Bara svona til að vera viss um að það fari ekki framhjá neinum þá vil ég enn og aftur minna á 8. stigs tónleikana mína, þriðjudagskvöldið 17. maí!
Efnisskráin er um það bil tilbúin, en inná henni eru m.a.
- dramatísk ljóð eftir Johannes Brahms
- alísklensk sönglög eftir Jórunni Viðar
- rómantísk sönglög eftir Grieg
- söngleikjalög
- aríur
- Krummi
- Rósir
- og fleira :)
Margrét Einars deilir með mér tónleikunum, en hún ætlar líka að syngja Brahms, svo og Sibelius, Kalla Run, Mozart, Webern ofl. Hólmfríður leikur undir hjá henni.
Með Margréti leikur Hólmfríður Sigurðardóttir á píanó.
Ekki má gleyma henni Iwonu minni sem leikur á píanó með mér, en hún er í miklu uppáhaldi á mínum bæ, enda bæði frábær píanisti, kennari og vinkona!
Tónleikarnir verða í sal Söngskólans í Reykjavík, Snorrabúð og hefjast klukkan 20.
Hlakka til að sjá sem flesta
Hey hvar er Snorrabúð??
SvaraEyðavonast til að komast í kvöld!
Hófí