19 júlí 2005

Þögn

þögnin kæfir mig

"Dagbjört, líður einhvern tímann sá dagur að þú syngir ekki?" spurði Dóra díva eftir að hafa deilt með mér hótelherbergi í 5 daga í nóvember.
"nei! ef ég syng ekki þá líður mér illa" var svarið

þegar ég var stelpa þá grét ég ef ég var hás og gat ekki sungið í nokkra daga


í gær (sunnudaginn 17. júlí)
var ég búin að þegja í 2 mánuði
eftir að hafa misst röddina rétt fyrir próf en samt pínt hana áfram fram yfir 8. stigs tónleikana
hása og ljóta

þögnin meiðir mig

ég er ekki lifandi á meðan ég þegi
og píanólaus í þokkabót
ekkert gaman að spila á gítar án þess að syngja

jamm, það má etv. sjá það á því hvað bloggin mín síðustu 2 mánuði eru dauf nema þau séu reið útaf einhverju eins og nornaveiðum og karlrembum.
fyrir utan í blábyrjun júní þegar ég var rétt búin að klára nokkur lög og var ennþá að anda þeim að mér...

að syngja ekki er að anda ekki
og ég hef ekki andað í 2 mánuði

fyrr en í gær :)
svaf lengur en ég hef gert í marga mánuði
vaknaði
borðaði í rólegheitunum
fór í sturtu

og söng
betur en ég hef gert síðan...
í janúar?

það vantar reyndar ennþá mikið uppá að allt sé í lagi, en þetta er loksins á réttri leið
loksins er ég farin að raula á meðan ég geng frá eftir matinn eða hengi út þvottinn
og í morgun á meðan ég hjólaði í vinnuna
loksins get ég slökkt á útvarpinu í bílnum
og sungið alla leiðina heim

og hver veit nema ég vakni bara syngjandi á morgun :D

2 ummæli:

  1. Til hamingju! Ohh... ég sé þig alveg í anda í sæluvímundi, raulandi eitthvað lag... Ertu búin að láta kíkja á þig aftur og sjá hvernig staðan er á raddböndunum núna?

    SvaraEyða
  2. Reyndar ekki, ég bara finn að þau eru skárri. Verða samt ennþá pínu viðkvæm á meðan ég þarf að halda áfram á þessu "#$#%$& pústi sem raddlæknirinn sagði að gæti skemmt raddböndin með tímanum!
    En talandi um! Má ég fá diskinn með David lánaðan?

    SvaraEyða