jæja, þá er kona flutt!
í risastóru stofunni í íbúðinni hans storebror, sem ég þarf að fara að reyna að kalla íbúðina mína, standa kassar, skápar, kommóður, sófar og aðrar mublur í algjörri óreiðu.
meyjunni líður ekkert sérstaklega vel með það, en við vorum í svo miklu tímahraki að bera allt inn áður en bílstjórinn þurfti að fara í næsta verk, að þessir frábæru strákar sem komu til að hjálpa mér (gengið hans storebror, storebror sjálfur og pabbinn) fengu að skella öllu í einn haug á svo til miðju stofugólfinu.
það var rétt svo að mér tækist að komast að öðrum sófanum í gær, setja í hann pullurnar og kasta mér útaf með fréttablaðið í svo sem hálftíma.
en svona er nú bara til að laga það
mamman ætlar að koma askvaðandi um helgina og hljápa mér að taka uppúr kössunum. hún er algjör gimsteinn. mætti til mín á þriðjudagskvöldið og var bara í tæpa tvo tíma að pakka öllu eldhúsinu og því sem var eftir af stofunni. á meðan var ég að vesenast með einn bókaskáp! komst að því að ég á miklu meira af bókum en ég hélt. ætla að telja bókakassana á morgun og láta ykkur vita ;)
stærsta vandamálið eru hins vegar mublurnar sem ég bara get ekki bifað. eins og t.d. sjónvarpið. því var bara skellt á ganginn því það komst ekki inní stofuna, og það er ekki fræðilegur að ég nái því inní stofuna, og hvaþþá uppúr kassanum. skáparnir hillurnar og kommóðan eru í svipaðri stöðu. standa á víð og dreif um stofuna og ég get ekkert gert í því. stundum er óþolandi að vera einhleyp kona með ofnæmi fyrir því að biðja sér hjálpar (bað sko engan að hjálpa mér að flytja, storebror var svo yndislegur að bókstaflega hóta mér ef ég leyfði honum ekki að koma með strákana). enda auðvitað á að biðja storebror og pabba að færa þetta allt á réttan stað. fyrst þarf ég bara að ákveða hvar sá staður sé...
flutti sumsé seinnipartinn á miðvikudaginn og var svo kófsveitt allan daginn í gær að ganga frá og þrífa Reynimelinn. fór með um 450 dósir og flöskur (takk allir þeir sem hafa komið í partý) í endurvinnsluna og ætla því núna að skella mér á útsölu í Zöru og sólunda gróðanum beint í sjálfa mig.
ég er ekki orðin nettengd, svo ekki hafa áhyggjur þó það heyrist lítið í mér
*knús og kossar*
01 júlí 2005
lífið í kössum
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli