19 apríl 2005

sofnaði við Lilac wine...

við vorum 3
hann hafði skilið eftir leiðbeiningar
alls staðar
um völundarkirkjuna
stiga
ganga
skreyttum íburðarmiklum veggteppum
(minnir mig)

við leituðum lengi
að rétta stiganum
rétta herberginu
rangalar
stigar
leidd áfram af tælandi en ósnertanlegri hugmynd um að okkar biði eitthvað...
ótrúlega spennandi

loks þegar við fundum rétta stigann
stigann uppí hæsta turninn
vissum við að við værum að nálgast takmarkið
við drifum okkur upp
opnuðum dyrnar
litum inn
hann sat þarna í sófa
og var að spjalla við Svabba
Jeff Buckley

hann bauð okkur velkomin
þekkti mig alveg
ég rak augun í blað fyrir framan hann
þar hafði hann krotað
"Dagbjört dís"
fann strax að hann var frá sömu plánetunni og við Svabbi
hinir sem voru með mér virtust ekki eins spenntir...

síminn minn hringdi svo ég þurfti aðeins að bregða mér afsíðis
á meðan ég talaði pípti síminn til merkis um að ég hefði fengið skilaboð
ég lauk samtalinu eins fljótt og ég gat og opnaði innhólfið
MMS
sound fæll
play

það sem ég heyrði, ég get ekki sungið það
man ekki einu sinni hvaða lag það var
en ég man að það var eitt af mínum uppáhalds lögum
jafnvel Dísan
og ég man hvernig það hljómaði
tveir gítarar
annar með hljómana
hinn plokkaður
þýða röddin hans Svabba
ein til að byrja með
svo
Jeff Buckley - undurtær og bjartur
yfir
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

Svabbi og Jeff Buckley spiluðu og sungu uppáhaldslagið mitt og sendu mér það með MMS
mínir tveir uppáhalds tenórar! (utan klassíkur)
saman
vá!

ég dansaði fram og kyssti þá hvorn á sína kinnina
svo settist ég við hliðina á Svabba því ég var ennþá pínu feimin við Jeff...
og vaknaði

Engin ummæli:

Skrifa ummæli