þetta er nú farið að verða svolítið þreytandi
á daginn
þegar ég er í vinnunni eða skólanum
þá er allveg fullt af hlutum í kollinum á mér sem mig langar til að tjá mig um
eins og
öll þessi stelpur á móti strákum bréf sem ganga fyrirtækja á milli
svo lame
eða greinar um að konur geti ekkert í raungreinum
hvað er ég þá? klæðskiptingur?
eða á hvaða land ræðst fjórða ríkið (BNA) næst
frekar augljóst
eða jafnvel hæ-þetta-er-ég-og-mitt-líf-er-svona-þessa-dagana
tja...
en sko
þegar ég kem heim á kvöldin
eftir klukkan tíu
þá er bara ekki minnsti snefill af hugsun eftir í hausnum á mér
orðið
annars er það helst af mér að frétta að ég er á alveg hreint frábæru pilates námskeiði, nemendaóperan er að setja upp senur - þar sem ég syng Meg úr Falstaff - frumsýnt í byrjun mars, leiðinlegasta verkefni aldarinnar búið í vinnunni svo nú er aftur orðið gaman þar, bráðum fer ég til storesös á skíði, Þrymur dýrkar mig (kannski ég hafi verið búin að koma því að), konið mitt er farið frá mér, Færeyskur baritón fluttur inn í staðinn, í næstu viku verða gerð þrjú göt á bumbuna á mér til að taka burt skrímslið - svo ég syng kannski ekki voða mikið þá vikuna...
en það sem er mest scary af öllu er auðvitað lokaprófið í hljómfræði sem færist ógnvænlega nær og nær. íííííííííííííííííííííííííííííííík!!!!!!!!
:D
02 febrúar 2005
að blogga sem mér bæri
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli