var að lesa góða grein um umferðina hér á vísisvefnum
mín skoðun er sú að það eigi að vera fáar, vel skilgreindar umferðaæðar, þar sem eru engin ljós, bara slaufur
best ef þær gætu verið niðurgrafnar
maður þarf aldrei að stöðva bílinn frá því að maður kemur á svona æð, þar til maður kemur af henni
rennur bara mjúklega í gegn
inni í íbúðahverfunun hins vegar, vil ég að komið sé alveg í veg fyrir gegnumakstur
þar væru næstum allar götur með hámarkshraða 30 og allt morandi í hindrunum og einstefnum
ég vil að Lönguhlíðin verði gerð einbreið og lokað verði fyrir innakstur af Kringlumýrarbraut inn á Hamrahlíð (þvílíkir níðingar sem "stytta sér leið" þar í gegn, fram hjá tveimur skólum!)
best væri ef það væri bara ein leið inn og út úr Hlíðunum (og öðrum íbúðahverfum) til að koma alveg í veg fyrir gegnumakstur
þannig yrði mikil en greið umferð á vel skilgreindum æðum, eins og Miklubraut, Sæbraut, Kringlumýrarbraut og hvað þær nú heita
en engin umferð þar sem börnin okkar labba í skólann, og æfa sig á hjólunum sínum :)
og greinin sem ég minntist á að ofan, hún útskýrir líka hvernig þetta er allt saman umhverfistvænna og getur jafnvel dregið úr slysum :)
15 apríl 2005
Umferð
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli