02 mars 2005

draumahúsið

fasteignamarkaðurinn er alveg klikkaður þessa dagana, og þó að mér liggi ekki mikið á að kaupa mér íbúð, þá fylgist maður með. Það virðist sífellt hyggilegra að byggja bara sitt eigið hús, í stað þess að borga tvöfalt verð fyrir eitthvað sem er bara svona sirka ágætt. ef ég byggði hús eftir mínu höfði þá myndi ég vilja hafa eftirfarandi:


  • 2 hæðir

  • arineld í stofunni

  • risastórt bókaherbergi/skrifstofu, þar sem eru bókahillur upp með öllum veggjum og sófar og hægindastólar svo heimilisfólkið getur dundað sér við að lesa bækurnar sínar og vinna á lappana sína í sama herberginu.

  • útskotsglugga með sæti í svefnherberginu á annarri hæð og bókaherberginu sem væri þá beint fyrir neðan, svo ég geti setið og horft á útsýnið

  • útsýni yfir sjóinn væri líka alveg best

  • tónlistarherbergi (stofan getur reyndar þjónað því hlutverki, því þeir sem þurfa þögn geta farið í bókaherbergið - og flyglar eru svo mikil stofustáss)

  • sér herbergi undir sjónvarpið svo það trufli hvorki tónlist, bókalestur, vinnu né svefn (heimili á ekki að snúast um sjónvarp)

  • amk. 2 klósett

  • eldhús sem rúmar amk 6 manns auðveldlega (eins og hjá mömmu) og liggur yfir í...

  • ...borðstofuna að sjálfsögðu

  • fullt af fólki og

  • nóg pláss fyrir gesti :)



mmmmmmmmmmmm
en þetta verður nú ekki fyrr en í fyrsta lagi um 40, nema ég vinni í víkingalottói (þá þyrfti ég helst að spila í því...) eða semji eitthvað súper-hit lag ;)

en það sakar ekki að láta sig dreyma ;)

bk,

:Dagbjört drómóradís

1 ummæli:

  1. Hljómar vel MJÖG vel. Parhús ég verð hinu megin hehe án flygils þó reikna ég með.

    SvaraEyða