vasabuxnanna sem kona er alltaf í í Eyjum sem geyma allt sem maður þarf á að halda
töskuvesen
en samt, Ravionettes voru stuð og stemningin góð
svo kom pása og við röltum upp og spjölluðum við gamlan MH-ing þar til Trabant mætti á svið
ég veit ekki af hverju, en svona hef ég lítið hlustað á Trabant að ég hef ruglað þeim saman við einhverja aðra
einhverra hluta vegna minnti mig að þeir væru svona stuð-fönk eða polka eða rokk band eða eitthvað
allavega bjóst ég ekki við Depeche Mode á sýrutrippi
svo þegar þeir sögðust hafa verið að spila í Eyjum og allur salurinn púaði, þá vissi ég að ég væri ekki á réttum stað
þarna var sumsé fólkið sem lítur niður á aðra af því að þeir eru ekki nógu artífartí innisnobbaðir og dæmir tugi þúsunda þjóðarinnar á einu bretti
ég sem hélt að þarna yrðu ofnæmisgrísir og aðrir blánkistar eins og ég
til hvers í ósköpunum að vera á móti 15 þúsund manns sem vilja vera í náttúrunni og bræðralagsstemningunni í eyjum?
fatta alveg að þetta lið hefur aldrei upplifað þessa gleði, og aumingja þau, en mér finnst samt eitthvað svo tilganglaust að eyða orku í að vera á móti því
getur það verið biturð eða öfund?
ég hef aldrei heyrt neinn í Eyjum segja orð á móti innipúkanum
djammi hver sem hann vill
þar sem sýrueffectahljóðin hjá Trabant voru hátt yfir sársaukamörkum og mér þykir ákaflega vænt um súperheyrnina mína, þá ákvað ég að láta mig hverfa rétt fyrir 3
ekki misskilja mig, Trabant voru alveg frábærir, í rífandi stuði og aðdáendur þeirra greinilega hrifnir
tónlistin þeirra er bara ekki fyrir mig né mín eyru
ég veit ekki hvort ég fer á innipúkann aftur
er að minnsta kosti fegin að ég borgaði mig ekki inn
kannski maður finni uppá einhverju nýju næst...
01 ágúst 2005
innipúkar
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
eru ekki nokkrir svona allstaðar? :-p
SvaraEyðads
æj, er bara svo þreytt á svona fordómum
SvaraEyðavissi allavega að ég átti ekki samleið með þessu bulli
í eyjum er enginn að púa á neinn og allir alveg yndislega glaðir og kammó við alla í kringum sig
og svo er allt svo yndislega stéttlaust. öllum er sama hver hefur hvaða menntun og hvaðan maður er. allir eru vinir í eyjum
ef þú hefur komið þangað, þá veistu hvað ég á við