gærdagurinn
byrjaði þegar ég kom heim úr vinnunni klukkan 01:00 og staulaðist uppí rúm
handviss um að ég myndi sofna svo til undireins, opnaði ég bókina (HP6 - já ég er að lesa hana aftur, því ég las hana svo ferlega hratt fyrst - og hún er frábær í 2. skiptið!) og ætlaði að lesa svo sem hálfa síðu á meðan rúmið mitt volgnaði
en þetta var einmitt svona uppúr bls 400 og ég vissi hvað væri alveg að fara að gerast...
allt í einu leit ég upp og velti fyrir mér hvort ég ætlaði ekki að fara að sofna?
klukkan orðin 02:30
úff
las "aðeins" lengra...
lagði frá mér bókina og slökkti ljósið
hrökk upp klukkan 08:30 við það að sinin í hægri löppinni ákvað að stytta sig um eina 5 cm í tilefni þess að ég hafði verið í háhæluðum nokkra daga á undan
argh! hvað það var sárt
það var ekki til nein mjólk né súrmjólk né jógúrt né bíómjólk né brauð né neitt sem gæti flokkast sem morgunmatur
er búin að vera að vinna svo mikið að ég hef ekkert komist í Bónus
vissi að ég þyrfti að drífa mig í vinnuna, svo ég ákvað að koma bara við í Nóatúni í leiðinni og kaupa súrmjólk (geymi alltaf kassa af fitness niðurfrá til öryggis)
nema hvað
í einskærri hneikslun og mótþróa yfir því að ég ætlaði virkilega að dirfast að keyra í vinnunna 3. sólskinsdaginn í röð, ákvað elskulegi bíllinn minn að neita að fara í gang
klik
klik
klik
heyrðist
ég held það hafi bjargað deginum, því eftir brösótta byrjun neyddist ég til að labba í vinnuna í þessu líka frábæra veðri
þar með fékk ég nógu góðan sólskinsskammt til að endast mér út daginn
og ekki vanþörf á
þegar ég var búin að vera í vinnunni í svona klukkutíma, þá var klukkan allt í einu orðin 13 (mætti hálf 10 sko)
þegar ég var búin að vera þar í 2 tíma, þá var klukkan orðin fimm
bugfixar test og vesen
allt í kapp við tímann
samdi við mömmu um að pabbi myndi sækja mig og hún myndi gefa mér að borða, þar sem ísskápurinn minn væri svona líka tómur.
hafði ekki fengið kvöldmat næstu 2 kvöld á undan, en það er bara ekki hægt að vinna endalaust án matar...
pabbi kom klukkan 18:30
hann var reyndar pínu seinn, svo ég ákvað að henda inn einni lítilli textabreytinu...
og þá hrundi mblog.is
pabbi flautaði
hvað er í gangi???
serverinn á hliðinni
pabbi flautaði
hljóp út
"bíddu aðeins, ég drap serverinn!"
tók breytinguna til bara
ennþá niðri!
fiktaði þetta
fiktaði hitt
veit ekki alveg hvað ég gerði, en greyið serverinn staulaðist uppá brauðfætur
fattaði hvað var að
hljóp út
settist inní bílinn
pabbi keyrði af stað og ég hringdi í support símann
"ertu til í að restarta servernum fyrir mig!"
eftir matinn sagðist storebror vera á leiðinni heim til mín þegar börnin væru sofnuð
þau voru hins vegar í óvenju stirðu skapi, og ég mátti sitja föst í Kópavogi til klukkan rúmlega 22
fylgdist á meðan með Þrúði sem var glaðvakandi og fékk verki í eggin
svo fékk ég að halda á henni og var eins og allgjör klaufi
2ggja vikna, algjör rúsina, en samt orðin góðar 18 merkur!
jæja, storebror skutlaði mér loksins heim og við kíktum oní húddið á bílnum mínum
pabbi hafði stungið uppá vatni á rafgeiminn
fylltum á
klik
klik
ekkert gerðist
ekkert snerist neins staðar
svissinn bara var í einhverri fýlu
svo storebror ýtti honum í gang eins og ekkert væri með þeim ráðleggingum að ég legði honum í Nóatúnsbrekkuna til að tryggja að ég kæmist aftur heim, því ég var jú á leiðinni aftur í vinnuna...
kom sumsé ekki aftur í vinnunna fyrr en 22:30 og átti allt of mikið eftir
staulaðist heim um 02:00, þ.e. upp Nóatúnsbrekkuna með súrmjólkina frá því um morguninn í poka
En viti menn
elsku litli bíllinn fór bara í gang af eigin rammleik, og ég fékk að bruna upp Lönguhlíðina með súrmjólk á milli fótanna
í þetta skiptið leit ég ekki í bókina ;)
28 júlí 2005
furðulegur dagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
stundum get ég ekki annað en brosað þegar ég les þetta
SvaraEyðads.