02 apríl 2005

töfratónar og tunglsgeislinn

Howard Shore sendi mig á nett löngunartripp þegar ég fylgdist með honum í Appendix VI við LOTR ROTK (Lord of the Rings - Return of the King fyrir nördleysingja) í vikunni (í vælutón "mig langar að verða kvikmyndatónskáld!")
stefin við persónurnar og staðina sem smátt og smátt vinnst úr á stórbrotinn hátt, skyndilegu einsöngskaflarnir með undurfagurri René Flemming rödd (sem er nú komin með álfamál á ferilskrána!) og vart heyranlegum undirleik...
* R I S A A N D V A R P *

en þrátt fyrir undursamleik Howard Shore, þá er það hins vegar alltaf einn maður sem á heiðurinn að því að tendra áhugann á kvikmyndatónlist
og ekki bara minn
heldur flestra sem á hann hafa hlýtt
enginn annar hefur þetta vald yfir töfratónunum þannig að tónlistin virðist vera fædd af öðrum heimi.
undraheimi
ævintýraheimi
töfraheimi

stundum er myndin varla byrjuð þegar maður bara veit að tónlistin er eftir hann og engan annan
eins og þegar flugunni var fylgt eftir í upphafi MIB (Men in Black) og ég mátti hafa mig alla við að klípa ekki í Hönnu og pískra
"Danny Elfman! þetta bara hlýtur að vera hann!"
nema hvað!
hann er jú töfratónskáldið, og ég bara get ekki beðið eftir að heyra Kalla og sælgætisgerðina, því sjaldan fær Elfman betur notið sín en í samstarfi við meistara Burton.
*andvarp*

Í mörg ár hef ég klórað mér í eyrunum yfir þessum dáleiðandi töfratónum
laðast að þeim
drukkið þá í mig
og orðið þyrstari
en ekki skilið
Elfman er auðvitað ekki sá eini sem kann að nota þessa töfratóna
hann er hins vegar duglegastur við það, og líklega bestur
(Svabbi hefur t.d. lengi kunnað þetta sbr. td. Martöð II og Álfareiðina :)

það var svo á svipuðum tíma og ég var að reyna að finna tíma til að læra fyrir lokaprófið í hljómfræði (er núna "stúdent" í hljómfræði ;) ), sem ég ákvað að takast á við það sem mér þótti næstum óleysanlegt verkefni:
að semja lag um tunglsgeisla
óleysanlegt?
jú, vegna þess að mér þótti einfaldlega ekki koma til greina að túlka tunglsgeisla án þess að nota töfratónana
sem ég hafði enn ekki fundið...

en stundum er gagn í námsbókunum:
í hljómfræði 8 bætast við nokkrir skemmtilegir hljómar
margir hverjir notaðir til að skipta um tóntegundir
aðrir eru bara ósköp venjulegir hlómar sem hefur verið breytt
kallaðir "breyttir hljómar"
já einmitt
afskræmdir
óeðlilegir
skrítnir
yfirnáttúrulegir?

upprunalega voru þeir dúr hljómar, og því ekki nema von að ég fyndi þá ekki, því í mörg ár hef ég verið að leita að þeim í moll! þröngsýna litla ég

yfirleitt er það bara ein af þeirra eðlilegu nótum sem hefur etv verið tekin og færð til um svo lítið sem hálftón, eða heilli nótu bætt við
jafnvel útúr tóntegundinni
í klassísku hljómfræðinni má reyndar helst bara gera þetta á voða afmarkaðan hátt,
en hver í nútímanum lætur það nokkurn tíman stöðva sig?

svo ég grúfði mig yfir píanóið mitt og fiktaði og fiktaði
og loksins fæddist hann
E dúr með lítilli 6und
tunglsgeislinn minn :)

og ekki nóg með það
eftir að Iwona sendi mig heim með skottið á milli lappanna með fyrsta undirspilið mitt (svo einfalt að það er móðgun við undirleikarann!) þá lagðist ég uppbygginguna og í tvær vikur fékk ég að búa til fullt af öðrum töfratónum, eða öllu heldur töfrahljómum.
fljótlega fór litla 2undin að gera sig heimakomna í E dúrnum líka og varla er sá hljómur núna í laginu sem ekki hefur verið bætt eitthvað við :)
nema minnkaðir 7undarhljómar - þeir eru alveg nógu afskræmdir í sjálfum sér
og hinn undurtæri a dúr í lokin, sem ég leyfði mér reyndar að hafa í frekar óhefðbundinni stöðu fyrir lokahljóm (2. hljómhvörf)

loksins þegar ég fór með þetta aftur til Iwonu, og hún spilaði það, þá átti ég bágt með að tárast ekki
hún er svo frábær píanóleikari, hún skildi þetta allt saman
og tunglskinið rann úr höndunum á henni...

jiiiiiiiiiii hvað ég hlakka til að heyra Hönnu Þóru syngja þetta :)

og nú á ég töfratónana og er svo miklu ríkari :D

Engin ummæli:

Skrifa ummæli