22 júlí 2005

farin norður

jæja, þá er í þann mund að stinga af norður í land í faðm fjölskyldunnar
næstum því allt mitt uppáhaldsfólk (þám. allar Önnurnar mínar þrjár) verður saman komið að Hólum í Hjaltadal um helgina

:D

ég og gítarinn erum til, og ég á bara eftir að þurrka skítinn af hliðarspeglunum á bílnum áður en ég fer og sæki Önnu 2 og Stebba bróður hennar sem ætla að vera samferða mér norður. Anna fékk HBP í gærkvöldi, þannig að líklega sefur hún nú bara alla leiðina ;)

annars var dívuráðsfundur í gærkvöldi, til heiðurs Dóru dívu sem er á leiðinni í einhverja eftirsóttustu óperudeild í heimi og flytur af landi brott á þriðjudaginn!!!
húrra fyrir henni! grenj hvað ég á eftir að saknennar!

einhverjum sem finnst actionary skemmtilegt?
ímyndið ykkur þá dívu-actionary
allir athyglissjúkir og enginn feiminn!
úje
skemmst frá því að segja að ég var ekki búin að pakka þegar ég staulaðist á fætur í morgun

en allavega
sólskinið kallar!

vona að þið njótið helgarinnar öll sem eitt

*knús og kossar*

:Dagbjört sólskinsdís

Engin ummæli:

Skrifa ummæli