25 maí 2005

nörd

jæja
kominn tími á að tjá sig aðeins um þetta orð

nörd, sjáið þið til, virðist nefnilega vera eitt af þessum viðkvæmu orðum
sumir líta á það sem bara svona orð sem þeir nota
en aðrir eru alveg hreint svakalega viðkvæmir fyrir því
sumir tengja sjálfsmynd sína við það
aðrir sjá það sem eitthvað voða neikvætt

jamms, stórhættulegt, því sumir virðast leggja eitthvað svo mismunandi merkingu í það

svo það er kannski gott að fara aðeins yfir sögu þess í íslenskri tungu, eins og ég hef upplifað hana:

einu sinni var nörd kannski eitthvað neikvætt orð
svo var það skilgreint sem "nær öldungis ruglaður drengur" og var þar með orðið fyndið :)
svo komu tölvurnar til sögunnar svo um munaði, og nördarnir sigruðu tölvuheiminn og urðu alveg hreint svakalega ríkir sumir. húrra fyrir því!

þegar ég var í HÍ (97 - 00) var orðið þó ennþá ákaflega viðkvæmt.
þannig var mál með vexti að hópur nörda vildi breyta nafni FT (félags tölvunarfræðinema) í Nörd !
þeir sem voru viðkvæmir fyrir því að vera kallaðir nördar börðust á móti þessu og í nokkur ár var tillagan felld.
það var ekki fyrr en stelpurnar höfðu tekið völdin í félaginu og þessir viðkvæmnisguttar, sem voru ekki búnir að fatta að nörd væri kúl orð, voru flestir útskrifaðir (eða bara flosnaðir uppúr skólanum), sem tókst að veita þessu ágæta félagi sitt réttmæta nafn :)

Síðan þá hefur orðið nörd fest sig í sessi, amk. á meðal tölvunarfræðinga, sem orð sem við einfaldlega notum hvert um annað.

ég kalla líka marga vini mína nörda, þó svo þeir séu ekki allir í tölvum.
t.d. þekki ég ansi marga tónlistarnörda m.m. sem eru alls ekki ósáttir við þá nafngift

í mínum huga er nefnilega hægt að vera nörd á margt annað en tölvur
nörd myndi þá skilgreinast sem einhver sem hefur meiri áhuga á einhverju ákveðnu en herra meðaljón jónsson og frú og eyðir etv. töluverðum tíma og peningum í það
sumsé - fólk með áhugamál, sem heldur jafnvel úti síðum um áhugamálin.
t.d. eru til ansi margi Harry Potter nördar í heiminum.

samkvæmt þessari skilgreiningu er ég víst:
tónlistarnörd
bókanörd
tölvunörd
(í þessari röð)

þekki líka fáa sem ekki eru nördar á eitthvað
sjónvarpsnördar
bíónördar
bílanördar
bloggnördar ;)
osfrv.

síðast þegar ég sagði orðið nörd á blogginu mínu þá fékk ég eitthvað af reiðum innleggjum sem komu mér verulega á óvart, þar sem allir í kringum mig skilja þetta orð sem gott orð. reyndar lenti ég einu sinni á deit þar sem gaurinn fékk hálfgert áfall þegar ég sagðist vera nörd...

þeir sem eru ennþá viðkvæmir fyrir þessu orði, þeir þekkja greinilega ekki merkingu þess meðal nörda í dag.
ég sagði einu sinni við vinnufélaga minn, þegar ég komst að því að hann hafði ekki lesið belgísku og frönsku teiknimyndasögurnar sem við ólumst nú flest upp við "þú ert þá ekki alvöru nörd!" hann varð alveg gríðarlega sár! Það var auðvitað alls ekki rétt hjá mér, en líklega er hann bara ekki mikill bókanörd :þ

nördar eru bara fólk, eins og ég og þú og langflestir sem ég þekki
ég er meira að segja farin að nota þetta sem gæluorð

"jæja sæta mín!"
"jæja nördið mitt!"

nördar lifi!

1 ummæli:

  1. held að ágætt sé að líkja eðli orðins við orðið ,,Nigger''. Milli svertingja er cool en þegar það er notað sem uppnefni utan af hvítum manni er það það versta sem þú getur sagt við þá. Það er ekki orðið heldur samhengið.

    ds (nörd)

    SvaraEyða