29 júlí 2005

grenjuskjóða

vá hvað tárakirtlarnir mínir eru ofvirkir þessa dagana!
ég er barasta alltaf skælandi!

má helst ekki knúsa litla yndislega 4ra ára tröllastrákinn minn án þess að tárast
(aþþí að ég veit að hann verður tekinn frá mér eftir örfáar vikur)
svæfði þau síðasta föstudag (fyrir norðan) og þegar hann var sofnaður bara byrjuðu tárin að streyma...

svo í gærkvöldi þegar ég var að taka mig til fyrir bíóferð með kvinnet (Madagaskar :þ ) og ætlaði að setja á stemningartónlist, þá rakst ég á diskinn með "Dagurinn líður" og skellti honum auðvitað í, enda langt síðan ég hef hlustað á hann.

en narcissistinn í mér virðist vera búin að gleyma því að þetta kom allt upphaflega út úr hausnum á honum, og það eina sem hann heyrði var Dóra að syngja og nú er Dóra farinn...
sem er auðvitað ÆÐISLEGT af því að hún komst inní þennan frábæra skóla, en narcissistinn inní mér áttaði sig á að hennar verður samt sárt saknað...
og hann fór að háskæla

Steinunnunnin farin
Ernan farin
Dóran farin
storebror og Anna 3 fara eftir viku
Huldan fer eftir 2
og 2 minni tröllabörnin hans storebror eftir 4 vikur

já og storesös er ekkert á leiðinni heim

það verður því orðið lítið eftir af mínunum nánustu vinum og vandamönnum á skerinu - og engin börn!

bráðum fæ ég samt vonandi píanó, og þá get ég bara sökkt mér í tónsmíðar á meðan ég finn mér nýtt fólk :)

en getið þið ímyndað ykkur að þurfa að vera til án fólks OG án tónlistar !!!!!!!

eitt

stórt

! ! ! G R E N J ! ! !

;)

2 ummæli: