ég hef löngum velt því fyrir mér hvað það sé sem er að í heiminum
einu sinni hélt ég að ég myndi aldrei finna svarið
það er auðvitað samspil margra þátta, en það er þó hugsanlegt að rótin að því flestu liggi í um 1700 ára gömlu samsæri og valdabrölti viðbjóðslegra manna allar götur síðan.
stór hluti af þessu samsæri, eftir því sem það vatt uppá sig eins og snjóbolti frá helvíti, var að minnka áhrif og völd og virðingu kvenna. Vegna þess að þeirra menning ógnaði valdi þessara viðbjóðslegu karla, sem smátt og smátt krepptu hnefann í ógnarstjórn yfir heiminum. við vitum öll að vald þeirra byggðist á ótta. Þeir stjórnuðu manninum með því að þykjast stjórna því sem hann óttaðist mest.
Á endanum ákváðu þeir að leggja í skipulagða útrýmingarherferð á menntuðum og sjálfstæðum konum. Vísindakonur, sem á þessum tíma stunduðu t.d. náttúruvísindi, lækningar, voru ljósmæður og margt fleira. Konur sem á einhvern "yfirnáttúrlegan" hátt skildu stærðfræði! Konur sem þorðu að segja skoðanir sínar. Konur sem af handahófi fóru í taugarnar á einhverjum körlum. Voru kannski ekki nógu fríðar. Eða fóru í taugarnar á einhverjum konum. Voru kannski OF fríðar.
Í sumum hlutum Evrópu fóru útrýmingarsveitir um bæjarfélögin og völdu úr konur til að brenna til dauða. Af hverju lét fólk þetta viðgangast? Ótti, að sjálfsögðu. Hvað annað getur valdið öðru eins ?
5 milljónir! Fyrir 300 árum, þegar mannkynið var að fjölda aðeins brot af því sem það er nú!
hvílík blóðtaka!
Og konurnar sem eftir voru, voru þær sem voru þægar og góðar, og viðbjóðslegu mönnunum þóknanlegar. Og svo kannski örfáar í viðbót sem tókst að fela sig. Þykjast. 300 ár af ofsóknum, hvað ætli það hafi gert fyrir sjálfsálit kvenna. Og genauppbyggingu! Ætli þeir hafi ekki bara komist langleiðina með að útrýma vísindagenunum af x-litningnum?
Ef þetta hefði komið hingað á skerið okkar, þá væru fæstar okkar til í dag. Ef þetta hefði komið hingað núna þá værum við systir mín og móðir að öllum líkindum með þeim fyrstu á bálköstinn. Forstjóri, læknir og tækninörd! Við bara hljótum að vera verk djöfulsins! Ef svo er, þá hljótum við að hafa átt formæður sem voru það líka...
En Ísland slapp. Hér var engin skipulögð útrýming. Bara nokkrir karlar sem notuðu þetta sem afsökun til að losa sig við einhverja aðra karla sem fóru í taugarnar á þeim, og einn klikkaður prestur á sveppum. Hamingjunni sé lof fyrir það. Hvernig væri Ísland án allra þessara sterku kvenna?
Mér þætti forvitnilegt að vita hvort löndin sem lentu verst úti í útrýmingarherferðinni standi sig verr í jafnréttismálum en önnur lönd. Mér hefur alltaf þótt áberandi þegar ég kem til útlanda hversu lítil virðing er borin fyrir konum þar, miðað við það sem ég er vön. Því miður er þessi skakka erlenda menning sífellt farin að hafa sífellt meiri áhrif á okkar samfélag. Hvert flytur maður þá?
Ég held að þessir viðbjóðslegu karlar hafi sett veröldina úr jafnvægi. Það er það sem er að henni. Okkur svimar öll. Spurning er bara hvort nokkurn tíman verði hægt að finna þetta jafnvægi aftur.
15 júní 2005
5 milljón systur mínar myrtar
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Jáhh... kannski ekkert skrítið að í sumum löndum er helsta takmarkið að verða heimavinnandi húsmóðir. Ekki það að mér finnist það eitthvað lélegt takmark þannig séð, bara að konur almennt mættu vera opnari fyrir öðrum möguleikum. Íslenskar konur myndu flestar frekar sleppa því að gifta sig en að sitja fastar heima. Það verður aldrei jafnrétti fyrr en karlmenn eru heima jafnmikið og konur og konur eru jafnmikið á framlínunni og karlar. Og það er bara ekkert að fara að gerast ef þær vilja bara láta karlana vinna fyrir fjölskyldunni á meðan þær hugsa um börnin og heimilið.
SvaraEyða