17 mars 2005

smá yfirheyrzla

Jæja, hvar hefurðu VERIÐ Dagbjört mín?

Tja, sko, bara allt á skrilljón, eins og ég var búin að vara við

jæja? eins og hvað?

jú, tónleikar óperudeildar, undir stjórn svaka Covent Garden stjórnanda
og lokapróf í hljómfræði
og árshátíð

núnú! en var þetta ekki allt saman í síðustu viku?

ja, reyndar...

en hvað?

svo hrundi tölvan mín :(

jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!

já, en okkur tókst að bjarga henni, þetta var bara svona týpískt Windows bögg

grrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr, Windows!

jamm, næst kaupi ég Mac-a - alveg pottþétt!

og var hún bara að komast í lag?

nei reyndar var það seinnipartinn í gær, þökk sé Knoppix disknum hans Naldo

og þú bloggar fyrst núna???

jamms...

AFSÖKUN?

jú, sko, hljómsveitin Mín var að frumflytja nýtt lag í gærkvöldi...

úúúúúúú

jebb, heitir "Vögguvísa á heiði" og er svaka spúki, eins og Mín er von og vísa.
gekk líka voða vel og Ernið mitt var svaka flott í indíánakjól.
átti sviðið sko!

jahso! Til lukku með það! Þú hefðir nú samt alveg getað bloggað í dag, eða hvað?

í dag var ég á flakki um Söngskólann með upptökuverið mitt flytjanlega "Stúdíó Undraland" að taka upp hinar og þessar söngdísir.

ok, ok, þú hefur sumsé alveg nóg að gera

jamm

en fer nú bráðum að hægjast um?

jamm, núna í lok vikunnar

og ætlarðu þá að vera duglega að blogga?

neibbs! þá ætla ég til Norge að heimsækja storesös og fara á skíði :D

Engin ummæli:

Skrifa ummæli