22 apríl 2005

Buckley, Bellamy, Che og allir þessir listar

sambó gerði þvílíkt grín að mér þegar ég sagði honum frá Jeff Buckley draumnum um daginn
"þú ert eins og systir mín sem dreymdi um Jason Donovan í gamla daga!"
YEAH RIGHT! :þ
--sjálfsvörn byrjar--
sko
stelpur sem eru skotnar í poppstjörnum eru skotnar í þeim af því að þeir eru stjörnur
og frægir
og sætir
og sexý
og glenna sig í myndböndum
Jeff Buckley í draumnum leit ekki einu sinni remotely út eins og Jeff Buckley, enda var ég ekkert með skýra mynd af honum í hausnum (kíkti hins vegar á hulstrið af Grace þegar ég vaknaði)
vegna þess að þetta Jeff Buckley æði mitt
(og Matt Bellamy (í Muse) æðið mitt haustið 2003)
snýst nákvæmlega ekkert um persónu hans
né smetti
né magavöðva, upphandleggsvöðva né neitt því um líkt
það snýst algjörlega og eingöngu um tónlistina
tónsmíðarnar, sönginn, hljóðfæraleikinn, textana, röddina
tónlstarsköpunina
tónlistinn bara snertir mig á einhvern sérstakan hátt
svo ég finn til
og hananú
--sjálfsvörn endar--

jájá
hef stundum spáð í að gera svona lista - nei ekki draumaprinsalista...
lista yfir fólk sem hefur áhrif á mig
t.d. einn úr tónlistinni:

  • Tchaikovsky (fiðlukonsertinn!)

  • Dvorak (t.d. mesicku)

  • Mussorgsky (sönnun þess að fólk með "rangan" bakrunn getur samt gert svo margt)

  • (ha Austur-Evrópa hvað???)

  • Jón Leifs (það er svo ljúfsárt Ísland í verkunum hans)

  • Kalli Run (þvílík ástríða)

  • Jón Ásgeirs (þvílík fegurð)

  • Jórunn Viðars (glettinn nútíminn)

  • uh uh uh...

  • Jeff, Matt og þeir þarna...



eða yfir fólk sem ég tek mér til mannlegrar fyrirmyndar eins og amma og m&p og Vigga og kannski núna Che (ég meina sko fyrir utan aðferðirnar sem hann notaði - en egalitisti dauðans! - ouch)

er ég ekki svo mikil "lista"kona alltaf??

nema bara... til hvers?

er það ekki bara tilraun til að skilgreina og skipuleggja eitthvað sem á bara best heima í undirmeðvitundinni?

kannski ég ætti bara að hætta með þetta lista-æði mitt
amk. takmarka það við vinnutengd efni (allir midp2 símar osfrv)

stundum þegar maður skilur eitthvað of vel, þá hættir manni allt í einu að finnast það spennandi...

svo ég held þau megi bara hafa áhrif á mig án þess að ég viti nákvæmlega hvernig

því, um leið og það er orðið meðvitað, er það þá ekki líka bara orðið þvingað???

úff, á það þá ekki líka við um sönginn???

bleah!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli